Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 22
Stórnotendur raforku á Íslandi kaupa nú þegar ETS-eining- ar á markaði [...]. Íslenska ríkið fær ákveðinn hluta þeirra greiðslna. Norðmenn hafa nýtt sér heimild til að láta hluta af söluandvirði þessara eininga renna til orkufreks iðnaðar. Þá leið gætum við líka farið. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 ✿ Heimsmarkaðsverð áls frá ársbyrjun 2015 ($/tonn) 2.1.15 2.1.16 2.1.17 2.1.18 2.1.19 2.1.20 La n d s v i r k j u n h e f u r komið því á framfæri við atvinnuvegaráðu-neytið að tryggja verði getu íslenska ríkisins til að styðja við orkufrekan iðnað með sama hætti hér á landi og gert er í Noregi, svo að tryggja megi samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi. Norskir álframleiðendur munu á þessu og næsta ári fá sem nemur á bilinu tíu til tólf dollara á hverja notaða megavattstund til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kolefnislosunar frá norska ríkinu á næsta ári, en norska stórþingið hefur málið nú til meðferðar. Engar líkur er á öðru en að málið fái sam- þykki þingsins, enda um að ræða framlengingu á fyrirkomulagi sem þegar er í gildi. Samþykki Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) liggur þó ekki enn fyrir. Endurgreiðslur vegna kostnaðar sem tengist kolefnislosun (ETS-einingum) hafa tíðkast í Noregi allt frá árinu 2013, en hækkandi verð á ETS-einingum frá árinu 2018 hefur aukið getu norskra stjórnvalda til að styðja við orkufrekan iðnað í Noregi. Allt fram til ársins 2013 gátu ríki innan ESB og á Evrópska efnahags- svæðinu úthlutað ETS-einingum ókeypis til raforkuframleiðenda. Síðan þá hafa raforkuframleið- endur þurft að kaupa einingarnar. Undir þeim aðstæðum þar sem raf- orkuframleiðendur þurftu að kaupa einingarnar skapaðist hætta á því að mengandi iðnaður flyttist til svæða utan EES þar sem ekki eru gerðar jafnríkar kröfur í umhverfismálum. Þessi hætta hefur verið kölluð kol- efnisleki. Markmið ETS-kerfisins er að skapa hagrænan hvata til að draga úr mengun, en ef framleiðsla færist til svæða þar sem minni umhverfis- kröfur eru gerðar, má vart segja að löggjöf um ETS-kolefniskvóta nái markmiði sínu, heldur þvert á móti. Til að mæta vandamálinu hefur ESB samþykkt reglur um ríkisað- stoð til orkufrekra fyrirtækja í formi endurgreiðslu vegna kaupa á ETS- einingum. Tilgangur þessara reglna er að hjálpa þeim fyrirtækjum sem mættu stórauknum orkukostnaði vegna ETS-kerfisins. Uppfylla þarf tvö skilyrði – í fyrsta lagi að við- komandi fyrirtæki keppi á heims- markaði, þar á meðal við fyrirtæki utan Evrópska efnahagssvæðisins. Í öðru lagi að raforkunotkun við rekstur sé mjög mikil. Einsýnt er að álframleiðendur uppfylla bæði skilyrði. Væntingar norskra álfram- leiðenda fyrir næsta ár eru að þetta endurgreiðslukerfi muni koma þeim mjög til góða, sökum síhækkandi verðs ETS-eininga. Norsk Hydro hefur þannig ákveðið að ræsa á ný framleiðslulínur í Husnes í Noregi sem hafa legið í dvala í meira en ára- tug. Hærra ETS eykur endurgreiðslur Samkvæmt reglum ESB um endur- greiðslur til stórnotenda vegna kostnaðar tengds kaupum á ETS- einingum miðast endurgreiðslurnar að