Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 43

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 43
39 Aðrar tegundir Hlutur tvíkímblöðunga í þessari rannsókn var rúmlega 5% sem er ívið meira en á Austurlandi. Jóhannes Sigvaldason (1977) áætlar tvíkímblöðunga í túnum á Norðurlandi um 10%. Af tvflómblöðungum er mest af túnsúru, vegarfa, haugarfa, brennisóley og fíflum. Á Vesturlandi var túnsúra með mesta þekju tvfldmblöðunga en haugarfi á Vestfjörðum. Vegarfi fannst hins vegar í fleiri túnum en aðrir tvfldmblöðungar, eða um helming túnanna. Þekja stara á Vestfjörðum var tæp 2% en 0,4% á Vesturlandi. Starir fundust einnig í mun fleiri túnum á Vestfjörðum en á Vesturlandi. Á Austurlandi var þekja stara um 0,5%. I könnun sem Bjami Guðleifsson (1982) gerði á nokkrum bæjum á Norðurlandi var þekja stara og fífu um 0,2%. Vandamál í túnrœkt Af þessari úttekt að dæma er kal mun minna vandamál á Vestfjörðum og Vesturlandi en á Austurlandi. Af 33 bændum á Austurlandi sem heimsóttir vom í fyrra, töldu um 20 að kal væri mikið vandamál hjá sér. Af 52 bændum á Vestfjörðum og Vesturlandi töldu einungis 7 bændur að kal væri vemlegt vandamál. Vissulega hafa komið kalár og þá hafa menn orðið fyrir skakkaföllum eins og t.d. á ámnum fyrir og um 1970. En viðvarandi kal virðist á þessu svæði meira bundið við einstaka bæi. Á þeim bæjum öllum myndast svell auðveldlega á túnum og á einum bæ skemmast tún oft vegna þess að snjór liggur lengi á þeim á vorin. Önnur vandamál sem menn nefndu vom yfirleitt einnig bundin við einstaka bæi. Má þar nefna sandfok úr fjömm, fíflar sækja í skeljasandstún, grjót hamlar endurræktun túna, léleg spretta vegna þurrka þar sem jarðvegur er gmnnur o.frv. Einnig virðast mítlar geta valdið skemmdum í þurrkasummm. Þetta á ekki hvað síst við sunnanverða Vestfirði. Það verður að teljast eðlilegt að áframhaldandi tilraunastarfsemi á Vestfjörðum beinist fyrst og fremst að þáttum sem em sérstakir fyrir þetta svæði samanber það sem neftit hefur verið hér á undan. Þakkarorð Ég vil færa öllum sem lagt hafa mér lið við þetta verkefni bestu þakkir. Sérstaklega þó bændunum sem oft þurftu að verja verulegum tíma í að aðstoða mig. Þá vil ég þakka forráðamönnum Búnaðarsambandanna og ráðunautum á svæðinu fyrir alla fyrirgreiðslu.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.