Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 48

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 48
Kynbætur 1994 38 ERFÐAFRÆÐILEGUR STÖÐUGLEIKI VALLARFOXGRASS VIÐ MISMUNANDI VEÐURFAR OG RÆKTUN (132-9279). Markmið verkefnisins er tvíþætt. í fyrsta lagi að skýra áhrif mismunandi veðurfars og meðferðar á erfðafræðilega samsetningu og stöðugleika vallarfoxgrass og að meta vöxt og þroska einstakra arfgerða við þessi skilyrði. í öðru lagi að lýsa hugsanlegum breytingum á ræktunareiginleikum og erfðafræðilegri samsetningu vallarfoxgrass þegar fræ er ræktað við önnur skilyrði en þau sem stofninn er aðlagaður. Gerð hefur verið grein fyrir verkefninu áður (Jarðræktarrannsóknir 1993, bls. 43). Framkvæmd verksins hefur dregist um ár frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Erfiðlega gekk að fjölga einstökum arfgerðum og nokkur afföll urðu af útplöntun haustið 1993. Því var ákveðið af verkefnisstjórn að sumarið 1994 skyldi notað til þess að koma tilraunum í viðunandi horf. Bætt var í þeim plöntum sem vantaði alveg eða höfðu drepist veturinn 1993- 94. Talsverð vinna fór auk þess í að hreinsa illgresi úr tilraunalandinu. Vöxtur og ástand plantnanna var síðan metið um miðjan september. Frærækt afkomendahópa hefur einnig dregist. Nú er ráðgert að fræ fáist sumarið 1995 frá tilraunastöðinni í Holti, Noregi og verður vonandi unnt að sá því í samanburðarreiti vorið 1996. KYNBÆTUR Á HÁLIÐAGRASI (132-9945). Sumarið 1994 hófust kynbætur á háliðagrasi. Farið var á 100 bæi víðsvegar á landinu og um 2000 plöntum safnað. I flestum tilvikum var safnað úr túnum sem eru eldri en 30 ára til að tryggja að grösin hefðu sannað lífsþrótt sinn við íslenskar aðstæður. Nú eru plöntumar í gróðurhúsi en næsta vor verður þeim plantað í samanburðartilraun. Að þeim samanburði loknum verða valdar út plöntur til að mynda grunn að íslenskum stofni af háliðagrasi. Verkefnið er styrkt af Norræna genbankanum. LÝSING Á VALLARFOXGRASSTOFNUM VARÐVEITTUM HJÁ NORRÆNA GENBANKANUM (132-9944). Markmið verkefnisins er að afla ýmissa gmnnupplýsinga til þess að unnt sé að lýsa betur erfðaefni sem varðveitt er í Norræna genbankanum (NGB), auk þess sem ræktunareiginleikar em metnir. Alls em í samanburðinum um 370 vallarfox-grasstofnar frá NGB auk nokkurra viðmiðunarstofna. Verkefnið er framkvæmt á tilraunastöðinni á Korpu; Planteforsk, Lpken, Noregi; Svalöf Weibull AB, Röbácksdalen, Svíþjóð; ARC Kainuu, Sotkamo, Finnlandi og Dansk Planteforædling A/S, Store Heddinge, Danmörku. Fræi af öllum stofnunum var sáð vorið 1994 í gróðurhúsi á Korpu. Útplöntun fór fram 28. og 29. júní. Af hveijum stofni em 5 plöntur í röð og em tvær blokkir. Um haustið var kynsprotamyndun metin í öllum stofnum. Ráðgert er að meta stofnana ítarlega á sama hátt á öllum stöðum sumrin 1995 og 1996. Verkefnið er styrkt af Norræna genbankanum.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.