Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 16
Novator, f járfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfs­sonar og viðskiptafélaga hans, f járfesti í f jártæknibank­ anum Monzo í sumar fyrir 40 millj­ ónir punda, jafnvirði um 7 milljarða króna. Þetta staðfestir Birgir Már Ragnarsson, meðeigandi í Novator, í samtali við Markaðinn. „Við höfum mikla trú á félaginu og stjórnendum þess og sjáum fram á áframhaldandi stuðning við upp­ byggingu félagsins,“ segir Birgir Már. „Félagið er vel fjármagnað með traustan fjárfestahóp og hefur staðið sig frábærlega í að ná til sín nýjum viðskiptavinum.“ Monzo gekk frá 60 milljóna punda fjármögnun um miðjan júní og var félagið þá metið á 1,2 milljarða punda, um 211 milljarða króna. Áhættufjárfestingasjóður­ inn General Catalyst Partners, sem var á meðal fjárfesta í tölvuleikja­ fyrirtækinu CCP, tók einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Verðmatið var þó um 40 prósentum lægra en í fjármögnunarumferðinni sum­ arið 2019 þegar félagið var metið á 2 milljarða punda. Frá því að Monzo setti banka­ appið sitt í loftið árið 2015 hafa meira en 4,4 milljónir manns skráð sig í viðskipti hjá bankanum. Áskor­ anir sem felast í því að breyta vin­ sældum í hagnað hafa hins vegar magnast í kórónakreppunni. Samdráttur í ferðalögum hefur komið illa niður á Monzo sem hefur reitt sig á þjónustugjöld vegna kortanotkunar sem helstu tekjulind sína. Neyddist bankinn til að segja upp 120 manns til að bregðast við faraldrinum. Í síðasta ársreikningi, sem birtur var um mitt ár, var rekstrarhæfi félagsins dregið í efa. Tekjur Monzo höfðu vaxið úr 13 milljónum punda Davíð Helgason, einn af stofn­endum hugbúnaðarfyrir­tækisins Unity Technolog­ ies, hefur keypt eitt verðmætasta íbúðarhús landsins að Hrólfsskála­ vör 2 á Seltjarnarnesi, sem var áður í eigu Skúla Mogensen, af Arion banka. Samkvæmt heimildum Markaðarins nemur kaupverðið á sjötta hundrað milljónum króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess um 221 milljón króna. Arion banki leysti húsið til sín í byrjun septem­ bermánaðar en Skúli, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, hafði veðsett húsið fyrir um 360 milljónir þegar flugfélagið réri lífróður haust­ ið 2018. Í kjölfar gjaldþrots WOW air í fyrra setti Skúli húsið á sölu, þar sem einkum var horft til fjár­ sterkra erlendra einstaklinga, og var ásett verð í kringum 700 milljónir. Þær tilraunir báru ekki árangur. Davíð er á meðal ríkustu núlif­ andi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöll New York um miðjan september en markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, er nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 5.500 milljarða íslenskra króna. Eignarhlutur Davíðs í Unity, sem er um fjögur prósent, er því metinn á rúmlega 200 milljarða króna í dag. Tekjur Unity á þriðja ársfjórðungi námu um 200 milljónum dala en fyrirtækið býr til hugbúnað sem mikill fjöldi tölvuleikja byggir á, einkum fyrir snjallsíma. Davíð, sem stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004, hefur búið vestan­ hafs um langt skeið en hyggst nú flytja til Íslands. Hann hefur í við­ tölum sagst fjárfesta nær eingöngu í nýsköpunar­ og sprotafyrirtækjum en Davíð var á meðal þeirra fyrstu sem fjárfestu í Plain Vanilla og sat um tíma í stjórn félagsins. – hae 67 milljarðar er sameiginlegt markaðsvirði TM og Kviku í dag. Novator keypti hluta- bréf í Monzo á 40 pró- sentum lægra gengi en þeir fjárfestar sem keyptu bréf í bankanum sumarið 2019. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 P R E N T U N .IS Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Jólakökur,Smákökur,Stórar piparkökurtil að skreyta,PipakökuhúsO.m.fl. JÓLIN ERU HJÁ OKKUR... ......................................... www.bjornsbakari.is Davíð kaupir glæsihýsi Skúla af Arion Davíð Helgason, einn af stofn- endum Unity Novator setur milljarða í vinsælan fjártæknibanka Fjárfestingafélagið Stoðir hefur á undanförnum vikum og mánuðum byggt upp umtalsverða stöðu í Kviku banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stoðir eru stærsti hluthafi TM með um 11,7 prósenta eignarhlut en stjórnir trygginga­ félagsins, Kviku og Lykils fjármögn­ unar samþykktu um miðja síðustu viku að sameina félögin. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hversu stóran hlut Stoðir eru komnir með í Kviku, sem er ekki í eigin nafni heldur í gegnum fram­ virka samninga, en hann nemur að minnsta kosti nokkrum pró­ sentum. