Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 75

Fjölrit RALA - 06.06.1998, Page 75
65 Möðruvellir 1997 Áhrif sláttutíma vallarfoxgrass áfóðrunarvirði þess fyrir mjólkurkýr Vallarfoxgrasið á Efstumýri var slegið á þremur sláttutímum til þess að meta hvaða áhrif það hefur á fóðrunarvirðið fyrir mjólkurkýr. Heyi var rúllað og reyndist vera með 34-42% þurrefni í hirðingarsýnunum. Notaður var örbylgjuofn til þess að ákvarða hirðingartímann þannig að allir sláttutímar hefðu svipað þurrkstig í rúllunum. Óþurrkar settu nokkurt strik {reikninginn á 1. sláttutímanum, en meðalfjöldi daga á velli var um 2 dagar. Meltanleiki og prótein í hirðingarsýnum sem fall af sláttutíma er sýndur á meðfylgjandi mynd. Tilraunin í fjósinu hófst í mars 1998 og fyrstu niðurstöður verða væntanlega kynntar á Ráðunautafundi 1999. Kolvetni í rúlluböggum (185-9339) í geymsluþolstilraun með rúllubagga frá vetrinum 1996-1997 voru taldar mismunandi gerðir örvera í sýnunum á fjórum tímum, eftir 1 dag í rúllu, 14 daga, í lok nóvember og loks í lok apríl. Gerlarannsóknin var framkvæmd af Jóhanni Örlygssyni við Háskólann á Akureyri. Grunnætið sem notað var til þess að finna út fjölda baktería innihélt öll helstu steinefni og vítamín sem örverur þurfa. Tífaldar þynningar voru gerðar á sýnunum í þessu grunnæti (upp í 10'9). í þetta grunnæti var síðan bætt út í glúkósa (20 mM) til þess að finna fjölda glúkósasundrandi baktería, peptíðblöndu (4 g/1) til þess að finna fjölda prótein-sundrandi baktería og cellulósapappír (Whatmat filterpappír) til þess að finna fjölda cellulósasundrandi baktería. Þessir þrír hópar örvera voru ræktaðir við loftfirrðar aðstæður og fjöldi örvera fundinn með þriggja glasa kerfi MPN-aðferðarinnar (most probable number). Fjöldi ger- og myglusveppa var fundinn með því að rækta þynnt sýni á sérhæfðu æti fyrir slíkar örvemr (loftháð á petriskálum) og talið beint. Ræktað var við 20°C og tölumar gefa okkur log(fjölda örvera) í hverju grammi þurrefnis. Glúkósa- Prótein- Sellulósa- Gersveppir Myglu- sundrendur sundrendur sundrendur sveppir Sveifgr. Rýgr. Sveifgr. Rýgr. Sveifgr. Rýgr. Sveifgr. Rýgr. Sveifgr. Rýgr. Dagur 1 5,8 5,4 3,1 4,6 <2,0 <2,0 3,0 2,6 2,6 <1,5 Dagur 14 7,6 5,4 3,1 4,6 <2,0 <2,0 3,0 2,6 2,6 <1,5 Nóvember 7,2 7,6 5,6 5,8 2,2 <2,0 <1,5 2,1 <1,5 2,7 Aprfl 7,0 8,4 5,1 6,5 2,3 2,3 <1,5 3,5 1,8 3,3 Sumarið 1997 hófst svo ný tilraun með svipuðu sniði þar sem tekin vom sýni af vallarfoxgrasi á þremur mismunandi þroskastigum með jöfnu millibili allt fram í marslok 1998. Hitamælar vom hafðir í rúllum af miðlungsþroskastiginu, sem geymdar vom við þrenns konar aðstæður, undir suðurvegg, undir norðurvegg og innandyra. í sýnunum er mælt sýmstig, ammoníak, etanól, lífrænar sýmr og sykmr.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.