Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 11
Ritstjórinn í dumbungi í stuði
Hér eru mikiir söngjuglar, nú skal lagið tekið
Anœgðir gjaldkerar, Anna ogHafliði
Yfir okkur laumast lœgðir,
leiðum veðrum stýra peer;
en nú þarf ég að hafa hægðir.
Hvar er Mogginn frá í gær?
(Jakob Jónsson á Varmalœk)
Verð í húsi víst ég lofit,
við að hvílast er ég natinn.
Til hádegis ég helst við sofa —
og halla mér svo eftir matinn.
(Ólafur Runólfsson)
Það er svo eiginlega komin hefð á það að
Þorvaldur á Bjargi komi með eitthvað innlegg
á tónleikana og í þetta sinn var það tríó sem
flutti 4 lög eftir hann sjálfan. Tríóið skipuðu
Þorvaldur á harmoniku, Sigurður Ingvi
Björnsson á gítar og Sigurður Helgi Oddsson
á píanó, aldeilis frábærir og fengu dynjandi
lófaklapp að iokinni spilamennsku. Við vorum
svo heppin að Aðalsteinn Isfjörð, heiðursfélagi
SIHU, var á staðnum. Hann tók fyrirvaralausri
áskorun okkar, steig á svið og spilaði nokkur
lög með alkunnum glæsibrag, flest voru eftir
hann sjálfan og hann fylgdi þeim úr hlaði með
skemmtilegum kynningum. Takk fyrir oklcur
Alli!
Þá var kominn tími á kaffihlaðborðið árlega,
þar svignuðu borð undan kræsingum og sá
hvergi högg á vatni þótt gestir gerðu
veitingunum góð skil. A meðan á borðhaldi
stóð var líka veisla fyrir andann því að fyrst
spilaði Guðmundur Jóhannesson nokkur lög
á hnappanikkuna og svo var skorað á tríó
Þorvaldar að spila meira, hvað þeir og gerðu,
tóku nokkur dægurlög sem var vel tekið undir
í salnum, Sigurður Helgi píanóleikari fór þar
alveg á kostum. Vonandi eigum við eftir að
heyra meira frá þeim. Kaffið rann ljúflega
niður og menn gáfu sér góðan tíma til að
njóta meðlætisins og frábærra tónlistarmanna,
já svona á þetta að vera.
A laugardagskvöldið var svo dansleikur frá kl.
níu til eitt, það var Sveinn Sigurjónsson og
hljómsveit sem sá um fjörið eins og undanfarin
ár. Dansinn var stiginn af miklum móð og
allir skemmtu sér vel. Gólfið alltaf fullt af
dansunnendum í miklu stuði. Þegar ballið
var hálfnað var tekið hefðbundið hlé til að
draga í happdrættinu, en þar var eins og alltaf
fjöldi góðra vinninga. Þegar lukkulegir
vinningshafar voru búnir að sækja
happafenginn til Melkorku og Sólveigar var
dansinum haldið áfram af krafti þar til að
Svenni endaði skemmtunina og frábært ball
með fjöldasöng, gestir mynduðu hring á
dansgólfinu og sungu saman af hjartans lyst.
Héldu síðan sælir og ánægðir út í nóttina og
þar hélt gleðin örugglega áfram hjá einhverjum
en allt fór þetta mjög vel fram. Harmoniku-
unnendur sýndu þarna að veðrið er aukaatriði,
11
Menn alvarlegiryfir landsmótslögunum. Fremri röðjv. Steinþór Logi, Kristjdn Ingi, Jóbanna ogAsgerður. Aftari röðfiu
Jóhann, Ragnar Ingi, Sigvaldi, Halldór og Guðbjartur. Uppi á sviði fv. Ríkarður, Hafliði, Jóhann og Halli. (Utan
myndskeiðs eru svo Melkorka og Sigrún)