talsverðum hluta við hvert verð á kolefniskvóta er hverju sinni. Á ára- bilinu 2013 til 2017 sveiflaðist verð ETS-eininga á milli þriggja og átta evra á hvert tonn, en frá árinu 2018 hefur það hækkað snarpt og stendur nú í 25 evrum á tonnið. Heimild norska ríkisins – og annarra ríkis- stjórna innan EES sem nýtt hafa sér heimild ESB til endurgreiðslna af þessu tagi – hækkar þannig með hækkandi verði á kolefniskvóta. Spá greiningar f y rirtækisins Argus Media gerir ráð fyrir því að Stóriðjan njóti sömu kjara og í Noregi Miðað við núverandi verð á ETS-kolefniskvótaeiningum munu norsk álver fá ríflega endurgreiðslu frá norska ríkinu vegna útgjalda við kaup á mengunarkvóta. Landsvirkjun vill að búið sé svo um hnútana að íslensk stóriðja njóti sömu hlunninda hér á landi. Samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju er ógnað ef íslensk stóriðja nýtur ekki sömu endurgreiðslna og sú norska að mati Landsvirkjunar. MYND/STÍGUR Álverð yfir 2.000 dollara í fyrsta sinn frá 2018 Heimsmarkaðsverð á áli skreið yfir 2.000 dollara markið á þriðjudag í þessari viku, í fyrsta sinn síðan í október 2018. Hækk- andi álverð er einkum rakið til aukinnar eftirspurnar í Kína, en byggingargeirinn þar í landi hefur hjarnað við á síðustu mán- uðum. Financial Times greinir frá því að eftirspurn eftir stáli, sementi og áli hafi aukist um tíu til þrettán prósent í október síðastliðnum, samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Álverð hefur nú hækkað um hartnær 40 prósent frá því að það náði sínu lægsta gildi í rúmlega 1.400 doll- urum fyrir tonnið í apríl á þessu ári. Frá ársbyrjun hefur álverð hækkað um ríflega 11 prósent. Norsk Hydro endur- ræsir gamlan kerskála Norski álframleiðandinn Norsk Hydro tilkynnti fyrir skömmu að framleiðsla yrði aukin í álveri fyrirtækisins við Husnes í vesturhluta Noregs, miðja vegu milli Bergen og Stavanger. Álverið hefur verið keyrt á hálfri afkastagetu frá árinu 2009 framleitt tæplega 100.000 tonn á ári. Slökkt var á annarri fram- leiðslulínu af tveimur í kjölfar fjármálahrunsins 2008, en hrunið hafði meðal annars þær afleiðingar að álverð lækkaði hratt. Norsk Hydro fyrirhugar nú að fullnýta 195.000 tonna framleiðslugetu álversins við Husnes. Í fréttatilkynningu Norsk Hydro vegna málsins er tekið fram að eftirspurn eftir áli sé tekin að glæðast á ný, en ákvörðunin um framleiðslu- aukningu nú sé ekki síst vegna væntinga um að Noregur muni halda áfram að nýta sér ETS- endurgreiðslukerfi sem verður til mikilla hagsbóta fyrir orku- frekan iðnað þar í landi. Af þeim sex álverum sem starfandi eru í Noregi eru fimm í eigu Norsk Hydro. Samanlögð framleiðslu- geta Norsk Hydro í Noregi er tæplega 1,4 milljónir tonna á ári. Stærsta álver Evrópu er álver Norsk Hydro í Sunndal, en árleg framleiðslugeta þess er um 400 þúsund tonn á ári. Sjötta álverið í Noregi er í eigu Alcoa, en framleiðslugeta þess er 127 þúsund tonn á ári. Árleg álframleiðsla í Noregi er því ríflega 1,5 milljónir tonna, en í samanburði er hámarksfram- leiðslugeta íslensku álveranna þriggja tæplega 870 þúsund tonn. Þó að Noregur fram- leiði margfalt meiri raforku en Ísland, eru löndin tvö því ekki svo