Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 18
Það hefði reyndar verið heppilegra að gera breytingu í þessa veru fyrir nokkrum árum heldur en nú þegar ríkissjóður þarf á miklu fjármagni að halda. Friðrik Már Baldursson, hagfræði­ prófessor Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is Lítill áhugi lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum hefur vakið upp spurningar um lögbundna uppgjörs-kröfu sjóðanna, sem er einnig kölluð ávöxtunar- viðmið. Innan stjórnkerfisins er nú unnið að því að skoða mögulegar breytingar á uppgjörskröfunni, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, sem er sögð of há miðað við núverandi vaxtaumhverfi og kemur sér meðal annars illa fyrir ríkissjóð sem áformar frekari útgáfu ríkis- skuldabréfa á næstu misserum til að fjármagna gífurlegan fjárlagahalla. „Það hefði reyndar verið heppi- legra að gera breytingu í þessa veru fyrir nokkrum árum – það hefur verið ljóst nokkuð lengi að 3,5 pró- senta viðmiðið var of hátt – heldur en nú þegar ríkissjóður þarf á miklu fjármagni að halda,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hag- fræði við Háskólann í Reykjavík. „Það getur grafið undan trúverðug- leika kerfisins að gera svona breyt- ingar af slíkum ástæðum.“ „Þegar hagkerfið er komið inn í allt annað vaxtaumhverfi kemur sífellt betur í ljós hversu úrelt þetta viðmið er,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Markaðurinn hefur ábyggilegar heimildir fyrir því að innan fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins sé unnið að því að skoða mögu- legar brey tingar á uppg jörs- kröfunni. Íslenskir lífeyrissjóðir þurfa að núvirða skuldbindingar sínar miðað við 3,5 prósenta vexti umfram verðbólgu samkvæmt lögum. Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri sagðist hafa áhyggjur af því að lífeyrissjóðirnir væru að mestu fjarverandi þegar kemur að því að fjármagna bankakerfið og eins ríkissjóð, með kaupum á ríkis- skuldabréfum á markaði. Óvissa um fjármögnun á miklum halla- rekstri ríkissjóðs á komandi árum hefur þrýst upp langtímavöxtum á markaði. Eignarhald lífeyrissjóða á ríkis- skuldabréfum sem hlutfall af heildarmagni, hefur lækkað úr 40 prósentum niður í 37 prósent frá áramótum. Yfir sama tímabil hefur raunvaxtamunur á tíu ára íslensk- um ríkisbréfum gagnvart sömu gerð bandarískra ríkisbréfa farið vax- andi og hefur raunvaxtamunurinn ekki verið meiri í þrjú ár. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, sagði í kjölfarið að sjóðurinn hefði horft meira til annarra fjárfestingarkosta „í ljósi þeirrar ávöxtunarkröfu sem gerð er til lífeyrissjóða og þess lágvaxta- umhverfis sem við búum við í dag.“ „Lífeyrissjóðir eiga ekki að hlíta svona kalli sérstaklega heldur byggja ákvarðanir sínar alfarið á heildarhagsmunum sjóðfélaga,“ segir Daníel hjá Landsbankanum, spurður um þá stöðu sem er komin upp þar sem sjóðirnir þurfa að huga að uppgjörskröfunni en eru einnig gagnrýndir af seðlabankastjóra fyrir að taka ekki þátt í að fjár- magna ríkissjóð á vöxtum sem eru vel undir kröfunni. „Auðvitað skilur maður það að líf- eyrissjóðir séu tregir til að fjárfesta í ríkisbréfum sem eru kannski með óverðtryggða ávöxtun sem gefur neikvæða raunávöxtun miðað við núverandi verðbólgu og innan við einnar prósentu verðtryggða ávöxtun sem er langt undir þessu viðmiði,“ segir Friðrik Már. Friðrik Már bendir á að ávöxt- unarviðmið upp á 3,5 prósent hafi verið sett við allt aðrar aðstæður þegar raunvextir á öruggum ríkis- bréfum á alþjóðamarkaði, til dæmis í Bandaríkjunum, voru á svipuðu róli. Það var á tíunda áratugnum en núna eru alþjóðlegir raunvextir í kringum núllið og verða það senni- lega um þó nokkurt skeið. „Þetta segir óhjákvæmilega til sín hér á landi og það virðist því eðlilegt að taka tillit til þessarar þróunar. Það þýðir ekki að viðmiðið eigi að fara í núll,“ bætir hann við. Breyting á uppgjörskröfunni er vandasamt verk og viðkvæmt á vettvangi stjórnmálanna enda felur breytingin í sér að verðmæti eru færð á milli kynslóða. Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármála- eftirlitinu, sagði í umfjöllun Mark- aðarins fyrir ári að skuldbindingar dæmigerðra lífeyrissjóða myndu aukast um 10-13 prósent ef upp- gjörskrafan yrði lækkuð niður í 3 prósent. Á móti myndu eignir aukast um 2-4 prósent. Ef upp- Athyglin beinist að uppgjörskröfunni Uppgjörskrafa lífeyrissjóða sögð of há. Dregur úr áhuga á ríkisbréfum sem kemur sér illa fyrir ríkissjóð. Stjórnkerfið skoðar breyt- ingar á uppgjörskröfunni. Prófessor í hagfræði segir það geta grafið undan trúverðugleika að breyta kröfunni af slíkum ástæðum. Uppgjörskrafan hjá lífeyrissjóðum flækist fyrir ríkissjóði og Seðlabanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Innlán lífeyrissjóða í bankakerfinu hafa aukist um 35 prósent, allt að 49 milljarða, frá áramótum. 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.