Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 14
Frumherjinn 40 ára Þegar rúmlega hundrað ár voru liðin frá því fyrsta harmonikan barst til Islands var fyrsta harmonikuunnendafélagið stofnað. Þá hafði almenningur dásamað hljóðfærið frá upphafi, þó yfirstéttin hafi litið það hornauga lengst af. Þetta átti ekki aðeins við hér á landi heldur víða, þar sem harmonikuleikarar voru taldir með glaumgosum og ábyrgðarlausum fuglum, sem ekki ættu gæfulegar framtíðarvonir. Hljóðfærið heillaði hins vegar og leysti af hólmi hljóðfæri, sem voru því langt að baki. Nokkuð var um að harmóníum úr sóknar- kirkjum væru flutt, með mikilli fyrirhöfn þangað sem dansað yrði, en eftir að harmo- nikurnar komu til sögunnar varð þetta mun auðveldara. Þá var þægilegt að hengja nikkuna á öxlina og labba af stað. Að sjálfsögðu leiddi af því að áhugafólk um tónlist hafði jafnvel áhuga á að læra á þetta undraverkfæri. Þeir urðu því fljótlega nokkrir sem minntu á Hofs- Láka, æringja austan af landi, sem úti í túnfæti dragspilið þandi. Harmonikan var hljóðfæri alþýðunnar og gleðinnar. Hún varð ómissandi á fyrstu árum félagsheimilanna vítt og breitt um landið og þeir sem kunnu á henni tökin vinsælir eins og dægurlagastjörnur. Um langan tíma var hún hljóðfærið og það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum að einhverrar samkeppni varð vart frá öðrum hljóðfærum. Þann 22. nóvember 1936 var stofnað félag harmo- nikuleikara í Reykjavík og stóðu 29 harmonikuleikarar að stofnuninni. Merkilegt má telja, að þetta gerist fjórum árum eftir að FIH var stofnað. Þetta var hagsmunafélag, sem samþykkti kauptaxta og átti að tryggja kjör félagsmanna. Ekki varð þetta félag langlíft og starfaði aðeins í fjögur eða fimm ár. Það má geta þess til gamans að Bragi Hlíðberg heiðursfélagi FHUR, er einn eftirlifandi af stofnfélögunum. Síðar þegar rokkárin gengu í garð fór fyrst að verða vart við undanhald, en á móti kom að gömludansarnir voru ennþá geysivinsælir og þar var harmonikan á heimavelli. Þegar kom fram á áttunda áratuginn var heldur farið að fjara undan og sást nú harmonika æ sjaldnar á almennum danleikjum. Einn af þeim sem varð kunnur harmonikuleikari eftir stríð var Karl Jónatansson, sem fljótlega gat sér orð sem mjög góður tónlistarmaður, en hann lék einnig á saxófón. Karl lék með hljómsveitum í Reykjavík, var reyndar oftar en ekki hljóm- sveitarstjóri, en í aukavinnu sagði hann fólki til og var mjög vinsæll, enda maðurinn hið mesta ljúfmenni, þolinmóður og laginn við nemendur sína. Hann hafði kynnst harmonikufélögum á Norðurlöndum og hafði hugmyndir um að slíkt gæti einnig gengið hér á landi. Það var því ekki vonum seinna þegar nokkrir nemendur Karls Jónatanssonar, með meistarann í fararbroddi, gengu í það að stofna það sem þá hét „Félag áhugamanna um harmo- nikuleik", þann 8. sept- ember 1977. Stofnfund- urinn var haldinn í húsakynnum Almenna músikskólans í Miðbæjar- skólanum við Tjörnina og mættu 20 manns á fundinn. Karl Jónatansson rak skólann. Formaður var kjörinn Bjarni Marteinsson, en með honum í stjórn þau Karl Jónatansson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmar Hauksson, Elsa Kristjánsdóttir og Rósa Jónsdóttir, ritari. Það kom fljótlega í ljós að nafnið þótti óþjált og á fyrsta aðalfundinum í maí 1978 kom fram tillaga frá Rúti Hannessyni um að félagið skyldi heita Félag harmo- nikuunnenda. Var það samþykkt af miklum meirihluta fundarmanna, en þá voru skráðir félags- menn nálægt eitt hundrað. Nú var komið að því að finna nothæfar fjáröflunarleiðir og að sjálfsögðu kom það í hlut skemmtinefndar. Nú reið á að vera hugmyndaríkur og fljótlega kom sú hugmynd upp í nefnd- inni að halda skemmti- fundi þar sem allir væru velkomnir, þá kæmu fljótt í Ijós fleiri áhugamenn. Fyrsti skemmtifundurinn er haldinn í risi Edduhússins við Lindargötu 15. janúar 1978, hann heppnaðist vel og sótti hann fjöldi manns. Fyrsti dansleikurinn til fjáröflunar var í félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavikur við Elliðaár 2. mars 1978, þá er skráð á aðgöngumiðann að félagið heiti Félag áhuga- manna um harmoníkuleik. Það er einnig í mars 1978 sem haldinn er blaða- og kynn- ingarfundur í Nýja kökuhúsinu við Austurvöll, þar var mikil stemming er menn hófu að leika fyrir gesti, m.a. kom Garðar Olgeirsson alla leið að austan frá Hellisholtum og lék af sinni alkunnu snilld, Eiríkur heitinn Asgeirsson þáverandi forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur kynnti tvöföldu harmonikuna sem þá sást tæpast orðið hvað þá meir og lék á hana af fimi. Það var ýmislegt rætt á þessum fyrstu dögum og í skýrslu stjórnar 1978-79 segir m.a., helstu mál sem rædd hafa verið á starfsárinu á fimm bókuðum stjórnarfundum voru kennslumál, húsnæðismál, skemmtana- hald, kaup á munum til félagsins, merki félagsins, pöntun á síma sem ætlaður yrði fyrir símaþjónustu á ákveðnum tíma og leita hóf- anna hjá Ríkisútvarpinu um harmonikuþátt. Þættirnir hófust svo skömmu síðar eða í janúar Frd landsmóti 1984. Edwin Kaaber, Þorsteinn R. Þorsteinsson, Jón Ingi Júlíusson Mynd: Ágústa Bárðardóttir 14

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.