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa áform Stoða, sem eru eitt umsvifamesta fjár­ festingafélag landsins með um 27 milljarða króna í eigið fé, til þess að vera stærsti hluthafinn í sameinuðu félagi. Eigi það að ganga eftir þegar TM og Kvika verða formlega sam­ einuð, sem er áætlað að geti orðið í mars á næsta ári, munu Stoðir þurfa að vera með um sjö prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt samrunasamningi munu hluthafar TM fá í sinn hlut um 54,4 prósent útgefins hlutafjár í Kviku. Það þýðir að Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), sem eru á meðal helstu eigenda í báðum félögum, verða að óbreyttu stærstu hluthafarnir í sameinuðu fyrirtæki með eignarhlut upp á annars vegar um 9 prósent og hins vegar um 8,2 prósent. LSR, sem átti undir 3 pró­ senta hlut í Kviku í ársbyrjun, hefur bætt við sig yfir tveggja prósenta hlut í bankanum frá því í septem­ ber og fer í dag með rúmlega átta prósenta hlut. Viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbank­ inn – eru dag skráðir fyrir saman­ lagt um 12 prósenta hlut í Kviku. Þau bréf skiptast á veltubók og framvirka samninga sem bankarnir hafa gert við viðskiptavini sína. Langsamlega stærsti hluthafi Stoða er félagið S121, með um 65 prósenta hlut, en það er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi for­ stjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Auk þess að vera stór fjárfestir í TM eru Stoðir með tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka og stærsti hluthafinn í Símanum með nærri 15 prósenta hlut. Óformlegar viðræður um sam­ runa TM og Kviku áttu sér nokk­ urn aðdraganda en Markaðurinn greindi fyrst frá því í júlí að stjórn Kviku banka hefði í lok júnímán­ aðar hafnað beiðni stjórnar TM um að hefja formlegar sameiningarvið­ ræður þar sem ekki náðist saman um helstu skilmála, meðal annars um skiptihlutföll. Þremur mán­ uðum síðar hófust síðan formlegar viðræður og í liðinni viku var til­ kynnt að stjórnir félaganna hefðu samþykkt sameiningu. Hlutabréfa­ verð TM og Kviku hefur hækkað verulega á undanförnum mánuðum og nemur sameiginlegt markaðs­ virði þeirra nú um 67 milljörðum. Samrunasamningurinn gerir ráð fyrir að TM færi vátryggingastarf­ semi yfir í félagið TM tryggingar og í kjölfarið fari fram þríhliða samruni Kviku, TM og Lykils. TM tryggingar verða eftir það dótturfélag samein­ aðs fyrirtækis. Stjórnir TM og Kviku telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200 til 1.500 millj­ óna króna árlegri kostnaðarsam­ legð, einkum vegna lægri fjármögn­ unarkostnaðar, án viðskipta­ og einskiptiskostnaðar. Það er talsvert meiri samlegð en fyrst var áætlað en þegar viðræðurnar hófust var hún talin vera um milljarður. Marinó Örn Tryggvason verður forstjóri Kviku en Sigurður Viðars­ son stýrir TM tryggingum. Innan stjórnar TM töluðu sumir fyrir því, samkvæmt heimildum Markaðar­ ins, að Sigurður færi fyrir sam­ einuðu félagi, á meðan Marinó yrði aðstoðarforstjóri Kviku, en ekki náðist samstaða um slíkar breytingar og var því ákveðið að forstjórar félaganna myndu áfram gegna sömu stöðum sínum. hordur@frettabladid.is Stoðir byggja upp stöðu  í Kviku fyrir samruna  Fjárfestingafélagið ætlar sér að vera stærsti hluthafinn í sameinuðu félagi TM og Kviku banka. Hefur eignast að minnsta kosti nokkurra prósenta hlut í bankanum í gegnum framvirka samninga. Eru stærstir í TM með 11,7 prósent. Hlutabréfaverð Kviku banka hefur hækkað um 45 prósent á undanförnum þremur mánuðum. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator. upp í 56 milljónir punda en tapið nam 113 milljónum punda, tæp­ lega 20 milljörðum króna, og rúm­ lega tvöfaldaðist milli ára. TS Anil, nýr forstjóri Monzo, ætlar að snúa þessari þróun við. Bankinn hefur nýlega sett fyrirtækjareikninga á markaðinn auk þess að bjóða ein­ staklingum upp á betri þjónustu gegn gjaldi. Novator hefur fjárfest í fjölda nýsköpunar­ og tæknifyrirtækja á undanförnum árum. Má þar nefna greiðslumiðlunarfyrirtækið Stripe sem var metið á 36 milljarða dala, jafnvirði 4.740 milljarða króna, í síðustu hlutafjáraukningu fyrr á þessu ári. Þá gekk Novator frá sölu á hlut sínum í pólska fjarskiptafyrir­ tækinu Play í september. Novator, sem kom að stofnun þess árið 2005 og átti 20 prósent fyrir söluna, fékk 440 milljónir evra, um 70 milljarða króna, fyrir sinn hlut. – þfh 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.