Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 19
I sól og blíðu í Grímsey
undir nafninu Breiðumýrarhátíð en 2017 og
2018 var hún í Ydölum, því Breiðumýrarhúsið
rúmaði hana ekki lengur. Nú síðast 2018 var
met aðsókn eða um 300 manns. A útilegu-
hátíðinni eru tónleikar inni, grill úti og tvö
böll. Einnig eru þar fjöldi tónleika út um víðan
völl ef vel viðrar. A hátíðinni hafa oft spilað
gestir, stundum erlendir.
Auk þessa tókum við þátt í Fikkahátíð 5. mars
2016 með öllum kórum í sýslunni. Það var
söngskemmtun þar sem flutt voru lög eftir
Friðrik Jónsson harmonikuleikara og organista.
Einnig hefur félagið átt samstarf við Héraðsbúa
og haldið með þeim dansleiki í Valaskjálf síðan
2014. Einnig höfum við heimsótt önnur
harmonikufélög, síðast félag Hornfirðinga í
vor 2018. Ferðalög hafa frá upphafi verið
hluti af starfsemi Harmonikufélags Þingeyinga
og þá oftast haldin böll. Auk þessa sækja
félagar stundum böll hjá Eyfirðingum í Lóni
eða Hofi á Akureyri.
Meira um ballferðir og aðrar ferðir
I apríl 2003 fórum við fýrstu ballferðina á
Breiðdal, gistum og héldum dansleik í
Staðarborg. Það gekk svo vel að við héldum
því áfram í tólf ár, síðast 2014. Eftir 2007 tók
vísnafélagið Kveðandi þátt í samkomunni og
sá þá um vísnaþátt. I þessum ferðum var mikið
og oft mikið fjöfrsérstaklega
ef Friðrik Steingrímsson ekur.
Til Hornafjarðar fórum við í
ár á samkomu sem nýstofnað
Harmonikufélag Hornfirð-
inga hélt á Smyrlabjörgum.
Var hún með svipuðu sniði og
samkoman í Valaskjálf, hag-
yrðingaþáttur, veisla og ball.
Sáu heimamenn um vísurnar,
en Hildur Petra Friðriksdóttir
og Vigdís Jónsdóttir úr okkar
félagi léku á harmonikur
ásamt sinni hljómsveit. A
Smyrlabjörgum gistum við
tvær nætur og skoðuðum safn Þórbergs
Þórðarsonar að Hala, spiluðum sungum og
dönsuðum.
Sumarferðir
Auk ballferða höfum við farið í nokkrar
sumarferðir. Árið 2010 á Barðaströnd, þar
sem siglt var út í Breiðafjarðareyjar, ekið um
og gist í Bjarkarlundi. Til Grímseyjar sigldum
við 2015 og gistum tvær nætur. Árið 2016
fórum við með Tanna Travel til Færeyja.
Þangað sigldum við með ferjunni, vorum í
viku, ókum flesta vegi eyjanna og sigldum
meira að segja til Suðureyjar. I Færeyjum
Leósson, Sigurður Friðriksson og Einar
Guðmundsson tóku Fikkasyrpu. Auk þess
samdi Sigurður Leósson landsmótslagið.
Aðalsteinn Isfjörð og Strákabandið lék fyrir
dansi. Þar fengu viðurkenningar S.I.H.U. Inga
Hauksdóttir, Jóel Friðbjarnarson og Sigurður
Friðriksson. Aðalsteinn Isfjörð var gerður að
heiðursfélaga Landssambandsins. Á
árshátíðinni okkar 6. desember fengu svo
viðurkenningu S.I.H.U. þeir Grímur
Vilhjálmsson ogÁsgeir Stefánsson. Árið 2017
fórum við rútuferð á landsmótið á Isafirði.
Þar léku fyrir okkar hönd á tónleikum Rúnar
Hannesson, Katrín Sigurðardóttir og Ásta
Frá einum afmörgum harmon ikudögu m HFÞ. Unga kynslóðin með kennara sínum
Eitt pekktasta vörumerki HFÞ, Strákabandið, landspekktir dansspilarar
ort, utan dagskrár. Ballferð á Vopnafjörð
fórum við líka 2012. Undanfarin ár 2014-
2018 höfum við farið til Egilsstaða í ágúst,
gist og haldið samkomu í Valaskjálf ásamt
félagi Héraðsbúa. Þó Kveðandi sé ekki lengur
með í för, er vísnaleikurinn hefð í rútuferðum
Sérstakurgestur Landsmótsins 2014á Laugum íReykjadal.
Hávard Svendsrud
fengum við konunglegar móttökur og var
boðið til veislu bæði á Suðurey og Fuglafirði.
Á Suðurey tóku heimamenn sérstaklega vel á
móti okkur og fýlgdu okkur um eyjarnar. Var
leiðsögumaðurinn íslenskur Færeyingur, Sævar
Halldórsson frá Keflavík, en hann býr á
Suðurey. Þessi ferð var sú lengsta sem félagið
hefur farið og vel heppnuð á allan hátt. I ár
er bara heimsóknin til Hornfirðinga.
Landsmót og aðalfúndir S.Í.H.U.
Árið 2011 fór hópur félaga í rútu á landsmótið
á Hellu. Þar léku fyrir okkar hönd Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir, Sigurður Hallmarsson og
Aðalsteinn ísfjörð á tónleikum. Strákabandið
og Aðalsteinn ísfjörð léku fyrir dansi. Þar
fengu viðurkenningu S.Í.H.U. Stefán
Þórisson og Jón Árni Sigfússon. Árið 2014
héldum við landsmótið á Laugum í samvinnu
við Eyfirðinga. Þar léku fyrir okkar hönd á
tónleikunum Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og
Sigurður Hallmarsson og Sigurður K.
Soffía Þorgeirsdóttir. Strákabandið, Aðalsteinn
Isfjörð og Sigurður Tryggvason léku fyrir
dansi. I þessari ferð var þeim Sigurði K.
Leóssyni, Kristjáni Kárasyni og Rúnari
Hannessyni veittar viðurkenningar Sambands
íslenskra harmonikuunnenda. Það hefur ekki
alltaf frá upphafi verið farin hópferð á
landsmót, en harmonikuleikarar frá okkur
hafa alltaf tekið þátt í landsmótum, bæði
einleikarar og sveitir. Einnig höfum við alltaf
sent formann og fulltrúa á aðalfund S.I.H.U.
Við héldum aðalfundinn 2017 í Seli í
Mývatnssveit. Núverandi stjórn HFÞ skipa
Jón Helgi Jóhannsson formaður, Þórhildur
Sigurðardóttir, Smári Kárason gjaldkeri, Olína
Arnkelsdóttir og Karen Hannesdóttir.
Texti: Hólmfríður Bjartmarsdóttir
og Kristján Kárason
Myndir Sigurður Olafison og
Sigurður Harðarson
19