Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 21

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 21
Baldur Geirmundsson Lagið að þessu sinni er Jólalag, eftir harmoniku- leikarann góðkunna Baldur Geirmundsson. Hann hefur áður átt lag í blaðinu, en blaðið tók við svona góðu lagi af mestu ánægju. Baldur fæddist að Látrum í Aðalvík árið 1937, en flutti til Hnífsdals með foreldrum og systkinum þegar hann var 11 ára. Hann kynntist tónlist lítillega í æsku, þó ekki væri mikið um hljóðfæri í Aðalvík. Tónlistargyðjan hafði hins vegar mikið dálæti á Baldri og hann var ekki gamall þegar hann fór að leika á harmoniku sem eldri bróðir hans átti. Það tók hann ekki langan tíma að ná tökum á hljóðfærinu og fyrr en varði var hann farinn að leika fyrir dansi í heimabyggðinni. Það hefur trúlega ekki skemmt fyrir að á Isafirði var stofnaður tónlistarskóli árið sem Baldur flutti úr Aðalvík, en skólinn hefur frá upphafi verið traustur grunnur að öflugu tónlistarlífi á Isafirði. Baldur starfrækti hljómsveitina BG um árabil en hún varð landskunn á sínum tíma. Eftir Baldur liggja fjölmörg lög og þar á meðal Landsmótspolki 2002 og Isafjarðarpolki 2017, bæði samin í tilefni af landsmótum SIHU, sem haldin voru á Isafirði. Þessir polkar eru víða leiknir á dansleikjum. Þau hjón Baldur og Karítas Pálsdóttir hafa um árabil verið aufúsugestir á aðalfundum SIHU, þar sem Baldur hefur glatt gesti með spilagleði sinni og Kaja með skörulegum málflutningi. Það er ástæða til að hvetja áskrifendur til að setjast við hljóðfærið og syngja Jólalagið eftir Baldur Geir- mundsson með fjölskyldunni. A dansskónum í Breiðfirðingabúð Eftir að hafa tekið gott frí eftir Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina blés FHUR til dansleiks að nýju í Breiðfirðingabúð 13. október klukkan 20:00. Undanfarin ár hafa dansleikirnir byrjað hálf níu, en ákveðið var í haust að færa þá aðeins fram. Þá riðu á vaðið þeir Þorleifur Finnsson og Páll Elíasson. Erlingur Helgason leysti þá síðan af og lék þar til Svenni Sigurjóns tók við og lauk ballinu um miðnættið. Eins og oft áður stóðu þeir taktvaktina Guðmundur Steingrímsson, Hreinn Vilhjálmsson og Haukur Ingibergsson. Ekki var aðsókn samkvæmt væntingum og fer nú að verða þungt undir fæti, þegar tap er á fjáröflun. Næst var blásið til dansleikjar þann 10. nóvember og varð aðsókn svipuð og í október. Þá hóf leikinn Gunnar Kvaran og fékk fljótlega aðstoð frá Friðjóni. Ovænt uppákoma varð þegar ungur Bandaríkjamaður frá Pittsburgh, Kevin Solecki tók við af þeim og lék í góðan hálftíma. Þar kvað við dálitið annan tón, en hann átti ekki í erfiðleikum að skemmta harmonikuunnendum í Reykjavík, enda þaulvanur af heimaslóðum. Það er von á honum til landsins næsta sumar til að leika á Harmonikuhátíðinni í Árbæ um miðjan júlí. Þegar hann lauk leik stigu á svið þeir Grétar Geirsson og Guðmundur Samúelsson. Þeir héldu uppi miklu fjöri þar til Hilmar Hjartarson tók við ásamt Lindu Guðmunds- dóttur. Linda gladdi okkur á síðasta þorrablóti, sem ein af Gleðikonunum, sem þar léku og sungu. Ekki minnkaði stemningin við þetta og hún hélst til miðnættis, þegar ballinu lauk. Hreinn Vilhjálmsson og Guðmundur Steingrímsson sáu um undirleikinn sem oftar en auk þeirra var Fróði Oddsson á gítar í forföllum Hauks Ingibergssonar. Næst á dagskrá er áramótaballið þann 12. janúar og síðan þorrablótið 2. febrúar. Vonandi verðum við heppnari með veður en í ár því þá þurftu margir af landsbyggðinni að hætta við á síðustu stundu. Þrátt fyrir það var fullt hús. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Reynir Elíesersson og Siggi Harðar Hljómsveitþeirrafélaga Grétars Geirssonar og Guðmurídar Samúelssonarsló ekki „feilpústa Léttur í lundu ég lagði afstað. £ 1 ~ r 1 jílíJMLi ijö1* í’l. 'iv* Kevin Solecki með bros á vör naut þess að spila. Meðleikararnir virtust hafa œft með Allir í hringdans honum í marga daga 21

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.