langt hvort frá öðru þegar kemur að framleiðslugetu á áli og eru sannarlega beinir keppi- nautar þegar kemur að upp- runavottorðum raforku sem nýtt er til álframleiðslu. verð á ETS-einingum geti náð allt að 65 evrum á tonnið að tæpum tíu árum liðnum, svo að ljóst er að um mikla hagsmuni er að tefla. Talið er að núverandi verð á ETS-einingum muni skila sér í endurgreiðslu upp á tíu til tólf dollara fyrir hverja nýtta megavattstund til norskra álfram- leiðenda. Raforkusamningar til stór- notenda eru nú í boði í kringum 30 dollara á megavattstundina í Noregi. Að frádreginni ETS-endurgreiðslu er ljóst að orkukostnaður norskra álframleiðenda yrði meira en sam- keppnishæfur við Ísland, en Lands- virkjun hefur sagt að kostnaðarverð raforkuframleiðslu fyrirtækisins sé á bilinu 28 til 35 dollarar á megavatt- stundina. Samkeppnishæfni í húfi Talið er að ESA muni birta ákvörðun sína um nýjar reglur um ETS-endur- greiðslur á árunum 2021 til 2030 áður en árið er úti. Landsvirkjun skrifaði atvinnuvegaráðuneytinu bréf vegna málsins 19. nóvember síð- astliðinn, en þar segir meðal annars: „Gæta verður hagsmuna íslenskra fyrirtækja í því samhengi og tryggja það að reglurnar í ákvörðun ESA fyrir tímabilið 2021 til 2030 séu sam- bærilegar fyrir Ísland og Noreg. Ef ESA ákvarðar að verðsamleitni sé til staðar og að norska ríkið geti haldið áfram að endurgreiða út úr sjóðum vegna ETS-kerfisins til stórnotenda raforku á tímabilinu, verður að gæta þess að slíkt hið sama sé mögulegt fyrir íslensk stjórnvöld. Lands- virkjun óskar eftir því að ráðuneytið skoði hvernig best verða tryggðir hagsmunir Íslands og samkeppnis- hæfni í þessu máli með það að mark- miði að sömu reglur gildi hér og í Noregi.“ Verðsamleitnin sem þarna er vísað til snýr að því hvort orku- verð í Noregi ráðist meðal annars af verðþróun á meginlandi Evrópu. „Í ljósi þess að núverandi lang- tímasamningar raforku til stórnot- enda eru gerðir á markaðskjörum og sumir hafa verðtengingu við evrópska orkumarkaði má færa rök fyrir því að ETS hafi áhrif til hækkunar á orkuverði á Íslandi með sambærilegum hætti og það hefur í Noregi,“ segir jafnframt í bréfi Landsvirkjunar til atvinnu- vegaráðuneytisins. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoð- arforstjóri Landsvirkjunar, segir að ef Norðmenn geti sýnt fram á það gagnvart ESA að ETS-viðskipta- kerfið hafi haft áhrif til hækkunar á raforkuverði til stórnotenda í Noregi eigi sömu reglur að gilda hér á landi, til að tryggja fyrirtækjum hér jafna stöðu. „Stjórnvöld á Íslandi verða því að tryggja að sömu leikreglur gildi hér og í Noregi. Við vorum ekki með þessar heimildir til endurgreiðslu á tímabilinu 2013 til 2020, en það skipti minna máli þá þar sem verðið á ETS-einingum var miklu lægra,“ segir Kristín Linda. „Stórnotendur raforku á Íslandi kaupa nú þegar ETS-einingar á markaði vegna los- unar þeirra hér á landi. Íslenska ríkið fær ákveðinn hluta þeirra greiðslna. Norðmenn hafa nýtt sér heimild til að láta hluta af söluandvirði þess- ara eininga renna til orkufreks iðn- aðar. Þá leið gætum við líka farið,“ útskýrir Kristín Linda. 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.