Fjölrit RALA - 06.12.1991, Qupperneq 29

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Qupperneq 29
25 24. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass eftir því hvort túnin hafa skemmst af kali eða ekki. Fjöldi Vallarfoxgras túna % Kalið 107 10,7 Ekki kalið 110 28,1 Útbreiðsia helstu grasa og umhverfisþættir Samband þekju helstu grastegunda, annarra en vallarfoxgrass og háliðagrass við umhverfisþætti var einnig reiknað á sama hátt og lýst er hér að ofan. Eftirtaldir þættir voru prófaðir: Svæði (átta flokkar). Aldur (flokkað). Jarðvegur (fimm flokkar). Rakastig jarðvegs (ekki flokkað). Halli (fimm flokkar). Kal (tveir flokkar). Lega bæjanna (7 flokkar, t.d. í dal, á flatlendi, undir háu fjalli, í firði o.s.frv.). Niðurstöður útreikninga af þessu tagi verður að túlka með varfæmi vegna þess að þessir þættir eru tengdir með ýmsum hætti og áhrif geta verið ýmist bein eða óbein. Af greiningunni má þó fá ýmsar vísbendingar. Það var nokkuð misjafnt eftir tegundum hvaða þættir höfðu mest að segja. Vallarsveifgras Eftirtaldir þættir gáfu marktækt samband við þekju vallarsveifgrass en skýrðu þó einungis 18% af breytileikanum: Svæði, aldur, rakastig jarðvegs, jarðvegur og lega bæjanna. Hlutdeild vallarsveifgrass var heldur meiri í þuirum túnum en blautum og ívið meiri á mólendi en á mýrlendi.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.