Fjölrit RALA - 06.12.1991, Qupperneq 28

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Qupperneq 28
Áhrif nokkurra þátta á endingu sáðgresis 24 Reynt var að meta áhrif ýmissa þátta á endingu vallarfoxgrass og háliðagrass. Þetta var gert með aðhvarfsgreiningu þar sem hlutdeild vallarfoxgrass eða háliðagrass var háða stærðin. í greininguna voru einungis tekin tún sem þessum tegundum hafði verið sáð í. Eftirfarandi þættir vom prófaðir f líkaninu: Svæði (átta flokkar). Aldur (ýmist flokkað eða ekki flokkað). Jarðvegur (fimm flokkar). Vorbeit (aldrei, sjaldan, oft, árlega). Haustbeit (aldrei, sjaldan, oft, árlega). Kal (tveir flokkar). Halli túnanna (fimm flokkar). Fjarlægð frá sjó (ekki flokkað). Hæð yfir sjó (ekki flokkað). Einungis tveir þættir höfðu marktæk áhrif á endingu vallarfoxgrass, þ.e. kal og aldur. Samspil milli kals og aldurs var þó ekki marktækt. Þessir þættir skýrðu um 35% breytileikans. í samskonar greiningu sem gerð var á gögnum af Austurlandi (Guðni Þorvaldsson, 1990) fengust marktæk áhrif fyrir fleiri þætti, jarðveg, halla og beit auk aldurs og kals. Ekki fengust marktæk áhrif neins þáttar á hlutdeild háliðagrass en mun færri tún voru með í þeirri greiningu. Töflumar hér fyrir neðan sýna hlutdeild vallarfoxgrass eftir aldri og eftir því hvort túnin höfðu skemmst af kali eða ekki. 23. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir aldri túnanna. Fjöldi Vallarfoxgras % Aldur (ár) túna Meðaltal Lægsta Hæsta 1 12 58,3 9,0 91,6 2-5 37 30,0 3,0 87,6 6-10 35 21,7 0,0 76,0 11-20 66 16,5 0,0 82,0 21-30 51 9,8 0,0 44,1 >30 15 5,0 0,0 37,0

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.