Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 6
Afmælishátíð og dansleikir FHUR Tveir dansleikir hafa farið fram í haust. Sá fyrri var 14. október og var mæting með því lakara sem sést hefur á fyrsta dansleik haustsins hjá FHUR. Erlingur Helgason hóf dansleikinn og þær Vigdís og Hildur Petra leystu hann síðan af. Ballinu lauk svo Svenni Sigurjóns. Meðleikarar voru eins og oft áður, Edwin Kaaber á gítar, Hreinn Vilhjálmsson á bassa og Guðmundur Steingrímsson trommari. Næst var blásið til dansleiks þann 25. nóvember og ekki skánaði aðsóknin. Formaður SÍHU Gunnar Kvaran byrjaði ballið ásamt Hreini Vilhjálmssyni, en þeir hafa um árabil leikið undir dansi hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Sigurður Alfonsson og Reynir Jónasson tóku síðan við. Hilmar Hjartarson lauk svo dansleiknum í samleik með Lindu Björk Guðmundsdóttur, sem hljóp í skarðið fyrir Friðjón Hallgrímsson, sem sökum handleggsbrots gat aðeins sinnt miðasölu og dyravörslu þetta kvöld. Guðmundur Steingrímsson lék á trommur, Hreinn Vilhjálmsson var á bassanum og Grímur Sigurðsson á gítar og bassa. Er það í fyrsta skipti sem Grímur tekur þátt í dansleik hjá félaginu. Fjörutíu ára afmælishátíð Félags harmoniku- unnenda í Reykjavík var haldin laugardaginn 4. nóvember með kaffisamsæti í Breiðfirðinga- búð. Kvennasveit félagsins lék meðan gestir komu sér fyrir, en síðan hófst afmælisdagskrá sem Friðjón Hallgrímsson formaður skemmtinefndar stjórnaði. Hún hófst með því að formaður félagsins Steinþóra Agústsdóttir bauð gesti velkomna með viðeigandi ávarpi. Hilmar Hjartarson varaformaður rakti því næst sögu félagsins í stórum dráttum og kom þar margt fróðlegt og skemmtilegt fram. Næst lék hljómsveit FHUR undir stjórn Reynis Jónassonar, A góðum degi eftir Tómas R. Einarsson, Fúsasyrpu eftir Sigfús Halldórsson FomaSur FHUR Steinþóra Agústsdóttir setur samkomuna og Stúlkan mín eftir Jón Múla Árnason. Þá var komið að heiðrunum nokkurra úrvals félaga. Eftirtalin voru sæmd silfurmerki FHUR; Ágústa Bárðardóttir, Guðmundur Samúelsson, Gunnar Auðunn Ásgeirsson, Ingvar Hólmgeirsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Pálhildur S. Guðmundsdóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Alfonsson, Sigurður Harðarson og Valmundur Ingi Pálsson. Þá voru fjórir gerðir að heiðursfélögum, þau Bjarni Marteinsson, Elísabet Halldóra Einarsdóttir, Hilmar Hjartarson og Þórleifur Finnsson. Stjórn FHUR hafði einnig samþykkt að gera Elsu Kristjánsdóttur að heiðursfélaga, en hún starfaði frá upphafi í stjórn og nefndum félagsins, auk þess að leika í hljómsveitinni í áratugi. Við skyndilegt fráfall hennar 20. september sl. urðu allar slíkar áætlanir að engu, en var henni þakkað allt sem hún vann félaginu. Allt hefur þetta heiðursfólki unnið félaginu lengi af mikilli fórnfysi, sumir jafnvel frá stofnun þess. Þá var komið að þeim félögum Reyni Jónassyni og Sigurði Alfonssyni. Þeir léku Cornelli eftir Arnstein Johansen og Por una Cabeza eftir Carlos Gardell, en bættu síðan við Fördeminnen eftir Arnstein eftir almenn fagnaðarlæti. Guðrún Guðjónsdóttir ávarpaði samkomuna og flutti vel þegna afmæliskveðju frá Harmonikufélagi Reykjavíkur. Eðvarð Árnason þakkaði fyrir áralanga samveru í félaginu og árnaði því heilla. Að lokum þakkaði Steinþóra formaður þeim tæplega eitt hundrað gestum, sem sátu hófið, fyrir komuna og sleit samkomunni. Voru gestir almennt þeirra skoðunar að dagurinn hefði verið ánægjulegur í alla staði og samveran notaleg. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar Þau voru gerð að keiðursfélögum á á hátíðinni. Þórleifur Finnsson, ElísabetH. Einarsdóttir og Hilmar Hjartarson. Bjarni Marteinsson var jjarverandi vegna veikinda 6 Þau sem hlutu silfurmerki FHUR. GunnarAuðunn Asgeirsson, Ágústa Bárðardóttir, Guðmundur Samúelsson, Sigrtður Sigurðardóttir, Jónína Þorsteinsdóttir, Sigurður Alfonsson, Ingvar Hólmgeirsson, Valmundur Ingi Pálsson og Sigurður Harðarson. Pálhildur Guðmundsdóttir og Sigríður Guðbjartsdóttir áttu ekki heimangengt að þessu sinni

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.