Fjölrit RALA - 15.04.1995, Blaðsíða 47

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Blaðsíða 47
37 Landgræðsla 1994 ERFÐAVISTFRÆÐI ÍSLENSKRA BELGJURTA (132-9224). Markmið verkefnisins er að kanna, hvort unnt sé að nýta hinar ýmsu tegundir belgjurta, sem finnast á íslandi, í landbúnaði en þó einkum til landgræðslu (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1993, bls 42). Vinna við verkefnið árið 1994 fólst fyrst og fremst í sáningu og útplöntun í tilraunir. Einnig var safnað belgjurtum á Norður- og Austurlandi. Snemma vors var fræ úr belgjurtasöfnun 1992 og 1993 látið spíra í gróðurhúsi á Korpu. Auk íslensku belgjurtanna voru 16 erlendar tegundir. Fengust þær af fræi sem safnað var í Magadan og Kamtsjatka 1993, Noregi 1992 og eldra fræi frá Alaska, Kanada og Síþeríu. Misjafnlega vel gekk að koma fræinu til og ekki náðist sami plöntufjöldi af öllum erfðahópum eða númerum. Fræplönturnar og plöntur úr gróðurhúsi í Gunnarsholti sem safnað hafði verið sem lifandi einstaklingum, voru settar út í þrjár tilraunir; á Geitasand, í gamalt tún í Gunnars- holti og á Korpu í meljarðveg. í hverri tilraun eru 3 blokkir og var 10 plöntum af hverju númeri plantað í hverja blokk, meðan plöntumar entust. Því er fjöldi númera ekki sá sami í öllum tilraununum. Plöntunum var plantað í raðir og 30 cm hafðir milli plantna innan númera. Milli númera og raða var aftur á móti hafður 1 m. Var plöntum af alls 102 númerum plantað út, þar af em 57 erlend. Um haustið vom afföll skráð, en ekki var unnt að meta eða mæla út- litseiginleika því að plöntumar vora enn svo smáar. Þær mælingar hefjast sumarið 1995. Um miðjan júlí var belgjurtum safnað á Norður- og Austurlandi. Farið var um Eyja- fjörð og austur í Öxarfjörð og þaðan til Fljótsdalshéraðs, Njarðvíkur, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Alls var farið á 24 staði og lifandi plöntum safnað af öllum átta tegundunum, þ.e. gullkolli (1 staður), baunagrasi (1 staður), fuglaertum (3 staðir), mýraertum (5 staðir), umfeðmingi (13 staðir), giljaflækju (1 staður, óstaðfest greining), hvítsmára (3 staðir) og rauðsmára (3 staðir). Plöntunum var komið fyrir í gróðurhúsi á Korpu og verða settar út í tilraun vorið 1995. A hverjum fundarstað vom upplýsingar skráðar um landgerð, gróðurfar, álag á svæð- inu og landnýtingu. Jarðvegssýni vom tekin og þau efnagreind á efnagreiningardeild Rala. I þeim var mælt pH, kolefni, köfnunarefni og kalíum. Landfræðileg staðsetning fundarstaða, fjarlægð frá sjó og hæð yfir sjó var mæld á korti. Safnað var saman upplýsingum um veðurfar og er þar byggt á mælingum Veðurstofu íslands á veðurstöðvum í næsta nágrenni söfnunar- staða. Einkum var lögð áhersla á meðalhita, úrkomu og snjóalög. Úrvinnsla var gerð á gögn- unum síðla hausts, sjá niðurstöður í Fjölriti Rala sem gefið verður út á árinu 1995. Stefnt er að því að ljúka útplöntun sumarið 1995. Mati á efniviðnum lýkur ekki fyrr en 1997. Verkefnið er styrkt af Vísindasjóði og Norræna genbankanum. NÝJAR AÐFERÐIR VIÐ UPPGRÆÐSLU (132-1139). Sumarið 1994 var dúnmel (Leymus mollis) og skriðulli lúpínu (Lupinus polyphyllus) plantað í sand í Sandgili í landi Gunnarsholts. Markmiðið er að kanna hvernig þessum tegundum reiðir af á landi sem er mikið á hreyfingu og hvernig gengur að rækta af þeim fræ. í framhaldi af samanburði á íslenskum mel og dúnmel frá Alaska (tilraun nr. 680-88, sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1993, bls 39) vom valdir tveir stofnar af dúnmel, nr. A-499 og A-510. Melnum var sáð um miðjan apríl í gróðurhús á tilraunastöðinni Korpu. Dagana 3. og 4. ágúst var melnum svo plantað út í Sandgili. Plantað var í tvo reiti, í annan fóm 648 plöntur af A-510 en í hinn 609 plöntur af A-499. Milli reita vom 5,5 metrar og var plöntunum plantað með 1 m millibili. Um miðjan apríl var skriðulli lúpínu, sem Óli Valur Hansson kom með frá Alaska 1985, sáð í gróðurhús á tilraunastöðinni Korpu. í maí var iúpínan smituð og 4. ágúst var henni plantað út í Sandgili. Alls var 811 plöntum plantað út og var hafður 1 m milli plantna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.