Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 8
Það er enginn
staður í þessu landi
fyrir samtök sem sá hatri og
vinna að upprisu nasista-
ríkis.
Horst Seehofer,
innanríkisráð-
herra Þýskalands
BRASILÍA Aðfaranótt þriðjudags
vöknuðu íbúar í borginni Cricriuma
í Brasilíu upp við það sem líktist
helst stríðsástandi. Tugir vopnaðra
manna skutu af riff lum sínum og
lokuðu vegum með sérútbúnum
bílum og tóku gísla. Þetta voru hins
vegar ekki skæruliðar eða hryðju
verkamenn heldur bankaræningjar.
Eftir þriggja klukkutíma umsáturs
ástand og bardaga við lögregluna
hurfu þeir á brott en skildu mikið
magn peningaseðla eftir á torgi í
miðborginni.
„Ég veit ekkert hvaðan þeir komu
en þeir voru atvinnumenn. Ekkert í
líkingu við þetta hefur komið fyrir
borgina okkar,“ sagði Clesio Salv
aro bæjarstjóri við útvarpsstöðina
Radio Gaucha.
Árásin hófst á miðnætti í borg
inni sem er á suðurströnd Brasilíu
og með rúmlega 200 þúsund íbúa.
Cricriuma er langt frá því að vera
f jármálamiðstöð en borgin er
einna þekktust fyrir leirkeragerð
og námagröft.
Skotmark ræningjanna var útibú
Banco do Brasil, stærsta banka
landsins, og f leiri útibú í miðborg
inni. Þeir höfðu undirbúið árásina
vel og létu fyrst til skarar skríða
annars staðar. Fyrst kveiktu þeir í
jarðgöngum nálægt borginni til að
teppa umferð og koma í veg fyrir
að lögreglan gæti sótt liðsauka. Þá
réðust þeir með skothríð á lögreglu
stöðina sjálfa.
Fleiri vegum var lokað, annað
hvort með sérútbúnum bifreiðum
eða með því að neyða gísla sem þeir
tóku til að standa á miðjum vegum.
Í útvarpinu hvatti Salvaro borgar
búa til þess að halda sig heima og
láta lögregluna sjá um málið. Hins
vegar höfðu ræningjarnir miðborg
Cricriuma algerlega á sínu valdi.
Skothríðin og sprengingarnar
dundu meðan þeir brutust inn í
bankahvelfingar og sóttu pening
ana.
Ekki hefur fengist staðfest hversu
margir ræningjarnir voru en þeir
voru að minnsta kosti þrjátíu
og voru vopnaðir herriff lum og
sprengjuvörpum. Þeir keyrðu inn
og út úr borginni í tíu lúxusbifreiða
lest og voru ekkert að f lýta sér.
Enginn þeirra var handsamaður.
Merkilegt nokk lést enginn í ráninu
en öryggisvörður og lögreglumaður
slösuðust. „Við höfum aldrei séð
neitt þessu líkt,“ sagði Victor Bianco
Cruz, lögreglustjóri Cricriuma.
Talsmenn Banco do Brasil hafa
ekki gefið upp hversu miklum pen
ingum ræningjarnir náðu. En tals
vert magn peningaseðla var skilið
eftir á torgi og dreift um göturnar
líkt og sjálfur Hrói höttur hefði
verið á ferð. Almenningur f lykkt
ist út á götur til að hrifsa seðlana
og voru fjórir handteknir eftir að
hafa tekið samanlagt 800 þúsund
real, eða um 20 milljónir íslenskra
króna.
Minni borgir í Brasilíu hafa áður
orðið ræningjum og gengjum að
bráð og dæmi eru um að þeir fari
einnig yfir landamærin. Ránið í
Cricriuma er mun umfangsmeira og
skipulagðara en áður hefur þekkst
og líktist einna helst stríðsástandi.
Sögusagnir eru uppi um að ræningj
arnir hafi tilheyrt klíku sem kallast
Primeiro Commando da Capital, en
það hefur ekki fengist staðfest.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Bankaræningjar náðu valdi á
miðborg í þrjá klukkutíma
Að minnsta kosti þrjátíu bankaræningjar, vopnaðir herrifflum og sprengjuvörpum, tóku miðborg
Cricr iuma í Suður-Brasilíu á sitt vald í fyrrinótt. Eftir þriggja klukkutíma umsátursástand höfðu þeir sig
rólega á brott og dreifðu miklu magni peningaseðla til almennings eins og Hrói höttur frá Skírisskógi.
