Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 6
Aðalfandur SÍHU 2018
I upphafi voru aðalfundir SIHU haldnir í
tengslum við landsmótin á þriggja ára fresti.
Landsmót byrjuðu yfirleitt á aðalfundi, sem
hófst jafnvel eftir hádegi á fimmtudegi. Þess
á milli voru haldnir svokailaðir haustfundir,
en þá gafst betri tími til ákvarðana heldur en
á aðalfundunum. Þetta breyttist árið 1999.
Þá var haldinn aðalfundur í tengslum við
landsmótið á Siglufirði, honum síðan frestað
og fram haldið í Varmahlíð um haustið. Síðan
hafa aðalfundir sambandsins farið fram á
haustin, en landsmótin eingöngu snúist um
tónlistarflutning og skemmtanahald.
Aðalfundur SIHU í ár var haldinn í Hótel
Kjarnalundi á Akureyri laugardaginn 6.
október sl. Samkvæmt venju tók fólk að drífa
að hótelinu upp úr hádeginu á föstudeginum
og urðu fagnaðarfundir víða, enda margir ekki
sést í heilt ár. Um kvöldið bauð Félag
harmonikuunnenda við Eyjafjörð upp á léttan
kvöldverð og fljótlega upp úr því hófst
harmonikuleikur, sem var með minnsta móti
miðað við undanfarin ár. Varð kvöldið þó hið
ánægjulegasta þegar upp var staðið laust fyrir
miðnætti. Hinn hefðbundni aðalfundur hófst
klukkan ellefu næsta morgun og voru mættir
fulltrúar frá ellefu félögum. Fjögur félög sendu
ekki fulltrúa. Formaður sambandsins flutti
sína skýrslu í upphafi fundar og síðan tók við
hefðbundin aðalfundardagskrá. Það hafði
verið tilkynnt fyrir fundinn að formaðurinn,
Gunnar Kvaran, hyggðist hætta og var því
kosinn nýr formaður. Einn var í kjöri til
formanns, gjaldkeri sambandsins, Filippía
Sigurjónsdóttir úr Félagi harmonikuunnenda
við Eyjafjörð. Var hún kjörin með lófataki, en
þetta er í annað sinn sem kona gegnir þessu
embætti. Við þetta þurfti að kjósa nýjan
gjaldkera og til eins árs var kjörin Melkorka
Bendiktsdóttir, margreyndur gjaldkeri innan
sambandsins. Haraldur Konráðsson verður
áfram varaformaður og Sigrún Halldórsdóttir
ritari. Pétur Bjarnason verður meðstjórnandi
og þau Sigurður Olafsson og Sólveig Inga
Friðriksdóttir varamenn. Að lokinni kosningu
voru Gunnari þökkuð störf hans fyrir
sambandið, en hann hafði setið sem formaður
síðan á aðalfundinum í Sveinbjarnargerði í
Eyjafirði árið 2011 og áður sem varaformaður
og ritari. Meðal þess sem rætt var á fundinum
var tillaga FHUR um breytingu á
hlutfallaskiptingu gróða eða taps af
landsmótum. Fundarstjóri vísaði tillögunni
frá, enda væri skiptingin bundin í lögum
sambandsins og yrði því að koma fram sem
lagabreyting. Hins vegar samþykkti fundurinn
að FHUR yrði falið að sjá um næsta landsmót.
Að vanda urðu umræður fjörlegar undir
liðnum Önnur mál og kom þar ýmislegt fram
6
Aðalfundarfulltrúar í Kjarnalundi
Dansinn stiginn í Lóni
Það er löng hejð fyrir því að stilla saman strengi á fóstudagskvöldið á aðalfundarhelginni
varðandi framtíð harmonikufélaganna í
landinu, en margir eru uggandi vegna hás
meðalaldurs í öllum félögunum. Þá bar á góma
sú aðferð sumra félaganna, sem láta
Harmonikublaðið fylgja félagsgjaldinu.
Fundartímann notuðu makar fulltrúanna til
óvissuferðar í boði FHUE og bar ýmislegt
fyrir augu og eyru í þeirri ferð. Gómsætur
kvöldverður var svo borinn fram tímanlega,
enda dansleikur í Lóni um kvöldið. Að
sjálfsögðu fór hann vel fram enda engir
viðvaningar á ferð í skemmtanahaldi þegar
harmonikuunnendur slá saman í ball. Þar
mátti dansa við hljóðfæraleik margra af bestu