Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 30
26
Túnvingull
Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju túnvinguls voru jarðvegur og aldur. Þetta
kemur ekki á óvart þar sem túnvingull er þurrlendisgras. Þessir þættir skýrðu þó ekki nema 12%
breytileikans. Eftirfarandi tafla sýnir þekju túnvinguls eftir jarðvegi.
25. tafla. Þekja túnvinguls eftir jarðvegi
Fjöldi túna Túnvingull % Meðaltal Lægsta Hæsta
Mói 151 16,2 0 83,5
Mjoi 161 7,5 0 69,0
Sandur/melar 19 19,9 0 79,8
Áreyri 3 4,2 0 18,5
Língresi
Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju língresis voru svæði, jarðvegsraki, aldur og
lega bæjanna. Þessir þættir skýrðu 28% af heildarbreytileikanum. í 18. töflu kemur fram mjög
mikill svæðamunur og munur eftir aldri í 21. töflu. Lega bæjanna, jarðvegsraki, jarðvegur em
þættir sem allir tengjast svæðamun og þessi áhrif jarðvegsraka og legu bæjanna á hlutdeild
língresis geta því verið óbein. Þekja língresis var meiri í rökum túnum en þurrum. Ef þekja
língresis og snarrótar er borin saman með tilliti til legu bæjanna kemur í ljós að snarrót er mest
í dölum en minna nálægt sjó og á bersvæði. Língresið er aftur á móti meira í fjörðum en minna
inn til dala.
Snarrót
Þeir þættir sem gáfu marktækt samband við þekju snarrótar vom svæði, aldur, lega bæjanna og
kal. Þessir þættir skýrðu 33% af breytileikanum. Hvað varðar þijá fyrst nefndu þættina má vísa
til þess sem sagt er um língresið hér á undan. Munur á þekju snarrótar, annars vegar í túnum sem
hafa skemmst af kali og hins vegar í túnum sem ekki hafa skemmst var innan við tvö
prósentustig. Þessi munur getur verið óbeinn vegna þess að kaltúnin er væntanlega heldur eldri
að meðaltali.