Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 15
Nokkrir félagar í FHUR bregða d leik 1986. Hugmynd að harmonikumóti erfiedd. Mynd: Þorsteinn R. Þorsteinsson 1979 og var fyrsti þátturinn tileinkaður Toralf Tollefsen. Umsjón þáttanna var falin þeim Bjarna Marteinssyni, Sigurði Alfonssyni og Högna Jónssyni. Mikill áhugi var meðal almennings að ganga í félagið og til marks um það voru 154 skráðir í félagatali á aðalfundi 1980, en rveimur árum síðar voru þeir orðnir 222. Skemmtifundir félagsins urðu strax mjög vinsælir og spurðust út meðal harmoniku- unnenda. Má fullyrða að þeir hafi verið hryggjarstykkið í félagsstarfinu, enda sam- vinnuverkefni margra félagsmanna. Konurnar í félaginu urðu mjög fljótlega potturinn og pannan í skemmdfundunum. Þær seldu veitingar, sem þær bökuðu sjálfar, en þessi þáttur varð til að auka enn á samheldni hópsins. Góð aðsókn var á skemmtifundina fyrstu tuttugu árin, en þá fór að draga úr frá október til maí. Margir stigu sín fyrstu skref á sviði á skemmtifundum félagsins. Einu sinni hefur farið fram danslagakeppni. Það var veturinn 1992-1993 og sigraði Garðar Olgeirsson í þeirri keppni með laginu „Flökkusrelpan“, en Bragi Hlíðberg hlaut annað sætið. Sigurlagið var síðan leikið á landsmótinu á Egilsstöðum ásamt öðrum sigurlögum í samskonar keppnum, sem fram fóru í mörgum harmonikufélögum þennan vetur. Haustið 1993 hófúst tónskáldakynningar og urðu þær sextán. Þær settu mikinn svip á skemmtifundi félagsins og vöktu verðskuldaða athygli. Voru margir af helstu dægurlagahöfundum landsins kynntir á þessum vettvangi. Má þar nefna höfunda eins og Agúst Pétursson, Jenna Jóns, Friðrik Jónsson, Arna Isleifs, Oddgeir Kristjánsson, þeirra. Fimm árum eftir stofnun þessa fyrsta félags voru félögin á landinu orðin sjö. Ein af driffjöðrum félaganna á þessum upphafsárum, var fyrsti formaður Harmonikuunnenda Vesturlands Aðalsteinn Símonarson garðyrkjubóndi í Laufskálum í Stafholtstungum. Hann beitti sér fyrir því árið 1981 að bjóða til landsins frá Noregi, þar sem hann hafði ungur numið skógrækt, Málselv nya trekkspillsklubb. Árið 1982 fóru Vestlendingar, Þingeyingar og Reykvíkingar til Noregs í boði Málselv nya trekkspillsklubb og Senja Trekkspilklubb alls um 50 manns. Þingeyingar og Reykvíkingar fóru með hljómsveitir sínar í ferðina og hafði Sigurður Alfonsson lagt mikið á sig til að æfa hljómsveit FHUR sem best fyrir ferðina, einnig kom Reynir Jónasson þarna við sögu, en hann fór með hópnum til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og srjórnaði þar með sínum alkunna létrleika og færði þar með mönnum styrk og þor. Arið 1983 sameinuðust FHUR, Vesturlandi, Akureyri og Þingeyjarsýslu um að bjóða hingað til lands SenjaTrekkspilklubb frá Noregi. Var klúbburinn á ferðalagi um Suður-, Vestur- og Norðurland 115 daga og héldu hljómleika sem voru vel sóttir. Eitt af því sem snemma kom í ljós, var áhugi félagsmanna FHUR á að kynnast öðrum félögum. Mörgum eru minnistæðar heimsóknir til Vestlendinga, Rangæinga, Selfyssinga, Dalamanna og Hornfirðinga. Þá má einnig minnast eftirminnilegrar heimsóknar til Hvammstanga í samvinnu við tónlistarfélag staðarins. Sumarið 1986 tók hljómsveit á vegum félagsins jafnvel þátt í þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Allar þessar heimsóknir hafa stuðlað að kynnum milli A Bernhöftstorfunni í Lœkjargötu á 200 ára afmœli Reykjavikur 1986 Mynd: Ágústa Frá 25 ára afmœlisbátíðinni. Mynd: Sigurður Harðarson Bárðardóttir aðsókn og þreyta að gera vart við sig. Fyrstu árin fóru fundirnir fram á Hótel Borg og Glæsibæ, en fljótlega kom félagið sér fyrir í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Þegar það húsnæði var selt varð Glæsibær fyrir valinu og nú undir það síðasta Iðnó við Tjörnina, en þá hafði fundum fækkað niður í tvo á vetri, en fyrstu árin voru þeir fyrsta sunnudag í mánuði Svafar Benediktsson og Steingrím Sigfússon. Allir okkar bestu harmonikuleikarar sáu um kynningarnar og fengu til liðs við sig marga af bestu tónlistarmönnum landsins. Það er enginn vafi að stofnun Félags harmonikuunnenda í Reykjavík kom af stað skriðu félagastofnana víða á landsbyggðinni og hófst fljótlega mjög gott samstarf milli félagsmanna og oft vináttu. I nokkur ár var jafnvel árviss atburður að fjölmenna í Gunnarshólma til Rangæinga á síðasta vetrardag og fyrir kom að eldri dansaklúbburinn Elding mætti einnig á staðinn og var þá oft þröng á þingi. Margir félagar í Eldingu áttu eftir að ganga í FHUR. Síðar átti félagið eftir að heimsækja Hornfirðinga, Dalamenn, 15

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.