Harmonikublaðið - 01.12.2017, Side 7

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Side 7
Séð yfir samkomuna Stjórn FHUR 2017. Harpa varamaður, Steinþóra formaður, Gyða ritari, Hilmar varaformaður, Haukur gjaldkeri og Hreinn varamaður. Asgerður meðstjórnandi var erlendis Bryggjiibdl í Norðurfirði Mynd: Hilmar Hjartarson Það var í ágúst að áliðnum slætti 2015 að haldið var bryggjuball í Norðurfirði í Arneshreppi í fyrsta sinn. Harmonikan hljómaði þar í öndvegi með söng og undirleik annarra hljóðfæra. Hugmyndasmiður þessa viðburðar var Linda Björk Guðmundsdótrir frá Finnbogastöðum í Arneshreppi. Ballið bar fyrirsögnina „Dansleikur við nyrsta haf‘ og fór fram þann 22. ágúst 2015. Veðurfarið var með eindæmum leiðinlegt fyrir slíka útihátíð, það ausrigndi nánast þar til ballið hófst, en þá stytti skyndilega upp. Allt tókst vel og var mótshaldara til sóma ásamt ýmsum öðrum hjálparhellum er studdu verkefnið. Fjölmenni dreif að, tónlistarmenn komu frá Eyjafirði, Vindbelgirnir úr Reykjavík auk Lindu sem lék á harmoniku og söng. Svo mikil dansstemning hélst að í steinum og stígvélum small. Kaffi Norðurfjörður og fiskhúsið stóðu opin fyrir gestina. Ekki er létt að ákveða dagsetningu ár fram í tímann og veðja á að veðurguðirnir aumkist yfir mótshaldara á þessum árstíma. Þegar um útihátíð er að ræða skiptir veðurfarið miklu máli. Allavega varð ekki úr að halda ball 2016, en aftur á móti höfðu menn sótt í sig veðrið 2017 og allt sett á fulla ferð í undirbúningi og dagsetning ákveðin 18. og 19. ágúst. Tónlistarmenn voru pantaðir úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu ásamt Vind- belgjunum auk hljómsveitar að nafni Gleði- konurnar. Hún er skipuð þremur ungum konum og einum herra er leikur á kontrabassa. Ein kvennanna leikur á ukulele, önnur á klarinett og Linda Björk á harmoniku. Nú var bryddað upp á þeirri nýjung að halda tónleika föstudagskvöldið átjánda í Kaffi Norðurfirði. Tónleikarnir hófust með samleik greinarhöfundar, sem einnig er stuðningsaðili og mótshaldara á harmonikur. Þá tóku Vindbelgirnir við og léku nokkur vel valin lög, en Gleðikonurnar slógu botninn í hina skipulögðu tónleika sem fóru fram fyrir troðfullu húsi og glimrandi undirtektum gesta. Fyrir bryggjuballið á laugardagskvöldinu hafði verið stillt upp stórum sendibíl á bryggjuna sem senu og allt þrifið út í hvert horn. Margar hjálparhellur lögðu fram krafta sína í undirbúning og hjálp afýmsum toga. Að auki var þessi samkoma haldin í samvinnu við Ferðafélag Islands og Kaffi Norðurfjörð ásamt því að hreppurinn styrkti með því að rukka ekki fyrir rafmagn, en auk þess sá björg- unarsveitin Strandasól um gæslu. Skemmst frá að segja tókst bryggjuballið vel, góð stemming og veðrið með eindæmum gott, stjörnubjartur himinn og norðurljós sem lýstu UPP bryggjuna- Hilmar Hjartarson 1

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.