Fjölrit RALA - 15.05.1996, Side 32

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Side 32
30 Fóðurnýting og þungi nauta Á 16. mynd sjást einstakar mælingar á meðal- fóðurnýtingu nautanna í samhengi við þunga þeirra og aðhvarfslínur fyrir stofnana. Greinilegur munur er á milli stofna á fóðurnýtingu og þurftu íslensku kálfarnir að meðaltali 4,71 en blending- arnir 4,29 FE/kg vaxtar ef litið er á allt fóðrunar- tímabilið (14. tafla). Þessi munur milli stofna skýrist af hraðari vexti blendinganna og þar með styttri fóðrunartíma og minni hluti af fóðrinu fer þá eingöngu til viðhalds hjá gripunum. Þessi munur milli stofna hverfuref gögnin eru leiðrétt að jöfnum fóðrunartíma gripa (4,44 vs 4,53 FE/ kg; P=0,32). Fóðurnýting versnar með hækkandi slátur- þunga hjá báðum stofnum og skýrist það almennt af breyttri samsetningu þungaaukningar. Þegar gripir eldast (þroskast) eykst fitusöfnun á kostn- að vöðvaaukningar og vöxtur verður því orku- ríkari og vaxtarhraði minnkar. Samkvæmt að- hvarfslínunum hækkar hlutfallið FE/kg vöxt um 0,72 við 100 kg aukningu í lífþunga hjá ís- lensku gripunum en um 0,55 hjá blendingun- um. Eins og áður var nefnt í sambandi við vaxtar- hraða má skoða fóðurnýtingu bæði út frá meðal- ogjaðargildum. Breytileiki í, jnældri" jaðarfóður- nýtingu á hverju vigtartímabili reyndist þó mjög mikill svo einungis var hægt að reikna jaðargildin út frá fundnum meðalgildum á sama hátt og gert var við vaxtarhraða. Niðurstöður þar að lútandi má sjá í 15. töflu og á 17. mynd. Af nokkuð augljósum ástæðum þá versnar jaðarfóðurnýting mun meira en meðalfóðurnýting við aukinn þunga gripa og t.d. þarf 450 kg íslenskur kálfur um 8,1 FE til að bæta við sig einu kg í þunga eða væntanlega um 16 FE til að bæta við sig einu kg af kjöti. Þegar þessar tölur eru bornar saman við erlendar niðurstöður kemur í ljós að tölurnar fyrir blendingana eru ekki ósvipaðar þeim sem fundist hafa fyrir SDM og RDM naut í Dan- mörku. Fyrir hvert kg vaxtar þurfa þau naut um 3, 5 og 7 FE við 150, 300 og 450 kg lífþunga (jaðarfóðurnýting) (Anderson o.fl., 1983). Sam- bærilegar tölur fyrir blendingana í þessari rann- sókn voru 3,5; 5,1 og 6,8 FE (15. tafla). Hins vegar hafa íslensku nautin 10-20% lakari fóður- nýtingu, en það er aftur á móti mjög sambærilegt við Jersey-naut í Danmörku (Andersen og Ing- vartsen, 1987). Ekki kemur fram raunhæfur munur á fóður- nýtingu milli fóðurflokka, en hjá báðum stofnum virðist hún frekar versna við aukna kjarnfóður- gjöf ef eitthvað er. Þannig sýna hæstu punktarnir FE/kg vöxt Þungi, kg 16. mynd. Samhengi á milli þunga nauta og meðalfóðurnýtingar (FE/kg vöxt). 0 tslenskir: Meðalfóðurnýting, FE/kg = 1,XI + 7,22 x 10 ' x þungi; R2=0,84; Staðalfrávik=0,28. ♦ Blendingar: Meðalfóðurnýting, FE/kg = 1,99 + 5,53 x l(f' x þungi; R2=0,79; Staðalfrávik=0,26.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.