Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 6
Ef áformin ganga eftir yrði tekið á móti fyrstu gestum árið 2022. Í bréfi félagsins er sagt að hverfið sé nú þegar mjög aðþrengt og skorið af stórum umferðaræðum. Það sár- vanti grænt svæði í hverfið NÁTTÚRUVÁ Verið er að taka saman hversu margir íbúar búa nú á hættu- svæði C á Flateyri og hversu margir innan ítrustu rýmingarmarka sam- kvæmt nýju hættumati Veðurstof- unnar vegna snjóflóða. Samkvæmt fyrra mati var enginn íbúi á hættu- svæði C. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur hættu- og rýmingar- svæðið verið stækkað umtalsvert og nær nú langt inn í byggðina. „Það var ákveðið áfall að sjá að garðarnir eru ekki að verja byggðina að öllu leyti,“ segir Birgir Gunnars- son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Ef það skapast aðstæður þar sem þarf að fara í rýmingu er það nú komið í ákveðið ferli.“ Tveir kynningarfundir hafa verið haldnir fyrir íbúa Flateyrar, með Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni og Verkís, sem hafa unnið að tillögum til úrbóta á varnarmannvirkjum. Birgir segir verkefnið þríþætt. Í fyrsta lagi sé það að bæta mann- virkin til að verja byggðina, í öðru lagi að verja höfnina og í þriðja lagi að verja veginn til og frá þorpinu. Þegar sé búið að setja sérstakan mælibúnað upp í hlíðina sem Veðurstofan fylgist með. Ef slæmar aðstæður skapast kviknar á ljósum við höfnina og veginn. Birgir segir tillögur að fram- kvæmdum þegar komnar fram og felist í að hækka núverandi varnar- garð, bæta við vörnum ofar í hlíð- inni, taka landið niður sitt hvorum megin við garðinn og byggja sér- stakan garð fyrir höfnina. „Þá má færa rök fyrir því að núverandi garður hafi beint flóðinu í höfnina og gert það kraftmeira,“ segir Birgir um það flóð sem féll úr Skollahvilft í janúar síðastliðnum. Hvað veginn varðar hafa þær til- lögur komið upp að byggja vegskála á þeim kafla sem er á hættusvæði eða færa veginn á landfyllingu út í sjó. Telur Birgir þá leið líklegri. Kostnaðartölur liggja ekki fyrir og heldur ekki tímasetningar. „Það sem brennur á fólki er hvenær verði farið í framkvæmdir,“ segir Birgir. „Frá því að ákvörðunin er tekin má gera ráð fyrir einu og hálfu ári því verkefnið þarf að fara í umhverfis- mat og alla þessa hefðbundnu ferla.“ Þangað til sé hins vegar hægt að styrkja núverandi garða til þess að verja byggðina betur. Umtalsvert minna umstang sé í kringum það. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að styrkja núverandi garða á næsta ári,“ segir Birgir. kristinnhaukur@frettabladid.is Áfall að varnargarðar verji ekki byggð betur Unnið er úr tillögum til að bæta snjóflóðavarnir á Flateyri. Verið er að reikna út hversu margir búi innan hættu- og rýmingarsvæðis. Hægt er að styrkja garða á næsta ári en stærri framkvæmdir hefjast ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Stór hluti Flateyrar er nú inni á hættusvæði C vegna snjóflóða og á rýmingarsvæði. MYND/HAUKUR SIGURÐSSON Það var ákveðið áfall að sjá að garðarnir eru ekki að verja byggðina að öllu leyti. Birgir Gunnars- son bæjarstjóri SKIPULAG „Mikilvægt er að hafa í huga að hverfið er ekki ríkt af grænum svæðum. Sú hugmynd að ráðast í byggingu á skilgreindu grænu svæði, sem er nú þegar mjög takmarkað, er aðgerð sem íbúasam- tökin geta ekki fallist á,“ segir í bréfi íbúasamtaka Háaleitis um fyrirhug- aða uppbyggingu í Safamýri. Umhverf is- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynn- ingarfund þann 11. nóvember fyrir fulltrúa íbúaráða um breytingartil- lögur á aðalskipulagi Reykjavíkur. Þar voru nefndar hugmyndir um byggingaráform á íþróttasvæði Fram í Safamýri. Í málf lutningi fulltrúa sviðsins kom meðal annars fram sú hug- mynd að byggja íbúðir á íþrótta- svæði Fram í ljósi þess að Fram sé að f lytja starfsemi sína úr Safa- mýrinni. Þeirri uppbyggingu mót- mæla íbúasamtökin, foreldrafélag Álftamýrarskóla og stjórnendur leikskólans Álftaborgar. Foreldrafélagið lýsir yfir ein- dreginni andstöðu við þessa fyrir- ætlan borgarinnar. Í bréfi félags- ins er sagt að hverfið sé nú þegar mjög aðþrengt og skorið af stórum umferðaræðum. Það sárvanti grænt svæði í hverfið. Stjórnendum í leikskólanum Álftaborg hugnast ekki heldur byggingaráform á þessu svæði og leggjast gegn tillögunni. Reykjavíkurborg kynnti í gær svokallað græna plan sem á að ná til ársins 2030, meðal annars um þrjú ný grænustu hverfi sem hafa risið í borginni. Á sama tíma ætlar borgin að byggja yfir eina græna svæði við Kringluna. – bb Íbúar leggjast gegn meiri íbúabyggð í Safamýrinni GETUM BÆTT VIÐ OKKUR VERKEFNUM! Parketlögn Uppsetning á innréttingum Ísetning á hurðum og gluggum ásamt allri almennri smíðavinnu Gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu. Ívar Guðmundsson – sími: 769 1049 Steve Roberts – sími: 772 2612 – steve@prverk.is EYJAFJÖRÐUR Áform eru uppi um að byggja glæsilegan baðstað í landi Ytri-Varðgjár, skammt frá Vaðlaheiðargöngum í Eyjafirði. Yrði heitt vatn leitt að staðnum með um tveggja kílómetra langri lögn í sam- starfi við Norðurorku. N4 greindi fyrst frá áformunum. Eignarhaldsfélagið Skógarböð er á bak við verkefnið en í forsvari fyrir félagið eru hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðal- björnsson. Áhersla verður á að allt rask verði í lágmarki og að baðstaðurinn falli sem best að landslaginu. Sveitar- stjórn Eyjafjarðarsveitar hefur þegar samþykkt að kynna breyting- ar á deiliskipulagi og aðalskipulagi en ef áformin ganga eftir yrði tekið á móti fyrstu gestum árið 2022. Í samtali við N4 segjast hjónin hafa fengið afar jákvæð viðbrögð Nýr baðstaður við Vaðlaheiðargöng Baðstaðurinn yrði skammt frá Vaðlaheiðargöngunum FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN við verkefninu en gert sé ráð fyrir að 180 manns geti heimsótt bað- staðinn í einu. Húsnæðið verði um 600 fermetrar að stærð og laugarnar alls um 400 fermetrar. – bþ 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.