Fjölrit RALA - 15.05.1996, Side 9
7
2. tatla. Vinnutilhögun á hverju fóðrunartímabili (2 vikur).
Dagur Hey vigtað Kjarníóður vigtað Leifar vigtaðar Hey Kjarnfóður Þurrefni í leifum Hey Kjarnfóður Kálfar vigtaðir
Mánudagur X X X X
Þriðjudagur X X X X X
Miðvikudagur X X X X X
Fimtudagur X X X X X
Föstudagur X X X X
Laugadagur X X X
Sunnudagur X X X
Mánudagur X X X X X
Þriðjudagur X X X X X
Miðvikudagur X X X X X
Fimmtudagur X X X X X X
Föstudagur X X X X
Laugadagur X X X
Sunnudagur X X X
og síðan súlfa og varð honum gott af. í fram-
haldinu var öllum kálfunum gefið ormalyf.
í desember 1991 varð vart við hárlausa bletti
í þremur blendingum í kring um augu og eyru.
Þetta breiddist síðan út á aðra kálfa í sömu stíu.
í fyrstu voru þeir meðhöndlaðir með AUREA-
MYCIN en þegar það bar engan árangur var
borið á þá sveppasýkingarlyfið VIOFORME. Á
endanum kom í ijós að hér var um lúsafaraldur
að ræða. Alls voru 15 kálfar og 3 kýr í fjósinu
meðhöndlaðar, fyrst með „The Lincoln louse
powder“ og síðan með NEGUVON. Ekki varð
vart við iús eftir það.
í ágúst 1992 fór að bera á sljóleika í kálfi nr.
205 og var hann sprautaður 21.8. 1992 með 8
ml seleni, 10 ml fecuvit auk þess sem hann fékk
ormalyf. Þann 1.9. fékk hann aftur 10 ml fecuvit
en þá var hann hættur að standa í lappimar. Þann
3.9. var honum slátrað og innyfli og lappir sendar
að Keldum til rannsóknar. Út úr rannsókninni
kom ekki ákveðin niðurstaða en einkennin líktust
E-vítamínskorti og efnaskiptatruflunum sem
leiða af honum. í tilraunina kom þá inn varanaut
(nr. 204) en það reyndist hins vegar svo frá-
brugðið forveranum að ákveðið var að taka það
ekki með við uppgjör tilraunarinnar.
Kálfarnir áttu það til í fyrstu að losna af
básunum og skapaði það mikil læti og óróa í
fjósinu. Þá vildu þeir slasa hvorn annan í lát-
unum. Meiðsl voru yfirleitt smávægileg nema
einu sinni þegar naut nr. 114 marðist illa á mjöðm
og þurfti nokkurn tíma til að jafna sig. Prófaðar
voru ýmsar gerðir lása á hálsbönd sem ýmist
brotnuðu við átök eða opnuðust við nudd. Þá
komust nokkur naut upp á lag með að smeygja
hálsböndunum fram af sér, þannig að festa varð
hálsböndin við keðjur með segulnagla og u-tengi.
4. FÓÐUR OG FÓÐRUN
Á undirbúningstímanum voru kálfarnir fóðraðir
í hópum og því eru ekki til mælingar fyrir ein-
staka gripi heldur meðaltöl hópa sem fóðraðir
voru saman í stíum. Vegna þess að kálfarnir
komu ekki jafngamlir inn á stöðina var gert ráð
fyrir því við útreikninga að þeir hefðu verið
fóðraðir eins fram að þeim tíma er þeir komu á
stöðina, eins og ef þeir hefðu verið þar allan
tímann. Á tilraunatímanum voru kálfarnir ein-
staklingsfóðraðir á básum og var þá vigtað í þá
kjarnfóður alla daga en hey 5 daga vikunnar. Öll
nautin fengu hey að vild og til að tryggja það var
miðað við að heyleifar væru a.m.k. um 10% af
gjöf. Vinnutilhögun á hverju fóðrunartímabili
má sjá í 2. töflu en sýnum af heyjum, kjarnfóðri
og leifum var safnað fyrir hvert fóðrunartímabil
til þurrefnisákvörðunar og efnagreiningar.
í 3. töflu má sjá efnainnihald í mjólk og
kjarnfóðri og útreiknað fóðurgildi en gildin fyrir
heyið eru í 4. töflu.
Heyið sem var notað á undirbúningstíman-
um var áborin há af heimatúnum með blöndu af
snarrót, háliðagrasi, vallarsveifgrasi og tún-
vingli. Hey á tilraunatímabilinu voru fram í sept-
ember 1992 af Möðruvallarengjum frá árinu
áður með 80-99% snarrót. Þá tóku við hey frá
sumrinu 1992 einnig af Möðruvallarengjum með