Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 10
Laugarbakki 2017 Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og Nikkólína úr Dölum héldu sína árlegu harmonikuhátíð í Asbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði helgina 16.-18. júní sl. Það mátti greina strax á fimmtudegi að eitthvað skemmtilegt lá í loftinu og þrátt fyrir heldur lélega veðurspá, fór fólk að koma sér fyrir með góðum fyrirvara og ekki var að spyrja að gleðinni sem ríkti, harmonikuunnendur komnir víða að og skemmtilegir dagar framundan í góðum félagsskap. Föstudagurinn heilsaði svona að dómi Friðriks Steingrímssonar: A Laugarbakka er bölvað svað og bleytukuldalurkur. En ígrennd ogstöku stað er stafalogn ogþurrkur. En harmonikuunnendur láta ekki veðrið stjórna sér, það er bara krydd. Fjörið byrjaði svo fyrir alvöru með dansleik á föstudagskvöldið frá klukkan níu til eitt. Það var stórsveit Nikkólínu sem spilaði fyrir dansi þetta kvöld. Sveitina skipuðu að þessu sinni á harmoniku Halldór Þ. Þórðarson stjórnandi sveitarinnar, Steinþór Logi Arnarsson, Kristján Ingi Arnarsson, Ásgerður Jónsdóttir, Sigvaldi Fjeldsted, Melkorka Benediktsdóttir, Guð- bjartur A. Björgvinsson, Jóhann Elísson, Jóhanna Omarsdóttir, Ragnar Ingi Aðal- steinsson og Sigrún Halldórsdóttir, á gítar Hafliði Olafsson, á bassa Haraldur Reynisson og við trommurnar sat í þetta sinn Jóhann Ríkarðsson, en Ríkarður Jóhannsson spilaði á bongótrommur. Nikkólína hóf ballið með því að taka úr sér Iandsmótshrollinn og renna yfir væntanlega tónleikadagskrá. Eftir það var sett á fullt og ballgestir teknir til kostanna. Þetta var meiri háttar dansleikur, frábær stemming og dansað og sungið af hjartans lyst. I salnum voru miklir raddmenn, þegar komu góðir söngkaflar og menn hölluðu höfðinu Aðalsteinn Isjjörð á fullri ferð aftur og settu á fullan kraft, þá var eins og þakið lyftist af húsinu. Og þannig leið kvöldið í glaum og gleði allt fram til kl. 1, þá var sungið saman lokalagið og svo svifu menn heitir og sælir út í sumarnóttina. Laugardagurinn, þjóðhátíðardagurinn okkar, heilsaði svo með smádumbung sem oftar og Friðrik orti: Eitt er víst og það er það ogþykir sumum miður. Bœði í grennd ogstöku stað, steypist regnið niður. Menn tóku það rólega framan af, það var spjallað og spilað á útisvæðinu og enn fjölgaði í hópnum. Skemmtidagskráin hófst kl. 14, þær Melkorka og Sólveig settu dagskrá og í tilefni þjóðhátíðar sungu allir saman Ó blessuð vertu sumarsól við undirleik Elínborgar Sigurgeirsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Þá spiluðu þau Einar Georg Einarsson 2 lög á harmoniku og píanó, skemmtilegt samspil það. Ingi Hjörtur Bjarnason á Neðri-Svertingsstöðum og Skúli Einarsson á Tannstaðabakka sungu tvö lög hvor við undirleik Elínborgar, mjög flottir söngvarar og bændur! Þá var komið að bragfræðikennsluþætti Ragnars Inga Aðal- steinssonar, hann kynnti tvær Ijóðabækur sem eru í vinnslu, A mörkunum eftir Sigurð Ottar Jónsson og 103þœr bestu. Tónleikagestir völdu sér númer (á bilinu 1-103) og fengu vísu í staðinn með útskýringum, hver annarri betri, um uppruna Islendinga, kvenna- vandræði, Snorra Sturluson og margt fleira. Ragnar Ingi er alveg sérfræðingur í þessum kveðskap og baklandi hans og var mikið hlegið. Læt nokkur sýnishorn fylgja með en hef því miður ekki þekkingu Ragnars Inga á tilurð vísnanna. Gegnum lífið létt að vanda liðugt smó hann; nennti síðast ekki að anda - ogþá dó hann. (Kristmann Guðmundsson)

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.