Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 3
Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Abyrgðamiaðiir: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2 108 Keykjavík Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet.is Prentvinnsla: Héraðsprent, Egilsstöðum, ivmv.heradsprent.is Forsíða: Hljómsveit FHUR í afmcelishófinu 4. nóvember. Fremri röð f.v. Eggert Kristihsson trommari, E/ísabet H. Einarsdóttir, Ha/ldóra Bjarnadóttir, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir, Erlingur He/gason. Aftarí röð f.v. Gunnar Gröndal bassi, GarðarEinarsson, Gísli Gíslason, Sigurður Alfonsson, Reynir Jónasson, Pétur Bjarnason, Bjarni Gunnarsson, Gyða Guðmundsdóttir, Ulfhildur Grímsdóttir. Meðal efnis: - Fréttir af Harmonikufélagi Þingeyinga - Afmælishátíð og dansleikir FHUR - Bryggjubail í Norðurfírði - Frostpinnar að vestan - Laugarbakki 2017 - Frumherjinn 40 ára - Lag blaðsins - Arni Isleifsson Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 25.500 1/2 síða kr. 16.500 Innsíður 1/1 síða kr. 20.500 1/2 síða kr. 12.500 1/4 síða kr. 7.500 1/8 síða kr. 5.000 Smáauglýsingar kr. 5.000 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. apríl 2018. Stjórn S.f.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Gunnar Kvaran alf7@mi.is Álfalandi 7, 108 Reykjavík S: 568-3670 / 824-7610 Varaformaður: Haraldur Konráðsson budarhollgJsimnet.is Búðarhóli, 861 Hvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207/861-5998 Gjaldkeri: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462-5534 / 820-8834 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Ólafsson sandur2s@magnavik.is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir solveiginga@emax.is Bólstaðahlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107/ 856-1187 Ritstjóraspjall Að halda úti blaði sem snýst eingöngu um eitt hljóðfæri er ekki aðeins einstakt, heldur líka stórfurðulegt, Að eitt hljóðfæri skuli hafa slík áhrif að í fjölmörgum löndum séu þúsundir áskrifenda að slíkum blöðum er magnað. Þetta leiðir hugann að því að harmonikuunnendur hljóti að vera hvort tveggja, óvenjulega skemmtilegir og stórfurðulegir. Það var 31 ár í haust síðan fýrsta harmoniku- blaðið á Islandi leit dagsins Ijós. Það voru þeir Hilmar Hjartarson pípulagnameistari og Þorsteinn Rúnar Þorsteinsson rakarameistari sem riðu á vaðið í sumarlok 1986 og fýrsta tölublað Harmonikunnar varð að veruleika um haustið. Merkileg tilviljun er að þeir eru fæddir sama daginn, 14. apríl, með fimm ára millibili. Einhvern tíma hefði verið sagt að tveir hrútar ættu ekki að reyna þetta, en þær vangaveltur urðu að engu strax. Ekki reyndist erfitt að fá áskrifendur en nokkuð tímafrekt. Þarna voru harmonikuunnendur komnir með málgagn sem studdi vel við samvinnu harmonikufélaganna. Forsöguna að upphafinu rakti Hilmar í viðtali í Harmonikublaðinu í júni á þessu ári. Síðasta tölublaðið kom síðan út sumarið 2001 og hafði Hilmar þá staðið einn að blaðinu síðustu fimm árin og tölublöðin frá upphafi orðin fjörutíu og fimm. Það fór ekki milli mála að áhugi var á að halda útgáfunni áfram, en erfiðlega gekk að fá kaupendur að fýrirtækinu, sem myndu þá feta í fótspor tvímenninganna. Niðurstaðan varð síðan sú að Samband íslenskra harmoniku- unnenda ákvað að reyna að gefa út nýtt blað. Ekld voru allir á einu máli um þessi málalok. Þá var for- maður landsambandsins Jóhannes Jónsson og bættist blaðið við formennskuna. Fyrsta blaðið kom út á vordögum 2002 og verður að segjast að útkoman var framar öllum vonum. Ekki má gleyma að Harmonikan var gefin út af óhemju miklum áhuga og framsýni ungra manna, sem létu fátt stöðva sig. Jóhannes ritstýrði blaðinu næstu árin en síðasta blaðið sem hann kom að, var desemberblaðið 2005. Þávar Jónas Þórorðinn landssambandsformaður og Hreinn Halldórsson á Egilsstöðum tók við blaðinu. Ekki varð þetta til að skemma og ritstýrði Hreinn blaðinu til jóla 2008, að Gunnar Kvaran var kallaður til og sá hann um blaðið út árið 2011, en hann varð landssam- bandsformaður þá um haustið. Þar með var komið að núverandi ritstjóra. Það blað sem nú kemur út er númer 48 í röðinni, þannig að Harmonikublaðið er nú komið fram úr Harmonikunni í fjölda tölublaða. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi blaða sem þessara. Þá er sögulegt gildi ómetanlegt. Ekki er öllum jafn létt að skrifa um atburði, en mesta furða er hve vel hefur gengið að afla efnis. Aila viðburði er hægt að auglýsa og ná til þessa skemmtilega sértrúar- hóps, sem sumir kalia harmonikuunnendur. f fréttum var þetta helst Harmonikuunnendur í Skagafirði ætla að taka upp þráðinn þar sem hann féll niður í fýrra. Jónsmessumót þeirra verður aftur á dagskrá á komandi sumri á Steinsstöðum. Það er mikið ánægjuefni, þar sem staðurinn er vinsæll meðal harmonikuunnenda og sérlega vel fallinn til harmonikumótshalds. Áfram Skagfirðingar, þið eigið leikinn. Miklar líkur eru á að norskur harmoniku- klúbbur efni til Isiandsheimsóknar næsta sumar. Um 20 manna hóp gæti verið að ræða. Vitað er um fýrirspurnir frá Noregi varðandi harmonikumót til að heimsækja og taka þátt í. Ekki eru dagsetningar komnar á ferðina. Allt ætti þetta að verða komið á hreint þegar vorblaðið kemur út. Ritstjóri blaðsins varð fýrir því óhappi þegar hann var að fara með Skódann í dekkja- skiptingu þann 10. nóvember, að hann hrasaði í tröppunum við heimili sitt. Hann var með vetrardekk í hægri hönd og bar fýrir sig þá vinstri, sem brotnaði við höggið. I kaupbæti fékk svo afturendinn feikna mikið högg og hefur verið svartur eins og vetrardekk síðan. Marið er þó að smá hverfa. Ritstjórinn verður því í gifsi fram í desember. Tii þessa hefur hann aðallega notað hægri höndina til að heilsa fólki, horfa á sjónvarp, tala í síma og leika á harmoniku. Hann er sem sagt örvhentur. Öll vinnsla við blaðið hefur því tekið óvenju langan tíma. Sérstaklega hafa kommur og stórir stafir þvælst fýrir svo legið hefur við uppþotum. Sunnudaginn 19. nóvember hélt Rauði Krossinn dansleik fýrir eldri borgara í Edin- borgarhúsinu á Isafirði. Baldur Geirmunds- son, Vilberg Vilbergsson (Villi Valli) og Magnús Reynir Guðmundsson spiluðu. I pásu var boðið upp á kaffi og meðlæti. f “ ý Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn ísfjörð, Baldur Geirmundsson, Bragi Hlíðberg og Reynir Jónasson. V____________________________________J Kt. SÍHU: 611103-4170 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.