Fréttablaðið - 02.12.2020, Page 12
Collagen skin með
íslenskum þörungum
Collagen liðamót
Öflug blanda fyrir liði
og betri líðan
Kröftug virkni Nýtt frá
ICEHERBS
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum,
apótekum og heilsuvöruverslunum.
120 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
Fyrir liðina
+ túrmerik, magnesíum
& C-vítamín
collagen liðam
120 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
collagen skin
Fyrir húðina
með íslenskum þörungum
+ C-vítamín
2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Í hópi bestu liða Evrópu á EM á ný
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Englandi sumarið 2022.
Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands gegn Ungverjalandi og úrslit í öðrum leikjum í undankeppni mótsins sem leiknir voru í gær.
SPORT
Fimm af sex mörkum
Eyjameyjarinnar Berglindar
Bjargar fyrir íslenska
kvennalandsliðið hafa
komið á útivelli.
FÓTBOLTI „Við vorum að ljúka und
ankeppni sem við erum afar ánægð
með, að ljúka þessu með nítján stig
er frábært. Það hefur verið mikill
stígandi í spilamennskunni alla
undankeppnina og við náum að
klára þetta á sex stigum á útivelli
sem er frábært,“ sagði glaðbeittur
Jón Þór Hauksson, þjálfari kvenna
landsliðsins, þegar Fréttablaðið
spjallaði við hann eftir leikinn í gær.
Örlögin voru þó ekki alveg í þeirra
höndum lengur og fylgdist liðið því
spennt með leikjum gærkvöldsins á
hótelinu.
„Við munum fylgjumst með
leikjunum. Það er auðvitað spenna
í hópnum en við erum búin að gera
allt sem í okkar valdi stendur til
að komast á EM. Við ætlum því að
reyna að njóta þess að vera saman
og fagna lokum þessarar undan
keppni. Þetta er síðasta verkefni
ársins og það er löng undankeppni
að baki.“
Aðspurður hvernig hugarfar leik
manna hefði verið í aðdraganda
leiksins hrósaði Jón Þór leikmönn
um sínum.
„Hugarfarið hefur verið til fyrir
myndar. Það hefur gengið á ýmsu í
aðdraganda þessara leikja og þetta
hefur verið erfitt. Skipulagið var
ekki eins og við höfum vanist en
leikmennirnir náðu að leysa þau
vandamál eins og í sögu. Eins og í
öðrum góðum liðum þá virðist mót
læti styrkja þetta lið,“ sagði Jón Þór
og hélt áfram:
„Við erum að spila seinni leikinn
í desember sem ekki ákjósanlegur
tími. Ég hreinlega efast um Ísland
hafi spilað marga leiki í desember í
sögunni.“
Það tók tíma að brjóta niður varn
armúr Ungverjanna í gær en Jón Þór
segir að það hafi ekkert farið um
þjálfarateymið þegar staðan var enn
markalaus á sextugustu mínútu.
„Ég myndi ekki segja að það hafi
farið um mig því ég var alltaf viss
um að við myndum vinna leikinn.
Við töluðum um það í hálfleik að
það hafi vantað herslumuninn til að
skapa góð færi í fyrri hálfleik en við
vorum að spila á móti mjög öguðu
liði,“ sagði Jón Þór og hrósaði Berg
lindi fyrir markið sem skildi liðin að.
„Það þurfti stórkostlegt ein
staklingsframtak frá Berglindi til
að brjóta þær niður. Þetta var stór
kostlegt mark sem Berglind skorar
og sýnir hvaða einstaklingsgæði við
erum með í þessu liðið“ – kpt
Mótlæti eflir þetta lið
Jón Þór fagnar með leikmönnum sínum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/MLSZ.HU
FÓTBOLTI Berglind Björg Þorvalds
dóttir tryggði Íslandi 10 sigur þegar
liðið sótti Ungverjaland heim í loka
umferðinni í Friðli í undankeppni
EM 2022 í knattspyrnu kvenna til
Búdapest í gær. Þessi sigur tryggði
íslenska liðinu sæti á lokakeppni
Evrópumótsins en liðið mun þar
af leiðandi leika á þeim vettvangi í
fjórða sinn í sögunni.
Sigurmark Berglindar Bjargar var
það sjötta í landsliðsbúningnum
en hún skoraði einnig markið sem
kom íslenska liðinu á bragðið í sigr
inum gegn Slóvakíu í leiknum þar
á undan. Berglind kann augljós
lega betur við sig á útivöllum en á
Laugardalsvellinum en fimm af
sex mörkum hennar hafa komið á
erlendri grundu.
Ísland fékk 19 stig í riðli sínum en
ljóst var fyrir leikinn að liðið myndi
hafna í öðru sæti riðilsins. Eftir að
leikmenn íslenska liðsins höfðu
klárað sitt dagsverk hófst bið eftir
því að fá úr því skorið hvort úrslit í
leikjum annarra riðla myndu fleyta
liðinu beint í lokakeppni mótsins.
Úrslit þeirra leikja sem skiptu
máli voru íslenska liðinu í hag og
forráðamenn KSÍ geta farið að bóka
farseðlana til Englands og hefja
undirbúning fyrir fjórða Evrópu
mótið í röð hjá liðinu.
Eins og staðan er núna er Ísland í
efsta sæti yfir þau lið sem sitja í öðru
sæti riðlanna níu í undankeppninni
en þrjú efstu liðin fara beint í loka
keppnina. Ísland getur ekki hafnað
neðar en í efstu þremur sætunum
óháð því hvernig lokaleikir undan
keppninnar sem spilaðir verða í
febrúar fara.
Sara Björk Gunnarsdóttir og
Sandra Sigurðardóttir sem léku
allan leikinn fyrir íslenska liðið
gegn Ungverjalandi í gær voru í
leikmannahópi liðsins sem fór á
EM 2009 og Rakel Hönnudóttir
sem kom inn á sem varamaður í
leiknum var einnig í þeim hópi.
Hólmfríður Magnúsdóttir sem
kom aftur inn í íslenska lands
liðið í tapinu gegn Svíþjóð fyrr í
þessari undankeppni var sömu
leiðis í hópnum á EM 2009 sem og
Sif Atladóttir og Fanndís Friðriks
dóttir sem leikið hafa með íslenska
liðinu í þessari undankeppni en
eru í barneignarleyfi og Guðbjörg
Gunnarsdóttir sem er nýfarin að
spila aftur með félagsliði sínu eftir
að hafa eignast tvíbura.
Góð blanda er í leikmannahópi
íslenska liðsins þessa stundina
hvað aldur varðar en inn í hópinn
í þessari undankeppni hafa komið
ungir leikmenn á borð við Alex
öndru Jóhannsdóttur, Karólínu
Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi
Jane Jónsdóttur og fengið stórt
hlutverk í liðinu.
hjorvaro@frettabladid.isMiðvarðarparið Ingibjörg og Glódís Perla fagnar í leikslok. MYND/MLSZ.HU