Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 31

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 31
21 Túnrækt 1994 ILLGRESISEYÐING (132-1067). Tilraun nr. 737-94. Eyðing fífla úr túnum, Nýjabæ og Raufarfelli. Hlutdeild túnfífils hefur sums staðar verið að aukast í túnum bænda á undanförnum árum. Kemur þar a.m.k. tvennt til, minnkandi sauðfjárbeit á tún og notkun kalks til að hækka sýrustig. Vorið 1994 var gerð tilraun með eyðingu fífla á tveimur bæjum undir Eyjafjöllum. Tvö efni voru prófuð, Mechlorprop (3 1/ha af Herbaprop) og 2,4-D (10 1/ha Ugress kverk-D). Uðunartímar voru tveir, 20. maí og 15. júní. Reitirnir sem voru úðaðir í bæði skiptin fengu tvöfaldan skammt miðað við hina. Við fyrri úðunartímann voru reitirnir orðnir vel grænir en lítið farnir að spretta. Fíflamir voru samt farnir að mynda blómhnappa. Við seinni úðunartímann var komið töluvert gras. Ágætt veður var til úðunar í bæði skiptin, þurrt og sæmilega hlýtt. Reitastærð var 4x5 m og endurtekningar 2. í Nýjabæ var ekki mikið af öðrum tvíkímblöðungum en túnfífli, þó sást vegarfi, hvítsmári, skarifífill, njóli, skriðsóley og brennisóley. Á Raufarfelli var, auk túnfífils, njóli, maríustakkur, túnsúra, brennisóley og töluvert af hvítsmára. Þann 19. júlí var þekja fífla í reitunum metin og uppskera reitanna mæld (0,4 m2 klipptir í reit). Þekja fífla, % Uppskera þe. hkg/ha Meðferð Nýibær Raufarfell Nýibær Raufarfell Ekki úðað 40 17 22,8 18,8 Mechlp. 20. maí 20 4 23,5 20,5 Mechlp. 15.júní 30 18 20,0 23,4 Mechlp. tvisvar 23 5 17,8 18,6 2,4-D 20. maí 1 3 17,4 17,0 2,4-D 15. júní 16 2 18,9 17,7 2,4-D tvisvar 1 0 15,6 14,2 Munur milli liða í þekju var marktækur en ekki uppskerumunurinn. Eigi að síður virðist 2,4-D hafa tilhneigingu til að draga úr uppskerunni. Hvomgt efnið eyddi njóla, hvítsmára eða maríustakk í þessari tilraun.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.