Fjölrit RALA - 15.05.1996, Blaðsíða 25
23
mælingum hér slegið saman. Áætlaður fallþungi
er reiknaður út frá þeirri forsendu að kjöthlutfall
sé að meðaltali 49% en það er í samræmi við
niðurstöður sem fundust í þessari tilraun (sjá
13. töflu).
Eins og sést þá eykst lífþungi um sem næst
8 kg fyrir hvern cm sem brjóstmál eykst og
fallþungi því um sem næst 4 kg. Breytileiki milli
gripa er þó verulegur svo tölur sem þessar er
einungis hægt að hafa til hliðsjónar. I saman-
burði við athugun sem Halldór Eiðsson (1983)
gerði á nautgripum sem komu til slátrunar á
Suðurlandi og skv. mælingum á nautum á
Nautastöð BÍ í Þorleifskoti (Jón Viðar Jón-
mundsson, 1994) þá virðist brjóstmál mælt í
þessari tiiraun gefa heldur meiri þunga heldur
en fyrrnefndar mælingar benda til. Líklegasta
skýringin á þessum mun er sú að brjóstmálið í
þessari tilraun hafi verið mælt heldur stífara,
þ.e. að fastar hafi verið tekið í málbandið við
mælingarnar.
4. VAXTARHRAÐI
Þungaaukning eða vöxturer yfirleitt skilgreindur
sem magn á tímaeiningu og því er talað um
vaxtarhraða eða þungaaukningu, t.d. í g eða kg
á dag. Á 9. og 10. mynd má sjá samhengi þunga
og aldurs hjá nautunum og línur fyrir stofna og
fóðurflokka. Sambandið er í öllum tilfellum
beinnar línu samband og engar bendingar komu
fram um að um boglínu væri að ræða. Kúrfan er
þó trúlega S-laga í eðli sínu eins og flestar vaxt-
arkúrfur, en ala hefði þurfti gripina lengur til að
ná fram þeirri lögun. Raunverulegan vaxtarhraða
á hverjum tímapunkti má finna sem hallatölu
snertils vaxtarlínunnar í þeim punkti en ef vaxtar-
línan er bein er halli línunnar sá sami og snertilsins
og því segir hallatalan beint til um vaxtarhraðann,
sem er þá sá sami allt tímabilið. Ef þyngdar-
ferillinn er boginn eða S-laga má eftir sem áður
finna vaxtarhraðann á hverjum tíma sem halla
snertils í þeim punkti og kallast sá vaxtarhraði
raunverulegur eða jaðarvaxtarhraði (absolute
growth rate, marginal daglig tilvækst). Meðal-
vaxtarhraði (average daily gain, gennemsnittlig
daglig tilvækst) er aftur á móti munur á upphafs-
og lokaþunga deilt á dagafjölda en lýsir á engan
hátt vaxtarferlinum þar á milli. Allt er þetta því
spurning um lengd vaxtartímabilsins sem verið
er að skoða og því styttri sem tímabilin eru því
minni munur er á meðal- og jaðarvaxtarhraða.
Það sama og hér hefur verið nefnt um vaxtar-
hraða á einnig við um aðrar breytur sem tengjast
þyngdarferlinum, t.d. fóðurnýtingu (FE/kg) og
fóðurkostnað (kr/kg). Annars vegar má skoða
meðalgildi, t.d. frá fæðingu að ákveðnum þunga,
en hins vegar jaðargildi við ákveðinn aldur eða
þunga.
Aldur nauta og vaxtarhraði
Þegar skoðaður var raunverulegur vöxtur (jaðar-
vöxtur) nautanna á hverju vigtartímabili í sam-
hengi við þunga þeirra eða aldur þá kom í ljós
mikill breytileiki og ekkert samhengi sjáanlegt
þarna á milli. Þetta skýrist af því að þungaaukn-
ing hjá gripunum sveiflaðist mjög á milli vigtar-
tímabila og einnig voru tiltölulega fáir gripir í
hverjum meðferðarhóp en sveiflur í þunga eru
algengar hjá jórturdýrum, sérstaklega þegar
gripirnir fá gróffóður að vild.
Hins vegar má reikna jaðarvaxtarhraða naut-
anna við ákveðinn aldur út frá sambandi aldurs
og meðalvaxtarhraða og þetta má sjá á 11. og
12. mynd. Líkingar fyrir samband aldurs og
meðalvaxtarhraða eru gefnar við myndirnar en
jaðarvaxtarhraði er í öllum tilfellum reiknaður
sem:
Jaðarvöxtur g/dag = ((aldur, x meðalvöxtur,-
aldur! x meðalvöxtur,) / (aldur2 - aldur,))
Eins og sést á myndunum nær jaðarvöxtur
yfirleitt hámarki í kringum 8 mánaða aldur en
meðalvöxtur við 12 mánaða aldur og því sterkar
sem fóðrað er þeim mun meiri verður vöxturinn,
en meðalvöxtur er í hámarki þar sem línurnar
skerast.
Þungi nauta og vaxtarhraði
Ekki var munur á milli stofna á þunga á fæti við
slátrun (404 og 405 kg) en meðalvaxtarhraði
íslensku nautanna var 6-8% minni heldur en
blendinganna (787 vs 834 g/dag). Þeir þurftu
því lengri fóðrunartíma til að ná fyrirfram
ákveðinni þyngd og voru því eldri við slátrun
(14. talla).
Ekki var raunhæfur munur á meðalvaxtar-
hraða milli þungaflokkanna, þótt tölulega fari
hann vaxandi hjá blendingunum við hækkandi
sláturþunga. Hjá íslensku kálfunum aftur á móti
er þessi tilhneiging ekki fyrir hendi. Blendingarnir
virðast því bæði hafa meiri vaxtargetu og halda