Fjölrit RALA - 15.05.1996, Blaðsíða 11

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Blaðsíða 11
9 blendingarnir þá 79 kg (66-90 kg) en þeir ís- lensku 76 kg (66-89 kg). Að loknu mjólkurskeiði voru kálfarnir fóðraðir eins áfram á kjarnfóðri og heyi að vild þangað til hægt var að binda þá á bása. Þessi tími stóð að jafnaði í 39 daga (14-69 daga) hjá blendingunum en í 43 daga (28-70 daga) hjá íslensku kálfunum. Við lok undirbún- ingstímans vógu blendingarnir að meðaltali 107 kg (100-124 kg) en íslensku kálfarnir 108 kg (99-126 kg). 5. SLÁTRUN OG MÆLINGAR Á FÖLLUM Þegar nautin höfðu náð tilætluðum þunga voru þau send næsta fimmtudag á eftir í sláturhús KEA á Akureyri milli klukkan 11 og 12 eftir að hafa verið vigtuð og brjóstmæld. Þeim var síðan slátrað milli klukkan 13 og 14. Ein undantekning var á þessari reglu en þá voru tvö naut send í sláturhús miðvikudagskvöldið 13. janúar 1993 og þeim síðan slátrað morguninn eftir. Mælingum sem gerðar voru á kjötinu er nánar lýst í köflunum um slátur og kjötgæði. Þess var gætt að hafa þau bundin á flutn- ingskerru, í stíum í sláturhúsi og að þau væru ekki látin bíða lengi fyrir slátrun til að minnka hættuna á streitu. Eftir slátrun var þess gætt að hiti í kæli fyrstu 5-6 tímana eftir slátrun væri um 10 stig til að koma í veg fyrir kælilherpingu. Eftirtaldar mælingar og aðgerðir voru fram- kvæmdar á hverjum skrokk: - Blautvigt, kaldvigt, þyngd á nýrmör. - Gæðamat samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir 1. sept. 1994. - Sýrustig í langa hryggvöðva 24 klst. eftir slátrun. - Útvortismál: A - Lengd lærskanka frá hnélið að liðfleti á enda læris. B - Lengd miðlæris frá hnélið að mjaðma- lið. C - Lengd læris mæld frá liðfleti á enda læris að mjaðmalið. D - Ummál læris við mjaðmalið. E - Lengd skrokks frá enda læris að bana- kringlu. F - Ummál framparts við enda á bringu- beini. Oa- Lengd pístólu frá enda læris að enda framhryggjar. Ob - Lengd framparts frá enda framhryggjar að banakringlu. Oc- Lengd skrokks frá mjaðmalið að fremsta rifi við bringubein. - Ljósmynd af helmingi á kvörðuðum bak- grunni. - Skrokkar skornir í pístólu og frampart á milli 5. og 6. rifs. Kg þe./FE Prótein g/kg þe. 1. mynd. Heygæði á tilraunatíma.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.