Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 4
Fréttir af Harmonikufélagi Þingeyinga Haustið 2017 var viðburðaríkt hjá Harmo- nikufélagi Þingeyinga. I fyrsta lagi fórum við í hópferð til Egilsstaða á dansleik í Valaskjálf þann 26. ágúst. Hann var haldinn í samstarfi við Harmonikufélag Héraðsbúa. Ovenju lítið var ort í ferðinni enda útsýnið fagurt. Þó varð til þessi öfugmælavísa. Erufjöllin eintómt grjót engin sól á vorri leið Jökulsáin ósköp Ijót og ekki prýðir Herðubreið. Fyrir austan gistum við á gistiheimilinu Skipalæk en fengum hátíðarkvöldverð í Valaskjálf. Voru allir harðánægðir með veitingarnar nema einn sem vildi hafa deserinn stærri. Mývatnssveit þann 23. september og fengum við frábæra þjónustu. Helgin hófst með léttum kvöldverði á föstudeginum og auðvitað tónleikum fram eftir kvöldi. Síðan var fundurinn á laugardaginn meðan makar skruppu Mývatnshringinn á rútu. Bílstjóri var Kjartan Sigurðsson og honum til aðstoðar við fararstjórn Hólmfríður Bjartmars. Laugardag- urinn endaði svo á kvöldverði og bráðfjörugu balli í sal hótelsins og var það sérstaklega ánægjulegt hve vel var mætt bæði á borðhaldið og dansleikinn. Og ekki var músikin af verri endanum. Aðalfundur H.F.Þ. var haldinn 8. október með harmonikuleik og kökuhlaðborði samkvæmt venju. Formaður Sigurður Olafsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður. Nýr formaður var kosinn Jón Helgi Jóhannsson. Lokið höfðu kjörtímabili í stjórn, Kjartan Sigurðsson og Asgeir Stefánsson. Nú dugar ekkert slugs Strákabandið slar ekki af þó kaupið sé lágt Þingeyingar og Héraðsbúar eiga gott samstarf þar sem mœtast loft og lögur. Skemmtinefndin skemmtir sér og öðrum Spilaglaðir Héraðsbúar í Valaskjálf Við Ijúfmeti fengum á lágum prís lofa ber það með stöku. Þó deserinn vœri agnarsmár ís innan ífrosinni köku. Dansleikurinn á eftir var bráðskemmtilegur eins og alltaf og stóðu spilarar sig vel. Frá okkur voru það Aðalsteinn Isfjörð, Jóel Friðbjarnarson og Kristján Kárason og hópur snillinga að austan. Dansararnir kunnu að meta það tóku vel við sér að vanda. Haustfundur S.Í.H.U. Það kom í okkar hlut í ár að sjá um haustfund S.Í.H.U. Hann var haldinn í Hótel Seli í Sigríður Ivarsdóttir. I þeirra stað voru kosin Smári Kárason og Þórhildur Sigurðardóttir. Nýja stjórnin er þannig skipuð. Jón Helgi formaður, Karen Hannesdóttir ritari, Olína Arnkelsdóttir gjaldkeri, Þórhildur varafor- maður og Smári meðstjórnandi. Dansæfing var í Ljósvetningabúð 2. nóvember og eru fleiri fyrirhugaðar í vetur. Arshátíð félagsins var haldin í Breiðamýri þann 18. nóvember með matarveislu og skemmtun undir borðum. Matseld annaðist félagi okkar Kristján Guðmundsson kokkur á Laugum. Veislustjórn annaðist Friðrik Steingrímsson af miklum skörungsskap, en Asgeir Stefánsson lék undir fyrir fjöldasöng. Skemmtinefnd skipuðu Bergljót Benediktsdóttir, Dómhildur Olgeirsdóttir og Gunnhildur Arnþórsdóttir. Að borðhaldi loknu hófst svo dansinn og spiluðu fyrir honum Ásgeir, Strákabandið og Hildur Petra Friðriksdóttir. Þau nutu aðstoðar Pálma Björnssonar, Árna Þorvaldssonar og Magnúsar Kristinssonar frá Akureyri, en spilarar úr félagi okkar hafa stundum tekið þátt í dansleikjum Harmonikufélags Eyja- fjarðar. Næsti viðburður félagsins er á áætlun sjötta janúar með dansleik og bögglauppboði á Breiðumýri. Jón Helgi Jóhannsson ogHólmfríður Bjartmars. Myndir. Sigurður Ólafison 4

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.