Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 17
Fyrsta harmonikumótið sem FHUR stóð fyrir má segja að hafi verið í Laugarási um verslunarmannahelgina 2003, en í þrjú ár þar á undan hafði Snæbjörn Magnússon staðarhaldari haldið harmonikumót, þar sem sérstaklega var höfðað til félaga í FHUR. Forveri þessa móts má segja að hafi verið mótin sem þeir Hilmar Hjartarson og Þorsteinn R. Þorsteinsson héldu ásamt eiginkonum sínum undir nafni blaðsins Harmonikunnar. Fyrstu árin í Galtalækjarskógi, en síðustu fimm árin fór mótið fram í Þrastarskógi. FHUR hefúr haldið sín harmonikumót síðan 2004, fyrst í Arnesi, síðan að Varmalandi í Borgarfirði og nú síðast að Borg í Grímsnesi. Ekki er vafi að þessi mót hafa orðið félaginu mikil lyftistöng, ekki hvað síst félagslega. Þau hafa laðað fólk að víðsvegar af landinu og mörg vináttu- sambönd orðið til, ekki síður en á öðrum harmonikumótum. Félagið hefur oftar en ekki fengið erlenda gesti til að lífga upp á mótin. Má þar nefna harmonikuleikara á borð við Lars Ek, Emil Johansen, Mogens Bækgárd, Sören Brix, Ottar Johansen og Magnus Jonsson. Þá fékk félagið góða heimsókn 2014, þegar Bröndöysund trekkspilsklubb frá Noregi sótti okkur heim. Arið 1990 fékk félagið heimsókn frá Noregi, þegar Sigmund Dehli kom og lék fyrir árshátíðargesti félagsins, en þá var Hilmar Hjartarson formaður skemmtinefndarinnar. Þetta var upphaf að mörgum fleiri heim- sóknum. Má þar nefna Thormod Vasaasen mikinn snilling á tvöfalda harmoniku, Danina Lelo Nika, Anders Trabjerg og Kim Nielsen, Anders Larson, Aniku Andersson, og Nya Bröderna Fárm frá Svíþjóð. Þegar félög eru annars vegar, geta áhersluatriði félaganna skarast. Félag harmonikunnenda í Reykjavík hefur ekki farið varhluta af þessu. Vorið 1986 urðu óánægjuraddir svo sterkar innan félagsins að ekki varð hjá því komist að hluti félagsmanna gengi út og til varð Harmonikufélag Reykjavíkur. Þetta olli miklum titringi innan félagsins en jafnaði sig að mestu leyd þegar frá leið. Það var svo 1993 að nokkrir félagar stofnuðu Harmonikufélagið Létta tóna. Það félag varð ekki langlíft og starfaði nánast sem hjáleiga í FHUR en kom þó fram á tveimur landsmótunum. Félagi harmonikunnenda í Reykjavík hefur tekist að mestu að fylgja eftir þeim hug- myndum, sem lagt var upp með í upphafi, og jafnvel aukið við hugmyndir frumherjanna. Það var til dæmis hvergi á stefnuskrá að gefa hljóðfæri í tónlistarskólana á Reykjavíkur- svæðinu, en félagið hefur gefið fimm harmonikur nú þegar. Endurnýjun hefur löngum verið keppikefli harmonikufélaganna, Um aldamótin var stofnuð ungliðadeild félagsins. Uppistaðan var hópur ungra nemenda Guðmundar Samúels- sonar, sem hélt utanum hópinn af mikilli kostgæfni. 1 nokkur ár kom hópur undir hans stjórn fram á landsmótum. Tveir úr þessum hópi, Jónas Ásgeir og Flemming Viðar eru nú við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og ekki útilokað að sá þriðji bætist í hópinn bráðlega. Eins og í upphafi kom fram, var Bjarni Marteinsson kjörinn fyrsti formaður félagsins og stjómaði því fyrstu sjö árin, en þá tók Jón Ingi Júlíusson við. Yngvi Jóhannsson var síðan formaður frá 1990 til 1993, svo tók Hilmar Hjartarson við. Hann sat síðan til 1996 að Friðjón Hallgrímsson tók við keflinu. Síðustu 15 árin hafa þau Jón Ingi Júlíuson Gunnar Kvaran, Elísabet H. Einarsdóttir, Páll Elíasson og Steinþóra Agústsdóttir gegnt formennsku í FHUR. Núverandi stjórn FHUR er skipuð eftirfarandi. Steinþóra Agústsdóttir formaður, Hilmar Hjartarson varaformaður, Gyða Guðmunds- dóttir ritari, Haukur Ingibergsson gjaldkeri ogÁsgerður Jónsdóttir meðstjórnandi. Til vara Harpa Ágústsdóttir og Hreinn Vilhjálmsson. Formaður skemmtinefndar er Friðjón Hallgrímsson, en aðrir í nefndinni Valmundur Ingi Pálsson, Páll Elíasson, Steinþóra Agústs- dóttir og Sigurður Harðarson. Til vara Elísabet H. Einarsdóttir og Erlingur Helgason. Friðjón Hallgrímsson með stuðningi greina í Harmonikunni 1987 og 1997. Kveðjur og þakkir frá Harmonikufélagi Vestfjarða Harmonikufélag Vestfjarða sendir harmonikuunnendum um land allt sínar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir síðastliðið sumar. Sérstakar þakkir til þeirra sem komu að framkvæmd Landsmóts SIHU á Isafirði í sumar og ekki síst þeirra fjölmörgu sem sóttu okkur heim, jafnt flytjendur og aðrir mótsgestir. Með ykkar stuðningi varð þetta landsmót einstaklega eftirminnilegt og fyrir það erum við afar þakklát. Við vonum að þið hafið farið með góðar minningar héðan úr faðmi fjalla blárra og að harmonikustarfið á landinu megi dafna um langa framtíð. F.b. Harmonikufélags Vestjjarða Karitas Pdlsdóttir Myndir: Sigurður Harðarson ÞaS var fjölmennt viS gamla sjúkrahúsiS á landsmótinu Frá setningu landsmótsins FóstbraSurnir og gleSigjafarnir Baldur Geirmunds og Villi Valli á lokaballinu 17

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.