Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 51

Fjölrit RALA - 06.12.1991, Page 51
47 Niðurstöður Niðurstöður áburðartilrauna á Vesturlandi eru eins og annars staðar á landinu breytilegar eftir því á hvemig jarðvegi tilraunimar era gerðar og fleiri þáttum. Það er því í mörgum tilvikum eðlilegra að flokka tilraunimar eftir jarðvegi og öðra viðlíka, fremur en eftir landshlutum þegar niðurstöðumar era skoðaðar. Þó getur flokkun eftir landshlutum eða svæðum átt rétt á sér jafnhliða, sérstaklega þegar áhrif steinefna og snefilefna era skoðuð. Nitur í flestum tilraunanna fékkst hámarksuppskera fyrir 80-120 kg N. Þetta er þó misjafnt milli tilrauna og staða. í einstöku tilraunum fékkst uppskeraauki fyrir mun hænri skammta. Fosfór í um helming tilraunanna fékkst hámarksuppskera fyrir skammta um eða undir 20 kg P/ha og í mjög fáum fékkst uppskeraauki fyrir stærri skammta en 40 kg. Kalí í flestum tilraunanna var ekki uppskeraauki fyrir hærri skammta en 20 kg K/ha og einungis í einni var uppskeraauki fyrir stærri skammt en 40 kg. Kalsíum Uppskeraauki fyrir kalk í þessum tilraunum var lítill eða enginn. Þess ber þó að geta, að grastegundir era misþolnar gagnvart sýrastigi. Það kom greinilega fram í tilraun 329-75 að kalkið hafði mismikil áhrif eftir tegundum. Kalkið getur líka haft veraleg áhrif á endingu einstakra tegunda. Brennisteinn Uppskeraauki hefur fengist fyrir S f nokkram tilraunum á Vestfjörðum, einkum þar sem lítið er af lífrænum efnum í jarðveginum. Nú nota væntanlega flestir áburð með brennisteini.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.