Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 46

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 46
Smári 1994 36 Tilraun nr. 687-91. Prófun á skriðlu og maríuskó. Þremur skriðlustofnum (Galega orientalis) og 9 stofnum af maríuskó (Lotus) af ýmsum uppruna var sáð í 10 m2 reiti á Korpu 31.5. 1991. Markmiðið er að kanna hvort hægt sé að koma stofnunum til með sáningu og hvort þeir lifa. Líf er í öllum reitum. Fylgst verður með þeim áfram. Tilraun nr. 678-89. Rauðsmári og skriðla hrein og með vallarfoxgrasi, Korpu. í tilrauninni er rauðsmár'nn Bjursele og skriðla (Galega orientalis). Fræ af síðarnefndu tegundinni var finnskt að uppruna, en sjálf mun hún ættuð úr Kákasusfjöllum. Þessum teg- undum var sáð bæði hreinum og í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi. Sláttutímar eru tveir á stórreitum og samreitir eru fjórir. Nú fór þannig, að ekki lifði ein einasta skriðluplanta af fyrsta veturinn. Reitir, þar sem henni var sáð hreinni, eru því ónýtir og liggja milli hluta. Þar sem skriðlu var sáð í blöndu eru nú hreinir vallarfoxgrasreitir, og hreinir rauðsmárareitir eru afskráðir vegna illgresis. Því eru aðeins tveir liðir í tilrauninni auk sláttutíma. Munurinn á uppskeru af hreinu vallarfoxgrasi og blöndunni sýnir áburðaráhrif rauðsmárans. Fyrsta uppskeruárið var lítill munur, en síðan þá hefur munurinn verið svipaður, 15 hkg/ha í 1. slt. reitum, en 25 hkg/ha í 2. slt. reitum, þar til nú síðasta árið að uppskera féll í 2. slt. reitunum. Nú hefur tilraunin verið uppskorin í fimm ár og var þetta lokaárið. Borið á 17.5. 20 kg N, 60 kg P og 83 kg K á ha. Uppskera hkg/ha 1. sláttutími 2. sláttutími Smári 5.7. 19.8. Alls 19.7. Alls Mt. % Rauðsmári + vallarfoxgras 35,1 9,7 44,8 45,6 45,6 45,2 37 Vallarfoxgras 26,7 2,3 29,0 40,7 40,7 35,1 NÝTING BELGJURTA (132-1049). Tilraun nr. 724-94. Rauðsmári, svarðarnautar og nituráburður. Markmiðið með tilrauninni er finna hepplega svarðarnauta fyrir rauðsmára og kanna áhrif mismunandi niturskammta á uppskeru og endingu rauðsmárans í sverðinum. Auk þess er íslenskur rauðsmárastofn borinn saman við Bjursele frá Svíþjóð. Svarðarnautar eru Adda vallarfoxgras, FuRa 9001 rýgresi og Salten hávingull. Aburðarskammtar eru 0, 50 og 100 kg N/ha. Tilraunaskipulag er með deildum reitum. Áburðarskammtar eru á stórreitum og blöndur á smáreitum. Blokkir eru 3. Sáð var í tilraunina 8. júní. Áburður við sáningu var 50 kg N/ha í Græði 1A.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.