Fjölrit RALA - 15.05.1996, Síða 13

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Síða 13
11 III. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR 1. UNDIRBÚNINGSTÍMABIL A þessu tímabili voru kálfarnir fóðraðir í hópum og fengu allir sambærilega meðferð, þ.e. hey að vild, kjarnfóður og mjólk. Upplýsingar um heild- arfóðurát á þessu tímabili má sjá í 5. töflu en að meðaltali hafa kálfarnir (að 4 mánaða aldri) étið 1,13 kg þe. af heyi, 0,52 kg af kjarnfóðri og fengið tæpa 21 af mjólk á dag, eða alls 1,87 kg af þurrefni á dag. Kjarnfóðurgjöfin var að meðal- tali um 340 g/dag þann tíma sem kálfarnir fengu mjólk en um 850 g/dag það sem eftir var af undir- búningstímanum en meðal kjarnfóðurgjöf á undir- búningstíma var um 520 g/dag. Af heildarþurr- efnisáti á þessu tímabili er hey um 61%, kjarn- fóður um 25% og mjólk um 14%. Vegnaþess að eingöngu er um meðaltöl hópa að ræða er erfitt að greina nákvæmlega hvernig átgetan breytist með aldri eða þunga kálfanna á þessu tímabili. Meðalvaxtarhraði á þessu tímabili reiknast 658 g/dag og fóðurnýting 2,8 FF./kg vöxt sem er nokkuð gott, enda vöxtur hjá gripum á þessum aldri að mestu fólgin í aukningu á beinum, vöðvum og vatni í skrokkum og kálfarnir léttir á þessum tíma, en samhengi þunga og aldurs má sjá á 2. mynd. Meiri vexti hjá nautum á þessum aldri má ná með meira eldi eins og t.d. kom í ljós í kálfatilraun sem gerð var á Rangárvöllum við Akureyri 1971 (Bragi L. Ólafsson, 1972), en einnig er líklegt að skitan og lúsafaraldurinn sem komu upp í þessari tilraun hafi heldur dregið úr þrifum nautanna. Vegna aðstæðna í fjósinu voru kálfarnir ekki jafngamlir né jafn þungir þegar þeir voru færðir á bása við upphaf einstaklingsfóðrunarinnar og því var kannað hvort einhver munur hefði verið á aldri, þunga og fóðurnotkun milli hópanna við lok undirbúningstímans. Ekki reyndist svo vera og ekki var munur á meðaltölum hópanna þegar tilraunatímabilið hófst, hvort heldur litið er á aldur, þunga, vöxt, fóðurnotkun eða fóður- nýtingu (5. tafla). 2. FÓÐUR OG FÓÐURNOTKUN Fóðurgceði 16. töflu má sjá yfirlit yfir fóðurgæði á tilrauna- tímanum og hlutfall heyleifa af heygjöf. Eins og kemur fram í 4. töflu þá var gefið orkuríkara hey þegar leið á fóðrunartímann og því aukast heygæðin eftir því sem sláturþunginn hækkar og kjarnfóðurgjöfin minnkar, því í báðum tilfellum Þungi, kg Aldur í dögum 2. mynd. Þungi og aldur kálfa á undirbúningstímanum. 0 íslenskir: Kg = 23,3 + 0,677 x dagar; R2=(),95; Staðalfrávik=5,7 kg. ♦ Blendingar; Kg = 26,8 + 0,648 x dagar; R2=0,91; Staðalfrávik=6,9 kg.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.