Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 8
Saga harmonikumótanna á íslandi
- Fyrsti hluti
Harmonikumót á íslandi eru ekki gamalt
fyrirbæri. Þau hafa hins vegar verið stór þáttur
í lífi harmonikufólks á Norðurlöndum og í
Evrópu um langt skeið. Til að halda
harmonikumót þarf í fyrsta lagi áhugafólk um
harmonikuleik. I öðru lagi þarf aðstöðu, þar
sem þetta sama fólk getur verið verið saman
um stutta stund og notið tónlistar og nábýlis
við hvert annað. Þá er betra að veðurguðunum
sé ekki beinlínis uppsigað við þetta fólk. Að
lokum þarf síðan nokkrar harmonikur. Þetta
eru grunnatriðin. Það fyrsta sem gestir
harmonikumóta verða yfirleitt varir við, eru
hljóðfæraleikarar að stilla saman strengi sína
úti í guðsgrænni náttúrunni.
I blaðinu Harmonikan sem út kom á árunum
milli 1986 til 2000 er sagt frá upphafi mótanna
á Islandi. I fyrsta tölublaði annars árgangs í
að stefna fólkinu í Galtalæk dagana 24. -26.
júlí árið 1987. Ekki verður séð hvernig sú
smölun fór fram, þar sem ekki er minnst á
mótið í blaðinu um vorið, en ekki er ólíklegt
að með almennum bréfum á vegum Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík hafi tíðindin
borist, en báðir voru þeir félagar í FHUR. Þá
fór einnig fram landsmót í Eyjafirði stuttu
áður og ekki útilokað að þar hafi ritstjórarnir
beitt sér. Samkvæmt myndum frá mótinu
gætu milli fjörutíu og fimmtíu manns hafa
sótt það. I lok greinar um mótið, segir í
blaðinu:
„Þar sem pessi ferð hefur verið árviss í nokkur
ár, pá vaknar sú spurning hvort ekki megi
fastsetja bœði stað og stund, með pví markmiði
að fá fleiri til að koma og vera með. Sú hugmynd
hefur skotið upp kollinum að fyrsta helgi eftir
ákaflega frumstæðar aðstæður. í
Galtalækjarskógi var salernisaðstaða, en ekki
annað húsaskjól. Þetta var í sjálfu sér ekki svo
mikill munur frá Þingvallaferðunum og voru
sannkallaðar útilegur. Á þessum árum var mun
stærri hluti þátttakenda yngra fólk með börn
og mótin drógu dám af því. Hluti af
skipulagningunni var að hafa tilbúna
afþreyingu fyrir börnin. Á daginn var farið í
leiki og keppt í hinum ýmsu greinum til
gamans og var það yfirleitt í verkahring
eiginkvennanna. Svo virðist sem veðurguðirnir
hafi oftast verið með í ráðum. Það var ekki
nauðsynlegt að hafa dansgólf. Ekki var þó
óþekkt að fólk sæist taka dansspor á grasflötum
og eiga margir ógleymanlegar minningar frá
þessum mótum. En þetta átti eftir að breytast
fljótt og hratt.
Frá Þingvallaárunum
Bragi Hlíðberg leikur undir jjöldasöng
október 1987 segir m.a. „Nokkrir félagar úr
FHUR hafa undanfarin nokkur sumur, farið
í fjölskylduferð og að sjálfsögðu hafa
harmonikurnar verið teknar með. Allt munpetta
hafa byrjað sumarið 1983, pegar nokkrirfélagar
úr Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík fóru
í útilegu með norskum félögum úr Senja
harmonikufélaginu, sem hingað hafði komið í
boði nokkura harmonikufélaga". Þrjú næstu
ár fóru svo nokkrir félagar á Þingvöll ásamt
fjölskyldum sínum. Það var svo árið 1987 að
hugmyndin fór að taka á sig ákveðið form.
Þeir félagar Hilmar Hjartarson og Þorsteinn
R. Þorsteinsson höfðu tekið þátt í þessum
ferðum ásamt sínu fólki. Þeir stofnuðu blaðið
Harmonikuna sumarið 1986 og í október það
ár leit fyrsta harmonikublaðið á íslandi dagsins
ljós. Það hafði án efa áhrif, að þeir Hilmar og
Þorsteinn höfðu, ásamt eiginkonunum,
heimsótt harmonikumót í Noregi og séð
hvernig harmonikumót fór fram. Þessir
eldhugar gengu síðan í ásamt eiginkonunum,
Sigríði Sigurðardóttur og Agústu Bárðardóttur,
8
17. júní verðifyrir valinu, en hugmynd um stað
til að vera á hefur ekki komið fram ennpá. “
Þar með var sleginn sá tónn, sem ómað hefur
síðan á harmonikumótum. Niðurstaðan varð
síðan sú að mótin voru haldin áfram í
Galtalæk og smám saman fjölgaði í hópnum.
I öðru tölublaði þriðja árgangs í maí 1988 er
minnt á mótið. Þar segir:
„Þetta hefur orðið án pess að um skipulagðaferð
séað rœða. Ogánpess að nokkur sérstakur ákvœði
stað ogstund. Fólk einfaldlega hringdi sigsaman
til að láta hvert annað vita, síðan var lagt af
stað hver á sínum bíl. “
Vorið 1989 er síðan komið annað hljóð í
strokkinn, því þá er í maíblaðinu minnt
rækilega á Galtalæk, án þess þó, að fram komi
hverjir eigi í hlut. I októberblaðinu sama ár,
kemur þó greinilega fram í grein um mótið,
að Harmonikan sé orðin þátttakandi í
Galtalækjarmótinu. í blaðinu fráþessum tíma
eru mjög ítarlegar frásagnir af mótunum, enda
markmiðið að kynna þau sem best í blaðinu.
Þessi fyrstu harmonikumót voru haldin við
Eins og fram kemur í áðursögðu er þetta
upphaf harmonikumóta á íslandi. Þó má ekki
gleyma þætti landsmótanna. Fyrsta landsmótið
var haldið í Reykjavík og Grindavík í
júníbyrjun 1982 og var ekkert í líkingu við
þau sem síðar komu. Næsta mót fór fram að
Varmalandi í Borgarfirði tveimur árum seinna
og nú höfðust margir gesta við í tjöldum. Þar
gæti einhver sagt að fyrsta harmonikumótið
hafi verið. Þriðja landsmótið var svo á
Laugalandi í Eyjafirði og margir í tjöldum.
Það var reyndar fyrsta landsmótið sem
greinarhöfúndur tók þátt í og verður honum
ætíð minnisstætt. Það er í kjölfarið af þessu
landsmóti, sem fyrsta Galtalækjarmótið lítur
dagsins ljós. Þau áttu eftir að verða sex mótin
sem þar fóru fram. Það smá fjölgaði með
árunum og var hægt að tala um fjölmenni á
síðasta mótinu 1992. Ritstjórar
Harmonikunnar tóku afdrifaríka ákvörðun
veturinn á eftir. Nú skyldi mótið flutt og
verslunarmannahelgin tekin undir og mótið
lengt um einn dag. Það var ekki að sökum að