Fjölrit RALA - 10.09.1992, Page 12

Fjölrit RALA - 10.09.1992, Page 12
4 Mynd 1. Framleiðslumagn og spá fyrir 1983-1991. Samkvæmt skýrslum sláturleyfishafa. Framleiðslumagn.tonn Mismunur, % HHI Framleiðsluspó \Zs21 Framleiðsla —Mismunur,% Af töflu 1 sést að mesti mismunur á framleiðsluspá og framleiðslu samkvæmt skýrslum er á árunum 1985-1986 og á árinu 1991. Því meiri munur sem er á framleiðslu og framleiðsluspá því meiri framfarir hafa orðið í svínaræktinni viðkomandi ár. Ein meginástæða þessara miklu framfara sem hafa orðið í íslenskri svínarækt allt frá árinu 1985 eru án efa niðurstöður eftirfarandi afkvæmarannsókna en þær sýna að með skipulögðum kynbótum er hægt að lækka framleiðslukostnað á svínakjöti og samtímis að koma til móts við óskir neytenda um fítulítið, bragðgott svínakjöt á viðráðanlegu verði. 1. Afkvæmarannsókn á svínabúinu Hamri 1980-1983, alls 7393 grísir. 2. Afkvæmarannsókn 1989 á 4 svínabúum, alls 413 grísir. 3. Afkvæmarannsókn á Þórustöðum 1990, alls 1060 grísir. 4. Afkvæmarannsókn 1991 (Brautarholt, Bjarnastaðir, Ormsstaðir og Hraukbær), alls 1860 grísir. Konráð Konráðsson dýralæknir var ráðinn í starf 1. september 1991 sem dýralæknir í svínasjúkdómum. Nú þegar hefur starf hans skilað miklum árangri einkum hvað varðar sjúkdóma í fráfæru- og eldisgrísum. Komið hefur í ljós að ýmis konar sjúkdómar í fráfæru- og eldisgrísum t.d. blóðskita og lungnasjúkdómar hafa verið landlægir hér á landi án þess að nokkuð væri gert til þess að útiloka þessa sjúkdóma með skipulögðum hætti. Niðurstöður afkvæmarannsókna hafa sýnt að vaxtarhraði mikils hluta grísa hefur verið óvenju lítill eftir fráfærur. Sennileg skýring á litlum vaxtarhraða þessara grísa er að þeir hafi verið þjáðir af ýmis konar sjúkdómum. Nú þegar er búið að útiloka þessa áðurnefndu sjúkdóma í 2-3 svínabúum, sem afkvæmarannsóknir hafa verið gerðar á og að sögn viðkomandi svínabænda hefur

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.