Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 25
Síðastliðið ár hafa höfundar greinarinnar birt tvær greinar um aðgerðir Evr-ópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála. Grein þessi er, líkt og fyrri tvær,
liður í að vekja athygli á umfangs-
mikilli sjálf bærnivæðingu sam-
bandsins á fjármálamörkuðum.
Undir lok árs 2019 birti Evr-
ópusambandið reglugerð (ESB)
2019/2088 um upplýsingagjöf
tengda sjálf bærni á sviði fjármála-
þjónustu (e. on sustainability-
related disclosures in the financial
services sector eða SFDR) sem tekur
að stærstum hluta gildi þann 10.
mars 2021. Íslandi er skylt að inn-
leiða reglugerðina í íslenskan rétt
á grundvelli EES-samningsins en
hún hefur ekki enn verið tekin upp
í EES-samninginn þegar greinin er
skrifuð.
ESB telur nauðsynlegt að auka
aðgengi fjárfesta að áreiðanlegum,
skipulegum og nákvæmum upplýs-
ingum tengdum sjálfbærni fjárfest-
inga, sem auðveldi þeim að ráðstafa
fjármagni sínu til fjárfestingaafurða
sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið
og félagsleg málefni. Í stuttu máli
krefur reglugerðin tiltekin félög á
fjármálamörkuðum um að huga að
sjálf bærni og upplýsa fjárfesta um
hvort, og þá hvernig, tekið er tillit til
slíkra atriða við töku ákvarðana um
fjárfestingar. Ýmis félög gætu þurft
að endurskoða rekstrarhætti sína
og innri ferla svo þau geti yfir höfuð
fullnægt upplýsingaskyldunni.
Gildissvið reglugerðarinnar
er víðtækt og nær annars vegar
til þátttakenda á fjármálamörk-
uðum, til dæmis lánastofnana og
fjárfestingarfélaga sem bjóða upp á
eignastýringu eða fjárfestingaráð-
gjöf, rekstraraðila verðbréfasjóða,
sérhæfðra sjóða og áhættufjárfest-
ingarsjóða og lífeyrissjóða, og hins
vegar fjármálaráðgjafa, til dæmis
lánastofnana og fjárfestingarfélaga
sem veita fjárfestingarráðgjöf.
Þær upplýsingaskyldur sem
reglugerðin kveður á um má í gróf-
um dráttum skipta í þrjá f lokka: (i)
hvernig tekið er tillit til þeirra nei-
kvæðu áhrifa sem sjálfbærniáhætta
(e. sustainability risk) gæti haft á
fjárfestingu, (ii) hvernig tekið er
tillit til þeirra neikvæðu áhrifa sem
fjárfesting gæti haft á sjálf bærni-
þætti (e. sustainability factors) og
(iii) upplýsingar frá aðilum sem
bjóða upp á fjármálaafurðir sem
miða að sjálf bærum fjárfestingum
eða styðja við sjálf bærni að öðru
leyti.
Upplýsingar um
sjálfbærniáhættu
Almennt eru gerðar kröfur til félaga
á þessum vettvangi um að starfa í
þágu bestu hagsmuna fjárfesta. Til
að verða við kröfunni verða félög
nú að flétta svokallaða sjálf bærni-
áhættu saman við ferla sína og meta
reglulega hvort slík áhætta sé fyrir
hendi. Undir hugtakið sjálf bærni-
áhætta falla atburðir eða aðstæður
í tengslum við umhverfið, félagsleg
málefni eða stjórnunarhætti, sem
myndu raunverulega eða hugsan-
lega hafa verulega neikvæð áhrif á
virði fjárfestingar, ef þau raunger-
ast. Sem dæmi má nefna að auknar
sveiflur í veðurfari af völdum lofts-
lagsbreytinga geta haft veruleg áhrif
á uppskeru og um leið lækkað virði
fjárfestinga í félögum sem treysta á
sæmilega uppskeru. Að sama skapi
hefur aukin tíðni skógarelda þegar
haft slæm áhrif á hagkerfi Banda-
ríkjanna og árlegur kostnaður Breta
vegna f lóða mun margfaldast á
næstu áratugum.
Á grundvelli reglugerðarinnar
ber félögum að setja sér stefnu um
hvernig tekið er tillit til sjálf bærni-
áhættu þegar fjárfestingarákvarð-
anir eru teknar eða ráðgjöf veitt.
Jafnframt verða starfskjarastefnur
félaga að taka mið af sjálf bærni-
áhættum.
Loks verður félögunum skylt að
veita fjárfestum upplýsingar áður
en samningssamband kemst á (til
dæmis í lýsingum) um það hvernig
sjálf bærniáhætta er f léttuð inn
í ákvarðanir og ráðgjöf og hvaða
áhrif sjálf bærniáhætta gæti helst
haft á af komu fjárfestingarinnar.
