Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 27

Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 27
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég var, eins og svo margir, farin að standa sjálfa mig óþarf-lega oft að því að hafa óþarfa áhyggjur af morgundeginum, ósátt við það sem tókst ekki nógu vel í gær og vera jafnvel andlega fjar- verandi. Það bætti ekkert stöðuna að ég bara náði ekki tengingu við þessi stanslausu skilaboð á sam- félagsmiðlum sem allir virtust vera að mastera nema ég að „lífið er núna“,“ segir Katrín Brynja Hermannsdóttir, kennari, blaða- maður, háskólanemi og lottóþula, innt eftir því hvers vegna hún fór að ástunda hugleiðslu fyrir um ári. „Ég fór á námskeið í Núvitundar- setrinu og tímarnir byrjuðu á hugleiðslu. Fyrst fannst mér það eiginlega alveg hræðilega erfitt, kreisti augun saman og opnaði f ljótlega mjög laumulega annað augað til að kíkja á hina og athuga hvort þeir væru alveg „með’etta“ eða kannski bara í sama ruglinu og ég. Við vorum alveg nokkur sem horfðumst í pírð augu en smám saman hættir maður að pæla í hinum, fer að hlusta á hugleiðsluna sjálfa og takast betur að vera í núinu. Stundum komu dagar þar sem ég réði bara akkúrat ekkert við hugsanir sem fóru út um víðan völl, en partur af þessu er einmitt að sættast við að hugurinn fer á f lakk. Æfingin felst í að leiða hann til baka.“ Korter í bilaðan náladofa „Ég hafði gert margar hlægilegar tilraunir til að sitja í lótusstell- ingunni við hugleiðsluna og reynt alls konar útfærslur af henni með hrúgu af koddum og teppum, fílaði mig ekki í venjulegum stól og var eiginlega komin á þann stað að þetta væri bara fyrir útvalda og eitthvað sem ég næði aldrei tökum á,“ segir Katrín Brynja sem á nám- skeiðinu fékk að prófa hugleiðslu- koll, svipaðan þeim sem hún hefur nú búið til. „Allt í einu var þetta ekki lengur svona hræðilega erfitt. Í stað þess að brölta um í púða- og teppa- hrúgu þá gat ég setið upprétt án áreynslu og tókst loksins að ná einbeitingu því það var ekkert sem truflaði mig lengur. Kollurinn er með rúnnuðum fótum, sem er lykilatriði því þannig er auðvelt að finna réttu stellinguna, vera beinn í baki og fæturnir ekki í kremju, og korter í bilaðan náladofa,“ segir Katrín Brynja og hlær. „Hugleiðslukollur var augljós- lega týndi hlekkurinn í mínum hugleiðsluæfingum og ég leit svo á að ég þyrfti að eignast svoleiðis til að geta haldið áfram. Það fór dágóður tími í árangurslausa leit að réttum kolli og um tíma hékk ég á húninum hjá miklum völundar- smið sem sýndi þessu lítinn áhuga. En ég var harðákveðin í að eignast svona græju, lagði hausinn í bleyti og byrjaði að gúggla. Eftir tals- verðar pælingar fann ég út hvernig hann ætti að vera og eignaðist þar með minn eigin hugleiðslukoll sem ég smíðaði sjálf. Vinkona mín bað mig svo um að gera einn fyrir sig og eftir að ættingi hafði rekið inn nefið kom ósk um annan og svo var ég farin að búa til kolla fyrir fólk sem ég kunni engin deili á,“ segir Katrín Brynja, undrandi en ánægð með viðtökurnar. Hlaut nafnið Stilltur Litla bílskúrsverkefni Katrínar Brynju öðlaðist því mjög svo óvænt líf. Hugleiðslukollurinn fékk í kjölfarið sitt eigið nafn og var nefndur við hátíðlega athöfn nafninu Stilltur. „Ég er að dunda mér við þetta í frístundum hér heima, alltaf með nokkra í gangi og synir mínir vanir því að heimilið líkist á köflum verkstæði. Þegar einhver hefur samband eftir að hafa heyrt af hugleiðslukollinum, hvort sem er fyrir sig eða í gjöf, þá verð ég að sjálfsögðu við því með gleði. Núna fæ ég laghentan smið í tréverkið sem er úr eik og svo bólstra ég með flaueli eða hör. Við heftibyssan náum góðri tengingu,“ segir Katrín Brynja kímin á kollinum stillta. „Í fyrstu snerist þetta bara um að eignast svona sjálf, en hug- leiðsla og núvitund er eitthvað sem allir ættu að kunna og það er aldrei of seint að byrja. Ef hugleiðslukoll- urinn Stilltur gerir núvitundar- þjálfun auðveldari fyrir einhvern, þá finnst mér það bara brjálæðis- lega ánægjulegt! Stilltur gagnast heldur ekki bara þeim sem hafa farið á hugleiðslunámskeið og sem betur fer eru alltaf f leiri og fleiri að uppgötva hvað hugleiðsla er góð leið til vellíðunar og aukinna lífsgæða.“ Þjálfar hér og nú-vöðvann Katrínu Brynju þykir best að tylla sér á hugleiðslukollinn heima og gefa sér nokkrar mínútur. „Það getur gert gæfumuninn og sett tóninn fyrir það sem eftir lifir dags. Annars getur hugleiðsla farið fram hvar og hvenær sem er, í bílnum, í röð fyrir utan verslun eða bara í sófanum heima. Það sem mestu skiptir er að fólk finni sína leið og ekki verra að hún sé án mikillar fyrirhafnar,“ segir hún. „Í mínum huga er hugleiðsla ekkert annað en ákveðin tegund af líkamsrækt sem snýst um að þjálfa „hér og nú“-vöðvann sem hjálpar mér við að taka eftir því sem er að gerast í kringum mig. Eftir því sem ég æfi þennan vöðva oftar eyk ég líkur á að mér takist að njóta þess enn betur sem er skemmtilegt. Mér finnst ágætt að líkja núvitund við barn sem finnst brjóstsykurinn sinn svo góður að það lætur hann liggja á tungunni eins lengi og mögulegt er. Það er nefnilega svo auðvelt að bryðja hann og teygja sig í næsta, en í núvitund getum við enn betur notið þess góða í lífinu.“ Sjá Katrínu Brynju á Facebook. Kollurinn var týndi hlekkurinn Katrín Brynja Hermannsdóttir þjálfar hér og nú-vöðvann með hugleiðslu. Eftir margar hlægilegar tilraunir við að koma sér í lótusstellinguna tók hún til bragðs að smíða sinn eigin hugleiðslukoll. Katrín Brynja segir allt annað líf að hugleiða á kollinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hugleiðslukollur Katrínar Brynju, Stilltur, auðveldar að finna réttu stell- inguna í hugleiðslu. Hann er úr eik og bólstraður ýmist með flaueli eða hör. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.