Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 42

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 42
38 Língresi Mikill breytileiki er í hlutdeild língresis eftir svæðum og einnig eftir bæjum. Mest er af því í ísafjarðarsýslunum (27%) og Snæfellsnesi (34%) en hvað minnst í uppsveitum Borgarfjarðar (4%). Það kom á óvart hversu lítið var af língresi á Ströndum. Bjami Guðmundsson (1976) telur língresi aðalgrastegundina á nokkrum bæjum sem hann heimsótti þar. Þó ekki hafi verið mikið af því á þeim bæjum sem heimsóttir voru, var samt mun meira af því á norðurhluta svæðisins en suðurhlutanum. Túnvingull Hlutdeild túnvinguls í þessari athugun er á bilinu 12-13% og munur milli svæða er ekki mikill. Breytileiki milli bæja er hins vegar mjög mikill. Túnvingullinn er harðbalagras og því mun meira af honum þar sem jarðvegur er þurr. Á Austurlandi var hlutdeild túnvinguls rúmlega 9% að meðaltali. Snarrót Mikill breytileiki var í útbreiðslu snarrótar bæði eftir svæðum og bæjum. Mun minna er af snarrót í túnum á Vestfjörðum en Vesturlandi og kemur það vel heim við það sem sagt er um útbreiðslu snarrótar í Flóm íslands (Stefán Stefánsson, 1948) en þar segir að minnst sé af henni á norðvestanverðu landinu. Þijú svæði skera sig úr í þessari athugun að því leyti að þar er meira af snarrót en á hinum svæðunum. Þessi svæði em Kjósarsýsla (20%), uppsveitir Borgarfjarðar (34%) og Dalimir (25%). Það em þó til bæir á þessum svæðum þar sem lítið er af snarrót. Það em einnig til bæir á hinum svæðunum þar sem mikið er af snarrót t.d. var nánast öll snarrót í ísafjarðarsýslunum á einum bæ, Mýmm í Dýrafirði. Á Austurlandi var svæðamunur lítill að þessu leyti en munur á milli bæja nokkur. Varpasveifgras Þekja varpasveifgrass var að meðaltali 10-11% á þessum svæðum sem er nokkra meira en var á Austurlandi (4%). Mest var af því á Ströndum, Mýranum og í Kjósarsýslu. Töluverður munur er á milli bæja. Knjáliðagras Þekja knjáliðagrass var nálægt 3% sem er mun meira en á Austurlandi. Eitt svæði sker sig úr í þessu tilliti en það em Mýramar með um 12% þekju. Guðbrandur Brynjólfsson (1971) gerði tilraunir á knjáliðagrastúni vestur í Hraunhrepp í þeim tilgangi að mæla uppskera þess og efnainnihald. Þar var þekja knjáliðagrass tæp 90% á tilraunareitunum og hafði því þó ekki verið sáð þama. Tilrauninni var að sjálfsögðu staðsett þar sem knjáliðagrasið var hvað mest.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.