Ef niðurstaða þess mats er að
engin sjálf bærniáhætta sé fyrir
hendi verður að útskýra hvernig sú
ályktun er dregin. Hér ber skyldan
til að veita upplýsingar með sér
aðra áþreifanlegri skyldu, það er,
skylduna til að meta hvort sjálf-
bærniáhætta er fyrir hendi, og ef
svo er, f létta hana inn í fjárfesting-
arákvarðanir eða fjármálaráðgjöf.
Upplýsingar um helstu nei-
kvæðu áhrif á sjálfbærniþætti
Þá fjallar reglugerðin um upplýsing-
ar um áhrif fjárfestinga á svokallaða
sjálf bærniþætti, það er, málefni
tengd umhverfinu, starfsfólki og
félagslegum atriðum, vernd mann-
réttinda og málefni tengd baráttu
gegn spillingu og mútum. Þetta felur
í sér mat á neikvæðum áhrifum fjár-
festingarinnar út á við, til dæmis
hvort hún hefur slæm áhrif á lofts-
lagið vegna útblásturs fyrirtækisins
á bak við fjárfestinguna. Félögin eru
ekki beinlínis skuldbundin til að
taka tillit til helstu neikvæðu áhrifa
fjárfestingarákvarðana eða fjár-
málaráðgjafar á sjálfbærniþætti, en
ef það er ekki gert verður að útskýra
gaumgæfilega hvers vegna ekki og
hvort stefnt sé að því í framtíðinni.
Aðrar kröfur
Auk þeirra kvaða sem þegar hafa
verið nefndar eru lagðar sérstakar
skyldur hvað varðar upplýsinga-
gjöf þeirra félaga sem bjóða upp
á (i) fjármálaafurðir sem eiga að
miða að sjálf bærum fjárfestingum,
eða (ii) fjármálaafurðir sem sagðar
eru styðja við umhverfið eða félags-
leg málefni. Útgefendur slíkra fjár-
málaafurða verða meðal annars að
birta upplýsingar í tengslum við
f lokkunarkerfi ESB, sem sett var á
stofn fyrr á þessu ári.
Að lokum er tilefni til að benda
á að markaðsefni þátttakenda á
fjármálamarkaði og fjármálaráð-
gjafa má ekki vera í ósamræmi við
þær upplýsingar sem þarf að veita á
grundvelli reglugerðarinnar. Þann-
ig mætti til dæmis ekki markaðs-
setja fjárfestingu sem sjálf bæra
þegar hún er það ekki í skilningi
reglugerðarinnar.
Næstu skref
Ofangreind umf jöllun er ekki
tæmandi en gefur mynd af helstu
breytingum sem reglugerðin hefur
í för með sér. Evrópsku eftirlits-
stofnanirnar (ESMA, EBA og EIOPA)
áætla að gefa út leiðbeiningar fyrir
lok þessa árs, sem munu varpa frek-
ara ljósi á ákvæði reglugerðarinnar.
Auk þess er undirbúningur hafinn
að frekari breytingum á lykil-
gerðum ESB á sviði fjármála, þar
með talið UCITS, MiFID og AIFMD,
meðal annars í þágu upplýsinga-
gjafar um sjálf bærni.
Reglugerðin kemur til með að
bæta úr óreiðu upplýsinga um
sjálf bærni fjárfestinga og auka trú-
verðugleika á sviðinu. Með auknum
trúverðugleika má gera ráð fyrir
meiri áhuga fjárfesta og því er ljóst
að fram undan liggja ýmis tækifæri
á sviði sjálf bærra fjármála.
Baráttan gegn grænni
upplýsingaóreiðu á
fjármálamörkuðum
Helga Melkorka
Óttarsdóttir
lögmaður og
meðeigandi á
LOGOS
Arnar Sveinn
Harðarson
lögfræðingur og
fulltrúi á LOGOS
Reglugerðin kemur
til með að bæta úr
óreiðu upplýsinga um
sjálfbærni fjárfestinga og
auka trúverðugleika á
sviðinu.
SUSHI SOCIAL
Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík
TILBOÐS
sushibakkinn
32 geggjaðir sushibitar
5.990 kr.
25%
AFSLÁTTUR
af öllum sushirúllum
á matseðli í
TAKE AWAY
Panta þarf tilboðsbakkann fyrir kl. 14.00 samdægurs.
Tekið er við pöntunum í síma 568 6600
eða með fyrirvara á netfangið
sushisocial@sushisocial.is
Nánar á sushisocial.is
11M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN