Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 11

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 11
útnefningu lék Hljómsveit Einars Guðmunds- sonar aftur við mikinn fögnuð og lauk tónleikunum með laginu Zardas eftir Monte sem var afar vel flutt. Síðast kvaddi nýkjörinn formaður S.I.H.U. Filippía Sigurjónsdóttir frá Akureyri sér hljóðs og flutti afmælisbarninu hamingjuóskir. Að dagskrá lokinni var afmælistertan fram borin, kokkurinn klappaður upp og dansað fram til klukkan tvö. Það voru þau Ásgeir Srefánsson og Hildur Petra Friðriksdótrir, sem hófu leikinn, síðan tóku Rúnar Hannesson og Katrín Sigurðardóttir við og Hildur Petra lauk svo dansleiknum. Undirleikarar allr kvöldið voru Pálmi Björnsson, Magnús Kristinsson og Arni Þorvaldsson. Uppúr tvö héldu svo allir heimleiðis í góðu veðri og færð. Hólmfríður Bjartmarsdóttir • ••••••••••• Kevin Solecki I nóvember fékk ég upplýsingar frá Inga Karlssyni um að hingað væri væntanlegur Bandaríkjamaður, Kevin Solecki. Samkomulag hafði tekist á milli þeirra að Kevin kæmi hingað næsta sumar til tónleikahalds, í tengslum við Harmonikuhátið Reykjavíkur, sem fram fer í Árbæ í júlí hvert ár. Kevin Solecki fæddist í borginni Detroit í Michigan í október 1978 en flutti til Pittsburgh í Pennsylvaniu tæplega tvítugur. Hann átti frænda sem lék á harmoniku, en sá var hættur að leika þegar Kevin fæddist. Foreldrar Kevins vildu fá hann til feta í fótspor frændans, sem hann gerði með þeirri undantekningu að fyrstu fjögur árin lærði hann á gítar. Þá hóf hann harmonikunám. Hann varð snemma meðlimur í polkahljómsveit í Pittsburgh og flutti þangað að lokum því það var of langt að aka frá Detroit, þar sem hann hafði alist upp. I dag er hann með fjölmarga nemendur • ••••••••••• Hildur Petra ogAsgeir komin d beinu brautina ásamt undirleikurum • •••••••••• ••••••••••••• frá 5 til 50 ára. Þá rekur hann verslun með harmonikur og gerir við hljóðfæri. Það var svo laugardaginn 10. nóvember að við Ingi fengum okkur kaffi með Kevin og Shelly kærustunni hans á einum fjölmargra kaffibara í höfuðborginni. Þar varð að ráði að þau skötuhjúin kæmu á dansleik hjá FHUR um kvöldið og myndi hann taka lagið, en hljóðfærið hafði hann með sér í ferðinni til íslands. Allt þetta gekk eftir og áttu gestir í Breiðfirðingabúð ekki í vandræðum að finna samhljóm. Þá upplýstist einnig að næsta sumar kemur Kevin til tónleikahalds á Islandi ásamt Cory Pesaturo, þreföldum heimsmeistara í harmonikuleik. Þessu verða gerð betri skil í næsta tölublaði, en ekki er vafi að heimsókn þeirra félaga á eftir að verða minnistæð fyrir íslenska harmonikuunnendur. Friðjón Hallgrímsson Kevin Soleckifrá Pittsburgh • •••••••••• • • • Frá Harmonikufélagi Vestfjarða Þau kærkomnu tíðindi hafa borist að á ný verði boðið upp á harmonikunám við Tónlistarskóla ísafjarðar, en það nám hefur legið niðri síðan Messíana Marselíusardóttir hætti störfum við skólann. Nú hefur ung tónlistarkona úr Súðavík, Rúna Esradóttir, rekið harmonikukennsluna í fóstur. Boðið verður upp á nám fyrir byrjendur og einnig verður í boði „klippikort“ fyrir fullorðna nemendur, kærkomið til fullorðinsfræðslu. Rúna gengur til verksins full bjartsýni og áhuga og hefur verið að kynna sér hvernig besr verður að þessu staðið. Messíana Marselíusardóttir hefur miðlað henni af reynslu sinni og kunnáttu. Einnig hefúr Baldur Geirmundsson yfirfarið harmonikur. Harmonikufélag Vestfjarða óskar Rúnu heilla í starfi og vonast eftir góðri samvinnu. Harmonikufélag Vestfjarða mun af fremsta megni verða harmonikunámipu styrk stoð, harmonikunáminu til heilla. Hafiteinn Vilhjálmsson, formaður 11

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.