Fjölrit RALA - 15.05.1996, Qupperneq 47

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Qupperneq 47
45 tengist fyrst og muni á skrokkum og kjöti af gripum af holdakynjum, mjólkurkynjum eða blönduðum kynjum. Aðalmunurinn á kynjum er í vaxtarhraða og fóðurnýtingu, stærð og auk þess sem holdakynin safna meiri fitu utan á sig en mjólkurkynin inn í sig (Judge, M., 1989). Þetta kemur fram í fitumælingum, fituafskurði og nýrmör í tilrauninni. Þó getur breytileiki innan kynja stundum haft meiri áhrif en munur á milli þeirra. Þannig er það t.d. með RDM og SDM kynin í Danmörku. Innan þeirra stofna er mikill munur í kjötprósentu og gæðaflokkun sem byggir á vaxtarlagi, fltustigi og fitulit (Pedersen, J.W., 1982). Miklar breytingar verða á kjötgæðum með vaxandi þunga og aldri. Þroskun dýranna í full- vaxna gripi veldur mestu um þær breytingar. Kjötprósenta vex og gæðaflokkun batnar. Hlut- fall fitu eykst á kostnað beina. Kjötið verður rauðara, fitusprengdara, bragðmeira og seigara, sérstaklega lær- og bógvöðvar. Niðurstöðurefna- greininga í tilrauninni eru á annan veg en kjöt- mat og bragðgæði eru í samræmi við þessi atriði. Vaxandi fóðurstyrkur hefur áhrif til hækkunar á kjötprósentu og betri flokkunar. Fitusprenging svo og fituafskurður verður meiri. Niðurstöður tilraunarinnar eru í samræmi við það. Alls konar fita jókst með aukinni kjarnfóðurgjöf, þ.e. nýrmör, fita ofan á hrygg, og fituafskurður. Nýting og verðmæti eftir úrbeiningu fór einnig minnkandi. En hér gilda sömu fyrirvarar og áðan. Mæling á nýtingu byggir á vinnsluaðferð sem nýtir fitu mjög illa. Bóndinn fær hins vegar hærra innlegg og betri flokkun með vaxandi kjarnfóður- gjöf. Fita í afurðum vex t.d. í hryggvöðva og þau áhrif koma fram í meyrni og heildarbragð- gæðum. Þegar á heildina er litið má segja að niður- stöður kjötgæðamælinga séu í samræmi við niðurstöður í öðrum löndum. VI. HEIMILDIR Andersen, H.R & F. Strudsholm (1982). 0konomi og optimal afgangsvægt i ungtyreproduktionen. 1. Planlægning pá lang sigt. Meddelelse nr. 444 fra Statens Husdyrbrugsforspg. Andersen. H.R & F. Strudsholm (1982). 0konomi og optimal afgangsvægt i ungtyreproduktionen. 1. Planlægning pá kort sigt. Meddelelse nr. 445 fra Statens Husdyrbrugsforspg. Andersen, H.R., K.L. Ingvartsen, L. Buchter. K. Kous- gaard & S. Klastrup (1983). Slagtevægtens og foder- styrkens betydning for vækst, foderudnyttelse, slagte- og kbdkvalitet hos tyre og stude. 544. Beretning fra Statens Husdyrbrugsforspg. Andersen, H.R. og K. Lpnne Ingvartsen (1987). Effect of energy level, weight and castration on growth, feed conversion and carcass composition of cattle. I: Re- search in cattle production, Danish status and per- spectives; bls. 92-101. Det kgl. danske Landhus- holdningsselskab. 1987 Bragi L. Ólafsson (1972). Kálfaeldistilraunir. Ráðunauta- ráðstefna, 20-26 mars, 1972. Christensen, B. (1986). Fremgangsmade ved handels- mæssig opskæring og udbening af kreaturer. Kreaturer - Opskæring. Arbejde nr. 01.661. Slageri- ernes Forskningsinstitut. Guðjón Þorkelsson & Óli Þ. Hilmarsson (1994). íslenska kjötbókin. Handbók fyrir kjötkaupendur. Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins. Guðjón Þorkelsson & Ragnheiður Héðinsdóttir (1991). Vörulýsingar fyrir unnar kjötvörur. Fjölrit Rala nr. 150; 20-22. Halldór Eiðsson (1984). Skýrsla um framleiðslu nauta- kjöts af íslenskum gripum og Galloway-blendingum undan nautum úr Hrísey. Arbók landbúnaðarins 1983: 175-188. Ingvartsen, K. L0nne (1994). Forudsigelse af ad libitum foderoptagelsen hos voksende kvæg. Revision og videreudvikling af 86/87-systemet. 724. Beretning fra Statens Husdyrbrugsforspg. Ingvartsen, K. L0nne, H. Refsgaard Andersen & J. Foldager (1986). Foderoptagelse hos voksende kvæg. 614. Beretning fra Statens Husdyrbrugsforspg. Jensen, R.L. (1992). Faktorer der pavirker slagte- og ködkvalitet. Kreaturer - Avl og fodring. Arbejde nr. 01.649. Mödebilag. Slagteriernes Forskningsinstitut. Jón Viðar Jónmundsson (1994). Prsónulegar upplýsingar. Judge, M. (1989). Principles of Meat Science. Kendall/ Hunt Publishing Co., bls. 73. Lundgren, B. (1981). Handbok i Sensorisk Analys. SIK- Rapport nr. 470. Ólafur Stefánsson (1992). Holdanautastofninn í Hrísey. Skýrsla nr. 2, bls. 11-13. Páll Sigbjörnsson (1979). Samanburður á afurðasemi kálfa undan 4 holdanautum og kálfa undan nautum af íslensku mjólkurkúakyni gerður á Austurlandi 1975-1976. Freyr 75: 173-180. Pedersen, J.W. (1982). Köd som levnedmiddel. DSR Forlag, bls. 58-68.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.