Fjölrit RALA - 06.12.1991, Blaðsíða 41
37
Vallarfoxgras
Hlutdeild vallarfoxgrass í þessari könnun er í heildina heldur meiri en á Austurlandi, tæp 14% á
Vesturlandi og 12% á Vestfjörðum. Á Austurlandi var hún tæp 9%. Mest var á Mýrunum (20%) en
minnst á Snæfellsnesi (tæp 8%). Hlutdeildin lækkar með aldri túnanna eins og við er að búast. f eins
árs gömlum túnum er hlutdeildin 58% en tæp 22% í 6-10 ára gömlum túnum og er komin niður í 8%
í eldri túnum en 30 ára. En breytileikinn er mikill, bæði milli túna og bæja. Þess ber að geta að hátt
hlutfall vallarfoxgrass á fyrsta ári stafar að hluta til af því að annar gróður hefur ekki náð sér á strik
til að fylla í eyðumar, en svörðurinn er oft gisinn fyrsta árið eftir sáningu.
Vallarfoxgras er viðkvæmt fyrir ýmsum meðferðarþáttum t.d. beit, slætti, áburði og áburðartíma. Áhrif
beitarinnar eru þó umdeild og vissulega má finna niðurstöður sem gefa til kynna að beitin hafi ekki
áhrif á endingu vallarfoxgrass (Áslaug Helgadóttir, 1987) og á þessari könnun hafa sést mikið beitt tún
og gömul með miklu vallarfoxgrasi. Það er þó oftar sem beitin virðist til skaða (Guðni Þorvaldsson,
1981; Guðni Þorvaldsson, 1990).
í þessari könnun fékkst þó ekki marktækt samband milli beitar og hlutdeildar vallarfoxgrass enda eru
gögn af þessu tagi ekki vel til þess fallin að finna slíkt samband. í þessum útreikningum var það notað
sem mælikvarði á beitina hvort túnin voru beitt árlega, oft, sjaldan eða aldrei. Það er mjög erfitt að
áætla beitarþungan vegna þess að mat manna á því hvað sé þung beit er misjafnt, þama koma líka inn
stærðir eins og lengd beitartfmans, uppskera á túnunum þegar beit hefst o.s.frv.
Háliðagras
Fræ af háliðagrasi hefur lítið verið notað í seinni tíð og er því mest í gömlum túnum. Ástæðan fyrir því
að meira er af því í Kjósarsýslu og í ísafjarðarsýslum er sú að mikið er af því á þremur bæjum á
þessum svæðum, Bakka á Kjalamesi og Mýmm og Sæbóli í Dýrafirði.
Háliðagras þolir beit vel en er viðkvæmt fyrir sýrastigi og hverfur þar sem jarðvegur er mjög súr.
Vallarsveifgras
Vallarsveifgras er algengasta grastegundin í túnum á Vestfjörðum (29%) og einnig á Vesturlandi (23%).
Þó var meira af því á Austurlandi (37%). Af 20. töflu sést að vallarsveifgras er í því sem næst hverju
einasta túni á þessu svæði. Mest er af því á Ströndum (40%) en að öðra leiti er ekki mikill munur milli
svæða.
Ef tún verða fyrir áföllum, t.d. af völdum kals, kemur vallarsveifgras gjaman í eyðumar. Það ber því
meira á því í slíkum túnum en þeim sem ekki hafa skemmsL Ein ástæða þess að meira er af
vallarsveifgrasi í túnum á Austurlandi en á Vesturlandi gæti verið sú að tún á Austurlandi hafa oftar
orðið fyrir kalskemmdum.