Fjölrit RALA - 15.05.1996, Page 15
13
6. tafla. Fóðurgæði og heyleifar á tilraunatímabili.
Sláturþungi Fóðurflokkur Meðal- Staðal- P-gildi
350 400 450 0 15 30 tal skekkja Stofn Þungi Fóður
Hey, kg þe./FE
ísl. 1,47 1.44 1,41 1,43 1,44 1,46 1,44 0,0026 0,000
Blend. 1,47 1,46 1,45 1,45 1,47 1,46 1,46 0,000
Meðaltal 1,47 1,45 1,43 1,44 1,45 1,46 1,45 0,000
Heildarfóður, kg þe./FE
ísl. 1,35 1,33 1,31 1,42 1,32 1,25 1,33 0,0023 0,000
Blend. 1,36 1,35 1,34 1,44 1,35 1,26 1,35 0,000
Meðaltal 1,36 1,34 1,32 1,43 1,34 1,26 1,34 0,000
Heildarfóður, FE/kg þe.
ísl. 0,74 0,76 0,77 0,71 0,76 0,80 0,76 0,0013 0,000
Blend. 0,74 0,74 0,75 0,70 0,74 0,80 0,75 0,000
Meðaltal 0,74 0,75 0,76 0,70 0,75 0,80 0,75 0,000
Prótein, g/kg þe.
fsl. 143 146 150 143 147 149 146 0,331 0,000
Blend. 143 143 145 140 143 147 144 0,000
Meðaltal 143 144 147 141 145 148 145 0,000
Melt. prótein, g/FE
ísl. 100 102 104 97 102 106 102 0,239 0,000
Blend. 100 100 101 95 100 105 100 0,000
Meðaltal 100 101 103 96 101 105 101 0,000
Heyleifar, % af gjöf
ísl. 12,4 12,1 13,4 12,2 12,8 12,9 12.7 0,35 0,72
Blend. 13,4 12,8 11,2 12,2 11,6 13,6 12,5 0.56
Meðaltal 12,9 12,5 12,3 12,2 12,2 13,3 12,6 0,15
gripina til að þeir næðu íyrirfram ákveðinni þyngd
á fæti og má því eins tala um fjölda fóðurdaga.
Niðurstöður þar að lútandi má sjá í 7. töflu en
þar kemur fram að raunhæfur munur er á fjölda
fóðurdaga á milli stofna, þungaflokka og fóður-
flokka.
Nautastofnar og át
Eins og sést í 7. töflu eru íslensku kálfarnir að
meðaltali 33 dögum eldri við slátrun og þungi
við slátrun og kjarnfóðurgjöf hafa einnig mark-
tæk áhrif á lengd fóðrunartímans. Ef litið er á
fóðurnotkun nautanna þá fer meira af heyi, kjam-
fóðri og heildarfóðri í íslensku kálfana en blend-
ingana, en eins og áður kom fram var ekki mun-
ur milli stofna á magni mjóikur sem gripirnir
fengu. Þessi munur á heildaráti skýrist þó ein-
göngu af lengri fóðrunartíma íslensku kálfanna
og hverfur ef gögnin eru leiðrétt að jöfnum
fóðrunartíma (8. tafla). Þetta á þó ekki við um
heildarfjölda FE sem kálfarnir fengu úr heyjun-
um þar sem blendingarnir fá þar færri FE þótt
leiðrétt sé að jöfnum fjölda fóðurdaga. Þar er og
mestur munurinn í fóðurflokk 0 og skýrist það
væntanlega af því sem áður hefur verið nefnt
varðandi aukningu á heygæðum er leið á til-
raunatímann.
Munur milli stofna á áti hverfur einnig ef litið
er á daglegt át í stað heildaráts (9. tafla) og á
það jafnt við hvort sem litið er á átið sem magn
(kg/dag), orku (FE/dag) eða hlutfall af lifandi
þunga. Sama á einnig við hvort sem litið er yfir
allt tímabilið eða eingöngu á tilraunatímabilið
(10. tafla). Rétt er að benda á að hægt er að
reikna meðaltöl fyrir daglegt át á tímabilum (og
reyndar fleiri þætti) á tvo vegu. Annars vegar er
hægt að finna meðaltal tveggja vikna vigtartíma-
bila og eru slík meðaltöl merkt með * í töflum.
Á þennan hátt þá vegur hvert tímabil jafnt í
meðaltalinu þótt fóðurmagnið sé mjög mismun-
andi mikið. Flins vegar má nota heildarát yfir allt
tímabilið og deila í það með tjölda fóðurdaga. Á
þessa tvo vegu fást ekki nákvæmlega sömu tölur
en yfirleitt mjög sambærilegar.
Enginn munur var á milli stofna á hlutfalli
kjarnfóðurs af heildarfóðri en það var að með-
altali 14,9 og 16,4% eftir því á hvorn veginn það
er reiknað.