Fjölrit RALA - 06.12.1991, Síða 21

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Síða 21
17 Kal í töflunum hér á eftir er túnunum skipt eftir því hvort þau hafa orðið fyrir kalskemmdum eða ekki. Tún teljast ekki hafa kalið nema að sá gróður sem síðast var sáð hafi skemmst af kali. 17. tafla. Hokkun túna eftir því hvort þau hafa kalið. Kjós Mýrar Uppsv. Dalir Snæf. Alls Hefur kalið 12 22 14 18 10 76 (38%) Ekki kalið 38 21 30 23 13 125 (62%) Strandir ísafj. Barð. Alls Hefur kalið 28 38 23 89 (67%) Ekki kalið 9 11 24 44 (33%) Gróðurfar Töflumar hér fyrir neðan sýna þekju (%) einstakra tegunda eða tegundahópa í túnum á mismunandi svæðum. Við útreikninga höfðu öll tún sama vægi, þ.e. bæði stór og lítil. í töflunni er ekki gerður greinarmunur á língresistegundum og allar starir eru settar í einn flokk. Möðrum, hærum og elftingum var ekki heldur skipt í tegundir. Þar sem talað er um fífla er átt við túnfífil og skarifífil. Alls fundust á milli 30 og 40 tegundir í þessum túnum sem er svipaður fjöldi og fannst í túnum á Austurlandi síðastliðið sumar. Fleiri tegundir hafa örugglega verið í túnunum þó þær hafi ekki komið í hringina. Eins gætu einhverjar tegundir hafa sloppið þó svo að þær hafi komið í hringina, t.d. gæti sauðvingull hafa flokkast með túnvingli og hásveifgras með vallarsveifgrasi. Þegar svæðin eru borin saman ber að hafa í huga að mælingamar á Snæfellsnesi em mun færri en á hinum svæðunum og því ónákvæmari.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.