Fjölrit RALA - 15.04.1995, Blaðsíða 57
47 Kornrækt 1994
Staður Land N, kg/ha Sáð Skorið
Vallhólmi, Skagafirði (Vh) Valllendi 60 10.5. 15.9.
Stóm-Ökmm, Skagafirði (Sö) Mýri 40 10.5. 15.9.
Miðgerði, Eyjafirði (Mi) Mólendi 65 8.5. 16.9.
Eystra-Hrauni, Landbroti (Eh) Sandmór 85 6.5. 12.9.
Þorvaldseyri, Eyjafjöllum (Þo) Valllendi 72 21.4. 26.9.
Sámsstöðum, Fljótshlíð (Sá) Mólendi 45 13.5. 27.9.
Lágafelli, Landeyjum (Lá) Mýri 30 29.4. 27.9.
Voðmúlastöðum, Landeyjum (Vo) Sandmýri 50 29.4. 27.9.
Selparti, Flóa (Se) Sandur 90 2.5. 20.9.
Húsatóftum, Skeiðum (Hú) Valllendi 50 11.5. 29.9.
Birtingaholti, Hreppum (Bi) Sandur 90 2.5. 29.9.
Dmmboddsstöðum, Tungum (Dr) Mýri 60 11.5. 20.9.
Korpu, Mosfellssveit (Ko) Mýri 40 12.5. 30.9.
Víðivallagerði, Fljótsdal (Ví) Valllendi 60 12.5. 23.9.
Á síðast talda staðnum var einungis áburðartilraun, þar sem bomir vom saman
mismunandi fosfór- og niturskammtar. Gerð er grein fyrir þeirri tilraun í sérstakri töflu.
Dreifsáð var í Skagafjarðartilraunirnar báðar og tilraunimar í Miðgerði og á Eystra-
Hrauni. í aðrar tilraunir var raðsáð með vél. Sáðmagn var 250 kg/ha og reitastærð 8 m2, þar
sem dreifsáð var. Við raðsáningu var sáðmagn 200 kg/ha og reitastærð 10 m2, nema 7 m2 á
Korpu. Grunnáburður var Græðir 1A á mýri og móa, en Græðir 1 á valllendi og sand. Á Stóru-
Ökmm var grunnáburður þó mykja og 20 kg P/ha í þrífosfati. Aukaskammtar af nitri vom
gefnir í Kjama.
Vélsáningin fór misvel fram. Þar sem akur var nýunninn og laus, vildi sáðvélin setja
komið of djúpt í reitamiðju, og það kom þá seint og illa upp. Sérlega illa tókst til á Lágafelli.
Hluti tilraunarinnar í Selparti var gloppóttur af þessum sökum, og minni háttar gallar vom í
Birtingaholti og á Dmmboddsstöðum.
Skorið var með þreskivél á Þorvaldseyri, Sámsstöðum, Voðmúlastöðum, Lágafelli,
Húsatóftum, í Birtingaholti og á Korpu. Þá var allur reiturinn skorinn, uppskera vegin, og eitt
sýni tekið til að ákvarða þurrefni og komhlut. Á hinum stöðunum var afmarkaður 2 m2
uppskemreitur í hverjum reit, hann skorinn með hnífi og uppskeran þurrkuð þreskt og vegin.
Ekki reyndist marktækur munur á tilraunaskekkju eftir uppskemaðferð. Samreitir vom
hvarvetna 3, nema 2 í Víðivallagerði. í Birtingaholti fór álftin í tilraunina í haust og eyðilagði
5 reiti, alla úr sömu blokkinni.
Kom lagðist illa í nokkmm tilraunum eftir frostið. Fyrst og fremst lögðust seinþroska
tvíraðaafbrigði og Mari öðmm fremur, en hingað til hefur það þótt til fyrirmyndar um
stöðugleika. í þessum tilraunum var land frjósamt og/eða áburður fullmikill. Stöngull
seinþroska afbrigða var því enn grænn, þegar hann fraus. Sáldvefur stöngulsins hefur þá
líklega eyðilagst og þar með vökvaspennan, sem ella hefði haldið honum uppréttum. Afbrigði
með trénaðan stöngul stóðu eins og ekkert hefði í skorist. Mest bar á þessu í
Skagafjarðartilraununum og á Voðmúlastöðum.
Önnur afleiðing frostsins sást á tilraunum, sem ekki urðu skornar fyrr en undir
septemberlok. Þar sást víða, að axið hafði brotnað af í heilu lagi og kom það niður á
ólíklegustu afbrigðum. Það var allt annars eðlis en hmn úr axi, en því eiga menn að venjast í
sexraðaafbrigðum.