Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 19
Árni ísleifsson
Árni Isleifs fæddist í Reykjavík 28. september
1927 og er því nýlega orðin níræður. Hann
fékk ósvikna tónlistargáfu í guðsgjöf, sem
hann hefur miðlað af og Islendingar notið
góðs af í ríflega sjötíu ár. Hann hóf ungur að
leika á píanó og fimmtán ára lék hann undir
hjá Nínu Sveinsdóttur leikkonu, þegar hún
söng gamanvísur. Tæplega tvítugur var hann
farinn að leika í hljómsveitum í höfuðborginni
og varð strax eftirsóttur píanóleikari. Árum
saman störfuðu hljómsveitir undir hans nafni
og þóttu skemmtilegar. Snemma fór Árni að
setja saman Iög, sem urðu mörg hver býsna
vinsæl. Má þar nefna frábær lög eins og
Snjókarlinn, Örabelg, Sumar er í sveit, sem
öll urðu mjög vinsæl á sjötta og sjöunda
áratugnum. Þá má nefna lög eins og
Skíðapolka og Fjallarefinn, en það lék Grettir
Björnsson inn á hljómplötu upp úr 1970.
Árni var jassleikari af bestu gerð og þar stóð
hann í fararbroddi. Hann flutti búferlum til
Egilsstaða tæplega fimmtugur og gerðist
kennari við tónlistarskólann á staðnum. Þar
stóð hann m.a. fyrir jasshátíðum, sem þóttu
mikil búbót við menningarlífið á Héraði.
Hann flutti aftur til Reykjavíkur 1999 og var
áberandi í tónlistarlífi borgarinnar lengi eftir
það. Eiginkona Árna er Kristín Axelsdóttir.
Verður um Jónsmessuhelgina 22. - 24. júní - 2018
ALHLIÐA FERÐAÞJÓNUSTAi
Áætlun dansleikja
veturinn 2018
Laugardaginn 3. febrúar
Laugardaginn 3. mars
Miðvikudaginn 18. apríl
Laugardaginn 5. maí
Síðasti vetrardagur
Harmonikudagurinn
19