Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 69
59
Fræ1997
Frærækt (132-1144)
Fræ var hirt af eftirtöldum stofnum í ágúst og september 1997.
Beringspuntur: Tumi var sleginn í stórreit.
Vallarsveifgras: Eiríkur rauði (RlPop 8905) var sleginn í stórreit.
Eiríki rauða og Tuma var sáð í nýja stórreiti.
Hnausasafn grasstofna, sem mynda stofnfræ, er nú varðveitt á Geitasandi og fræ tekið
af þeim stofnum sem fræ bera ár hvert.
Frærækt belgjurta
í fjölgunarreitum á Rangárvöllum eru nú innlendur hvítsmári og fjallalykkja. Einnig var
fræuppskera mæld í hvítsmárayrkinu HoKv9238 svo og í umfeðmingsflekki sem plantað var í
sumarið 1993. Borið var á reitina 15 kg P og 30 kg K á ha. Sæmilega góð frævun varð hjá
þessum tegundum en hart frost í annarri viku september tók fyrir frekari fræþroska. Fræið er
því illa þroskað. Fræuppskera var mæld á fjölgunarreitum og niðurstaðan er eftirfarandi:
kg/ha
8
16,6
4
6,6
Innlendur landgræðsluhvítsmári
Hvítsmárinn HoKv9238
Fjallalykkja
Umfeðmingur
Fræverkun (132-1170)
Allt fræ sem safnað er af starfsmönnum RALA er hreinsað í fræhreinsunarbúnaði sem nú
hefur verið komið fyrir á Korpu. Rófufræ var hreinsað fyrir fræræktarbónda. Lerkifræ var
hreinsað og flokkað 1995 fyrir Skógrækt ríkisins og Héraðsskóga. Það fræ sem ekki náðist úr
könglum með hefðbundnum aðferðum náðist með því að tæta könglana niður og hreinsa eftir
það. Birkifræ var hreinsað fyrir Landgræðslu ríkisins.
Verkun víðifræs (132-9356)
Hafið er rannsóknaverkefni í samvinnu við Rannsóknastöð Skógræktar Ríkisins að Mógilsá
og Landgræðslu ríkisins þar sem markmiðið er að nýta innlendan víði í landgræðslu. Hlutur
RALA er að finna aðferðir til að safna, verka og geyma víðifræ í meira en eitt ár.
Rannsóknimar hófust í júlí 1997 með fræsöfnum og verkunartilraunum.
Frærækt innlendra landbótaplantna (132-9346)
Verkefnið hófst með sáningum á belgjurtum í þrjár tilraunir á Suðurlandi, þar sem ætlunin er
að kanna áhrif áburðargjafar og vorblómstrandi plantna. Fylgst með afráni skordýra á fræi og
smáplöntum. Frævarar sem heimsóttu belgjurtimar vom greindir til tegunda.
Frærannsóknir (185-1105)