Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 24
Ógnvekjandi skuldafjall Angelu Merkel
Þýskaland, sem stýrt er af Angelu Merkel, réðst í stærsta björgunarpakka Evrópu til að styðja við hagkerfið í mars. Til þess voru tekin há lán og
ríkissjóður rekinn með halla. Nú í fyrsta skipti spyrja stjórnmálamenn hvort landið geti staðið undir skuldafjallinu. Þingmenn óttast að skulda-
byrðin muni bitna á komandi kynslóðum og auðvelt sé að læða inn gæluverkefnum þegar skuldirnar eru hvort eð er himinháar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Skotsilfur
Við höfum áður skrifað um kosti þess að íslenska ríkið kanni kost i v ið útgá f u grænna skuldabréfa. Þar sem við skrifuð-
um áður en kóróna-kreppan reið í
hlað, töldum við að nægur tími
væri til stefnu, hægt væri að meta
málin og síðan taka ákvörðun. Við
höfum skipulagt fundi með helstu
ráðamönnum um kosti þess að gefa
út græn ríkisskuldabréf og sent
minnisblað á stjórnvöld.
Hingað til hefur verið vel verið
tekið í þetta. Forsætisráðherra
greindi á Viðskiptaþingi í vor frá
stofnun vinnuhóps um sjálf bæra
fjármögnun ríkissjóðs sem ætti
meðal annars að greina kosti við
útgáfu grænna skuldabréfa. Þá
hefur græn fjármögnun bæst við
sem aðgerð í aðgerðaáætlun Íslands
í loftslagsmálum og í nýbirtri ríkis-
fjármálaáætlun 2021-2025 er fjallað
um mögulega útgáfu grænna ríkis-
skuldabréfa. Okkur var boðið
til fundar við vinnuhópinn þar
sem við greindum frá reynslunni
af grænni útgáfu á Íslandi og hjá
öðrum löndum og vörpuðum ljósi
á leiðirnar fram á við.
Reynslan af útgáfu grænna
skuldabréfa hér á landi hefur
verið mjög góð. Reykjavíkurborg
og Orkuveita Reykjavíkur, sem
Fossar hafa starfað með að útgáfu
grænna skuldabréfa, hafa fengið
mikla umframeftirspurn eftir bréf-
unum og notið hagstæðra kjara og
hyggjast halda áfram á sömu leið
við umfangsmiklar grænar fjárfest-
ingar sem eru fram undan. Fossar
störfuðu með fasteignafélaginu
Regin að fyrstu grænu skuldabréfa-
útgáfu íslensks fasteignafyrirtækis,
nokkuð sem heppnaðist framar
öllum vonum. Þegar hér er komið
sögu hafa Fossar staðið að útgáfu
á 68 af þeim 72 milljörðum króna
sem hafa verið gefnir út í grænum,
sjálf bærum og félagslegum skulda-
bréfum á íslenska markaðnum og
hafa Fossar metnað til að halda
áfram á þeirri braut.
Úti í heimi hafa ríki verið að feta
þessa braut, vel heppnaðar grænar
skuldabréfaútgáfur Pólverja, Íra
og Frakka vöktu mikla athygli og
nú á þessu ári bættust Hollend-
ingar, Svíar og Þjóðverjar í hópinn.
Meira að segja Þjóðverjar ætla að
gefa reglulega út græn skuldabréf
á næsta áratug og búa þannig til
nýjan vaxtaferil ríkisskuldabréfa (e.
yield curve). Bretar ætla nú einnig
í græna skuldabréfaútgáfu í fyrsta
sinn sem er hugsuð sem viðspyrna
við kórónaveirunni.
Ólíkt því sem við töldum öll á
sama tíma á síðasta ári þarf ríkis-
sjóður Íslands nú að sækja sér
töluvert fé á fjármálamarkaði. Í
fjáraukalögum er talað um 360
milljarða króna fjárþörf í erlendri
mynt. Við teljum að nú sé málið að
gefa út græn ríkisskuldabréf til að
koma nýjum stoðum undir fjármál
ríkissjóðs. Þannig er hægt að fjár-
magna aðgerðaáætlun í loftslags-
málum að fullu, til að takast á við
áskoranir í orkuskiptum og sam-
göngum framtíðarinnar. Um leið
verður búin til áhugaverð ávöxtun-
arleið fyrir lífeyrissjóði sem sækjast
eftir grænum fjárfestingum í sínar
bækur, en með útgáfu í erlendri
mynt verður einnig til nauðsyn-
legur gjaldeyrir sem þarf til að drífa
Ísland áfram út úr kreppunni.
Reynsla annarra þjóða er að
græn skuldabréfaútgáfa laðar að sér
sterka og ábyrga fjárfesta víðs vegar
að, eftirspurnin eykst og áhuginn á
útgáfunni vex til muna. Með grænni
skuldabréfaútgáfu getur Ísland sýnt
að því sé alvara í að byggja upp á
sjálfbærum grunni eftir faraldurinn
og takast á við loftslagsvána af full-
um þunga. Það er ekki eftir neinu
að bíða að Ísland bætist í hópinn og
stjórnvöld sýni heiminum fram á
metnaðarfulla leið út úr kreppu og
inn í græna, sjálf bæra framtíð.
Tími grænu bréfanna kominn!
Andri
Guðmundsson
forstöðumaður
hjá Fossum
mörkuðum
Kristján Guy
Burgess
ráðgjafi um
ábyrgar fjár
festingar
Með útgáfu í
erlendri mynt
verður til nauðsynlegur
gjaldeyrir sem þarf til að
drífa Ísland áfram út úr
kreppunni.
Revalútsý
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for
maður Eflingar,
og Ragnar Þór
Ingólfsson,
formaður VR,
sjá söguna í
nýju ljósi og tengja
saman Þjóðarsáttina um 1990
og fjármálahrunið 2008 með
undraverðum hætti í svargrein
við tillögum SA frá því í síðustu
viku. Samkvæmt þessari sögu
skýringu þeirra leiddi Þjóðar
sáttin til stóraukins ójafnaðar
meðal Íslendinga, bæði mælt í
tekjum og eignum áratugina á
eftir. Formennirnir segja að slík
aukning ójafnaðar hafi ekki bara
verið ósanngjörn heldur einnig
skapað hættu á efnahagslegum
stórslysum á borð við fjármála
hrunið sem var „bein afleiðing
af taumlausri uppsöfnun auðs á
fárra hendur“. Það er nefnilega
það. Tímamótasamningum, sem
klipptu á áralangar víxlhækkanir
launa og verðlags, er kennt um
fjármálakrísu sem átti sér stað
átján árum síðar. Ekki er víst að
formennirnir finni marga fræði
menn utan félagsstarfsins sem
taka undir þessa söguskýringu.
Hvalreki
Davíð Helgason,
einn af stofn
endum Unity
Technologies,
er það sem
nýsköpunar
senan á Íslandi
hefur þurft: Tækni
frumkvöðull sem hefur byggt
upp blómlegt fyrirtæki og er
reiðubúinn að fjárfesta ríkulega
í sprotum. Sumarið 2018 hafði
Davíð að eign sögn fjárfest í um
50 sprotafyrirtækjum. Nú er hann
að flytja til Íslands og mun ef
laust fylgjast vel með innlendum
frumkvöðlum. Davíð hefur ekki
einungis fram að færa fé og mikla
þekkingu heldur einnig djúp
tengsl í Kísildalinn og víðar – af
skala sem ekki hefur þekkst áður
hérlendis. Davíð gæti virkað eins
og væn stera sprauta í sprotaum
hverfið.
Smalley í
stjórn
Breski lögmað
urinn Tim Small
ey, einn nánasti
samstarfsfélagi
kaupsýslumannsins
Roberts Tchenguiz um árabil,
hefur tekið sæti í stjórn Kviku
Securities Ltd., dótturfélags
bankans í Bretlandi. Á árunum
2003 til 2016 starfaði Smalley hjá
fjárfestingafélagi Tchenguiz, R20,
en undanfarin ár hefur hann stýrt
fjárfestingafyrirtækjunum Blue
moon Investments og Stondon
Capital. Stjórnarformaður dóttur
félags Kviku í Bretlandi er Ármann
Þorvaldsson, sem var á árum áður
forstjóri Kaupþings þar í landi,
en Tchenguiz var sem kunnugt er
stærsti viðskiptavinur bankans.
Umsvif Kviku í Bretlandi hafa
vaxið mjög en í vor var greint frá
því að félagið hefði aukið eigna
stýringarstarfsemi sína með
kaupum á veðlánasjóðnum SQN
Asset Finance Income Fund en
eignir eru metnar á 70 milljarða.
2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN