Fjölrit RALA - 15.04.1995, Blaðsíða 69
59
Veðurfar og vöxtur 1994
BÚVEÐUR (132-1047).
Tilraun nr. 588-91. Veðurfar og bygg.
Þessi athugun stóð nú 14. sumarið í röð. Tilraunin á Korpu var með sama sniði og undanfarin
ár, en aðrar tilraunir eru fallnar niður. Afbrigðin 6 voru í tveimur samreitum,
uppskerureiturinn var 0,45 m2 og varðbelti þar utan um.
Áburður var 75 N á ha í Græði 1 (14-8-15). Sáð var 13.5. og uppskorið 13.9.
Hæð aðalsprota er fengin með einni mælingu á bindinu. Fjöldi korna í axi og fjöldi
hliðarsprota er fenginn með talningu á 10 plöntum úr hverjum reit. Komþungi er meðalþungi
100 koma. Staðalfrávik er reiknað milli reita og frítölur em því 5, þar sem um það er að ræða.
Öll árin 14 hefur komið verið í sama blettinum á Korpu. Þar er vatnsheldinn,
méluríkur móajarðvegur og hefur sennilega verið flagmór fyrir ræktun. Bletturinn hefur verið
stunginn upp vor hvert. Með árunum hefur samkomabygging jarðvegsins tekið stakkaskiptum
og er nú með ágætum. Uppskera fer líka vaxandi með ári hverju.
Skýringar á dálkum í töflum:
1. Miðskriðdagur, dagar eftir 30.6.
2. Aðalsproti, hæð undir ax, sm.
3. Aðalax, fjöldi koma.
4. Hliðarsprotar, fjöldi á 10 plöntum.
5. Uppskera alls, þe. hkg/ha.
6. Uppskera, korn, þe. hkg/ha.
7. Þúsundkomaþungi, g.
8. Hlutur korns af heild, %.
Atriði: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
Akka 21 83 17 9 71 24 38 34
Mari 26 68 19 14 82 28 30 34
01 33 117 22 3 100 14 27 14
046 22 79 15 9 71 30 37 42
Svarthöfði 29 101 16 8 73 20 38 28
Sigur 27 93 35 9 68 23 23 34
Meðaltal 26 90 21 9 78 23 32 31
Staðalfrávik 0,9 2,8 1,0 1,4 7,6 2,0 1,2 1,9
Meðaltal 14 ára 29 82 21 10 73 16 25 23
Sáð er í búveðurathugunina sem næst 15. maí ár hvert og uppskorið nákvæmlega 4
mánuðum síðar eða eftir 123 daga. Síðustu 13 ár hefur meðalhiti þess tíma á Korpu verið
9,4°C og meðalfrávik 0,7°C. Kaldast var 1983, 8,2°C, og hlýjast 1991, 10,6°C. Sumarið 1994
var hitinn 9,7 °C.