Lögreglan safnar saman peningunum sem ræningjarnir dreifðu um borgina.Almenningur flykktist út á götur til að grípa seðlana. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis á COVID-19 ári
Fjárfestingar Gildis
Önnur mál
Hægt verður að horfa á fyrirlestra á netinu og senda fyrirspurnir
á frummælendur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins
verða birtar á heimasíðu sjóðsins viku fyrir fund.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs
3. desember klukkan 16:00
Gildi–lífeyrissjóður
Rafrænn sjóðfélaga-
og fulltrúaráðsfundur
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is
K Í N A K í nve r s k a g e i m f a r i ð
Chang'e5 lenti á tunglinu í gær í
för sinni til að safna sýnum af yfir
borðinu. Þetta er í þriðja skipti sem
Kínverjar lenda fari á tunglinu.
Farinu var skotið á loft á miðviku
daginn og er ætlað að sækja tvö til
fjögur kíló af tunglsteinum. Það er
talsvert meira en í síðustu för Sovét
ríkjanna til tunglsins fyrir 44 árum
þar sem 200 grömm voru flutt aftur
til jarðar.
Næstu dagar munu fara í að skoða
umhverfi tunglfarsins og safna
sýnum, en það er meðal annars
útbúið myndavél, litrófsmæli, bor
og skóflu.
Þegar sýnatöku er lokið verður
farinu skotið aftur á loft þar sem
það mun tengjast öðru fari á spor
baug um jörðu. Förin munu svo
lenda aftur á jörðinni um miðjan
desember.
Bandaríska geimferðastofnunin
NASA hefur óskað Kína til ham
ingju með vel heppnaða ferð. – atv
Sýnataka er
hafin á tunglinu
Chang’e-5 er þriðja ómannaða
geimfar Kína sem lendir á tunglinu.
ÁSTRALÍA Kínverjar neita að biðja
Ástrali afsökunar vegna dreifingar
háttsetts ráðamanns á umdeildri
mynd.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
var um að ræða sviðsetta mynd
af áströlskum hermanni þar sem
hann heldur hnífi að hálsi afgansks
drengs.
Myndin er tilvísun í niðurstöður
nýlegrar skýrslu þar sem haldið var
fram að ástralskir hermenn hefðu
drepið 39 óbreytta borgara og fanga
í Afganistan.
Kínverjar hafa ekki beðist afsök
unar og saka Ástrali um að „beina
athygli almennings“ frá meintum
stríðsglæpum þeirra í Afganistan.
– atv
Biðjast ekki
afsökunar
ÞÝSKALAND Yfir 180 lögreglumenn
tóku þátt í aðgerðum í þremur
þýskum ríkjum í gærmorgun eftir
að þýsk yfirvöld settu bann gegn
öfgahægri hóp.
Þýska fréttastofan dpa greinir frá
að leitað hafi verð á heimilum ell
efu meðlima hópsins Wolfsbrigade
44 til að gera upptæka fjármuni
hópsins og öfgahægri áróðursefni.
Að sögn þýska innanríkisráðu
neytisins beitir hópurinn sér meðal
annars fyrir endurreisn nasisma og
afnámi lýðræðis.
Meðal hluta sem fundust í leit
inni voru hnífar, sveðjur, lásbogar
og byssustingir, auk nasistatákna
á borð við og hakakrossa og fána.
„Hver sem berst gegn grunngild
um okkar frjálsa samfélags mun
finna fyrir hörðum viðbrögðum
ríkisstjórnar okkar,“ sagði Horst
Seehofer, inna nr ík isráðher ra
Þýskalands, um aðgerðirnar. „Það
er enginn staður í þessu landi fyrir
samtök sem sá hatri og vinna að
upprisu nasistaríkis.“
Fyrr á árinu bönnuðu Þjóðverjar
öfgahægri hópana Combat 18 og
Nordadler. Aðgerðir hófust í kjölfar
morðsins á stjórnmálamanninum
Walter Lübcke og skotárásarinnar
í bænahúsinu í borginni Halle. Þá
fundust munir við leit á meðlimum
hópanna sem svipar til þess sem
fannst í gær. – atv
Þjóðverjar í aðgerðum
gegn nasistasamtökum
2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð