Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 2
Ágæti harmonikuunnandi Starfsár stjórnar var með hefðbundnum hætti þetta árið, þó svo að landsmót á Isafirði hafi verið það helsta, sem stjórn sambandsins vann að með stjórn Harmonikufélags Vestfjarða. Aðalfundur sambandsins var haldinn að Hótel Seli við Mjfvatn í lok september. Það var Harmonikufélag Þingeyinga sem bar hitann og þungann af þessum fundi og vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki er kom að undirbúningi og framkvæmd fundarins fyrir frábærar móttökur og hvernig að öllu var staðið varðandi fundinn. Aðalfundurinn var í alla staði góður og málefnalegur. Ekki voru í raun mörg mál sem lágu fyrir fundinum önnur en venjuleg aðalfundarstörf. I upphafi fundar var minnst látinna félaga frá því á síðasta aðalfundi. Síðan hófst fundurinn samkvæmt dagskrá í lögum sambandsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar og að henni lokinni lagði gjaldkeri fram endurskoðaða reikninga sambandsins. Einnig flutti Friðjón Hallgrímsson skýrslu sína varðandi Harmonikublaðið og lagðir voru fram reikningar blaðsins til samþykktar. Eftir nokkarar umræður og fyrirspurnir var skýrsla stjórnar og reikningar samþykkt samhljóða. Við stjórnarkjör lá það fyrir að varaformaður, Jónas Þór Jóhannsson og gjaldkeri, Melkorka Benediktsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og var Haraldur Konráðsson kjörinn varaformaður og Filippía Sigurjónsdóttir gjaldkeri. Bæði Haraldur og Filippía voru fyrir í stjórn sem meðstjórnandi og varamaður og var því Pétur Bjarnason kjörinn meðstjórnandi og varamenn í stjórn sambandsins voru kjörin þau Sigurður Olafsson og Sólveig Inga Friðriksdóttir. Ég vil þakka Melkorku og Jónasi Þór fyrir gott starf fyrir sambandið í gegnum árin og vonandi fáum við að njóta krafta þeirra aftur áður en langt um líður. Nýtt fólk býð ég velkomið í stjórn sambandsins og hlakka ég til að vinna með þessu góða fólki á nýju starfsári. Á fundinum, undir liðnum Önnur mál, urðu nokkrar umræður um tímasetningu aðalfundar og voru fundarmenn sammála um að sá tímarammi sem settur er í lögum sambandsins um hvenær aðalfundur skuli haldinn er ekki góður í ljósi þess hvað ferðamannatíminn hefur lengst á undanförnum árum og þess vegna erfiðleikum bundið að semja við hótel um ásættanlegt verð fyrir gistingu og fundarsal fyrir aðalfundinn. Var því lagt til að þessi tíma- rammi yrði færður til 15. nóvember ár hvert í stað lok september. Stjórn sambandsins hefur brugðist við þessu og sent öllum formönnum fyrirspurn varðandi málið og óskað eftir samþykki allra aðildarfélaga um að þessi nýju tímamörk verði færð aftur og lagabreyting vegna þessa máls lögð fram á næsta aðalfundi sambandsins til samþykktar. Einnig var nokkuð rætt um Harmonikuþættina á sjónvarpsstöðinni fNN og voru fundarmenn almennt ánægðir með þetta framtak og töldu allir þeir er tjáðu sig um málið að þetta væru einstakar heimildir um þá fjölmörgu er fram hafa komið fram í þessum þáttum og harmonikunni til framdráttar. Nú hefur það komið fram í fréttum að sjónvarps- stöðin ÍNN hefur hætt útsendingum og á þessari stundu óvíst hvað verður um þessa þætti á þessum tímapunkti. Stjórn sambandsins mun ræða þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum. Nú liggur það fyrir að næsti aðalfundur sambandsins verður í boði Félags harm- onikuunnenda við Eyjafjörð og vil ég hér með þakka formanni F.H.U.E. fyrir skjót viðbrögð og við hljótum öll að fagna því að hittast næsta haust í Eyjafirði. Ég veit að vetrarstarf harmonikufélaganna í landinu er komið á fulla ferð og er það von mín að það starf verði öflugt eins og alltaf. Harmonikan verður að fá að hljóma sem víðast og sem oftast um land allt. Senn gengur jólahátíðin í garð og síðan fögnum við nýju ári. Ég vil þakka öllum stjórnarmönnum, formönnum aðildarfélaga sambandsins og harmonikuunnendum um land allt fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og er það von mín að árið 2018 verði okkur öllum gæfuríkt og gott harmonikuár. Gleðilega jólahátíð Gunnar Kvaran, formaður Sagnabankinn Aðþessu sinni er Sagnabankinnfenginn að láni úr þeirri stórskemmtilegu bók „Með lífið í lúkunum ", sem eru endurminningar Rögnvaldar Sigurjónssonarþíanóleikara, ritaðar afGuðrúnu Egilson. Birt með góðfúslegu leyfi Þórs Rögnvaldssonar. Ég var í manndrápsskapi þegar ég skálmaði inn á senu hálftíma of seint og troðfullur salur beið eftir mér. Ég byrjaði á Bach og tók svo til við H-moll sónötuna eftir Liszt, en þegar ég var kominn vel af stað og út í fúgatóið, rak mig svo heiftarlega í vörðurnar, að ég komst ekkert áfram. Ég byrjaði aftur og allt fór á sömu leið. Ég var viti mínu fjær af illsku út í allt og alla, spratt á lappir, æddi bak við senu og velti nærri því um koll Tamöru og kynninum á konsertinum, sem stóðu bara og blöðruðu og vissu ekkert hvað var á seiði. Síðan greip ég töskuna mína, náði þar í nóturnar af sónötunni, hentist aftur inn á senu, fletti upp á fúgatóinu og byrjaði aftur. Ég leit ekki aftur á blaðið, en spilaði verkið til enda svona nokkurn veginn eins og ég var vanur. Aheyrendur tóku þessu mjög vel, enda þótt þetta væri sjálfsagt óvenjuleg uppákoma á konsertum. Mér var innilega fagnað í lokin og svo virtist sem þessir tónleikar hafi lengi verið í minnum hafðir í Kasan. Fyrir nokkrum árum hitti Anna Áslaug Ragnarsdóttir Rússa nokkurn úti í London, sem kvaðst hafa hlustað á íslenskan píanóleikara fyrir óralöngu. Hefði hann gert sér lítið fyrir og sótt nóturnar, þegar hann rak í vörðurnar og þótti Rússanum mikið til um þetta áræði og ráðkænsku. Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Nctfang: assígu@intcrnct.is Veffang: www.nedsti.is Byggðasahi 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.