Fréttablaðið - 02.12.2020, Side 23

Fréttablaðið - 02.12.2020, Side 23
Ég geng yfirleitt í vinnuna, sama hvernig viðrar. Mark Levick, for-stjóri Alvotech, fæddist á Nýja-Sjálandi en ólst upp í Ástralíu. H a n n h e f u r búið í 26 ár erlendis og starfað í Ástralíu, Bretlandi, Bandaríkj- unum, Sviss, Þýskalandi og Íslandi. Hver eru þín helstu áhugamál? Við hjónin njótum þess að vera úti, hlaupa og ganga á fjöll. Alla jafna hlaupum við átta til tíu kíló- metra þrisvar til fjórum sinnum í viku, og alltaf um helgar. Þegar við erum ekki í Reykjavík stundum við útivist í norðurhluta Sviss. Á undan- förnum árum höfum við meðal annars gengið Camino-leiðina í Portúgal og gengið Strandanna á milli á Englandi (e. Coast to Coast, tæpir 300 kílómetrar, innsk. blm.). Hitt áhugamálið mitt er lestur skáldsagna og annarra bóka um allt milli himins og jarðar, einkum um sögu og sálfræði. Ég hef jafnframt gaman af skapandi skrifum. Ég er að skrifa leikrit sem lýsa má sem sálfræðilegum spennutrylli. Ég er önnum kafinn í vinnu og því taka skrifin langan tíma. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna snemma, yfirleitt um klukkan sex svo ég geti farið út að hlaupa eða ganga áður en vinnu- dagurinn hefst. Hér hleyp ég eða geng frá Hörpunni að Laugarnesi, þaðan liggur leiðin að gula vitanum sem er andspænis Viðey. Venjulega les ég kvöldfréttirnar frá Ástralíu á meðan ég borða morgunmat og svara persónulegum tölvupóstum. Ég geng yfirleitt í vinnuna, sama hvernig viðrar. Það tekur um hálf- tíma, hvora leið. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er erfið spurning vegna þess að ég er sífellt að læra eitthvað nýtt af lestri bóka. Ef ég ætti að velja ein- hverja eina væri það Höfuðpaurinn (e. Lord of the Flies) eftir William Golding. Það er klassísk skáldsaga um hóp drengja á grunnskólaaldri sem verða skipreika á eyðieyju. Í upphafi vinna þeir saman til að draga fram lífið þar til að valda- barátta leiðir til þess að hópurinn skiptist í tvo f lokka sem berjast um að ráða ríkjum. Þetta er saga mannkynsins í gegnum aldirnar og minnir okkur á að fagna því sem við eigum sameiginlegt frekar en að agnúast yfir því sem gerir okkur ólík. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin að undanförnu? Ein áskorunin á undanförnum árum hefur verið að þróa hlið- stæðulíftæknilyf en í 15 ár þar áður hafði ég starfaði við að þróa frum- lyf. Hliðstæðulíftæknilyf eru í raun lyf, sambærileg af afar öflugum líf- tæknilyfjum sem hafa verið á mark- aði í einhver ár. Hliðstæðulíftækni- lyf eru framleidd í frumurækt og svo hreinsuð. Þau eru gefin sjúklingum með alvarlega sjúkdóma á borð við krabbamein og sjálfsónæmissjúk- dóma eins og liðagigt og sóríasis. Þótt undarlegt megi virðast er erfiðara að þróa gott líftæknilyf, vegna þess að þau eru stór prótein framleidd úr lifandi frumum, en smásameindalyf framleidd með efnasmíðum. Það krefst þess að púsla þarf saman tækni, vísindum og læknisfræði og svo er það jafnvel meiri áskorun að þróa hliðstæðu- líftæknilyf en frumlyf, vegna þess hversu f lókið er að gera þessi lyf „eins og“ frumlyfið. Vinnan er svo sannarlega þess virði vegna þess að hliðstæðulíf- tæknilyf eru mun ódýrari en upp- runalega lyfið. Af því leiðir að hægt er að meðhöndla mun f leiri fyrir sama kostnað, sem aftur leiðir til þess að heilbrigðiskerfið verður betra fyrir vikið. Hvaða áskoranir eru fram undan? Hliðstæðulíftæknilyf eru til þess að gera ný. Fyrstu lyfin voru sam- þykkt í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir minna en tíu árum. Alvotech er óðfluga að verða leiðandi á alþjóða- vettvangi í þróun og framleiðslu hliðstæðulíftæknilyfja. Í því skyni höfum við byggt upp sérhæfðan starfshóp á Íslandi. Við höfum bæði sótt sérfræðinga í líftækni í gegnum samstarf okkar við Háskóla Íslands og frá öðrum löndum. Okkar mark- mið er að Alvotech verði hjartað í uppbyggingu á fjölbreyttum og sístækkandi líftækniklasa innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Hvað vita þeir almennt ekki sem ekki þekkja til hliðstæðulíftækni- lyfja? Jafnvel í löndum eins og Þýska- landi, Noregi og Bretlandi hefur lægri kostnaður vegna hliðstæðu- líftæknilyfja til dæmis leitt til þess að næstum því tvöfalt f leiri konur með brjóstakrabbamein hafa fengið slík lyf samanborið við áður en hlið- stæðulíftæknilyfin komu á markað. Vísindamaður með leikrit í smíðum Mark hleypur með eiginkonu sinni, yfirleitt átta til tíu kílómetra þrisvar til fjórum sinnum í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svipmynd Mark Levick Störf: Mark Levick hefur verið forstjóri Alvotech frá 2019. Hann var þróun- arstjóri Sandoz Biopharmaceuticals (í eigu Novartis) frá árinu 2016. Þar kom hann að þróun fimm hlið- stæðulíftæknilyfja (e. Biosimilars). Áður gegndi hann ýmsum stjórn- unarstörfum hjá Novartis í Banda- ríkjunum og Sviss. Einnig hefur hann starfað hjá GlaxoSmithKline í Bretlandi og Bandaríkjunum. Menntun: Mark útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Newcastle í Ástralíu. Auk þess er hann með doktors- próf frá Háskólanum í Cambridge þar sem hann sérhæfði sig í þróun bóluefna. Fjölskylduhagir: Kvæntur Fionu sem kennt hefur hjúkrunarfræði en er nú skóla- stjórnandi. Þau eiga fjóra syni á aldrinum 23 til 27 ára, þeir starfa sem blaðamaður, lögmaður, vís- indamaður og við fasteignaþróun. GASTROPUB 2.690 kr. SÚPER TAKE AWAY HÁDEGISTILBOÐ ÞESSIR RÉTTIR AÐEINS SÆTA SVÍNS BORGARINN hinn eini sanni, 175 g úr sérvaldri rumpsteik og „short ribs",bjór-brioche brauð, rauðlaukssulta, Búri, truƒu-mayo, vöƒufranskar BBQ VEGAN BORGARI, bu‡ úr linsubaunum og sólblóma- fræjum, tómatur, BBQ strandsveppir, „mozzarella“ og spicy„mæjó“ ANDARSALAT, confit eldað andalæri, grasker, chili, spírur, kóríander, furuhnetur LAMBASAMLOKA, hægelduð lambaöxl, romaine salat, vöƒufranskar, bernaise VEGAN BBQ JACKFRUIT BURRITO, avókadó, kryddhrísgrjón, pico de gallo, ferskt salat GRILLAÐUR LAX, perlubygg, svart hvítlauks-sesam froða, paprikusósa LANGA, kartöflumús, kapersblóm, hollandaise-sósa FLEIRI FRÁBÆRIR RÉTTIR SÚPA DAGSINS með nýbökuðu brauði 690 kr. LAMBASKANKI, hægeldaður í 12 klst. chorizo og beikon ragú, smjörbaunir, grænar ertur 2.000 kr. NAUTALUND 200g, sveppir í plómusósu, smælki, gulrætur, nautadjús 2.500 kr. 1.500 kr. EKKI KLIKKA Á ÞESSU! Dós af Coke, Coke Zero, Sprite eða Topp fylgir með hverjum rétti! 11.30–15.00 Pantaðu í síma 555 2900 | Nánar á saetasvinid.is SVÍNVIRKAR 9M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.